Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta TUDOR START- OG HLEÐSLUTÆKI Auðvelt í notkun, neistafrítt og varið fyrir skammhlaupi. Tækið hefur öflugt led ljós með 3 stillingum og getur það hlaðið nánast hvað sem er. Hægt er að starta: Öllum bensín bílum og diesel bílum upp að 2,0 lítra vél, mótorhjólum, fjórhjólum og vélsleðum. Hægt er að hlaða: • Fartölvur • Snjallsíma, Ipad • Myndavélar • MP3 spilara • GPS staðsetningartæki • Öll tæki með endurhlaðanlegri rafhlöðu með USB tengingum Allar tengisnúrur og kaplar fylgja með. Tilvalin jólagjöf Lithium Power Booster gefur þér extra power hvar sem þú ert. Þú getur notað hann heima, í bílnum, í sumarhúsinu og á ferðalagi. Hleður og vaktar rafgeyminn þinn í vetur 12v 0,8A 15%jólaafslátturaf þessum frábæruhleðslutækjum Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl.is „Við erum í rauninni að gera þetta bara til að segja takk við Lands- björg og við íslensku þjóðina alla,“ segir Hubert Beck, sendiherra Þýskalands á Íslandi, um aðventu- tónleika á vegum sendiráðsins sem haldnir verða á morgun, laugardag, kl. 17 og 20 í Vídalínskirkju í Garða- bæ. Frítt er á tónleikana og vonar þýska sendiráðið að áheyrendur styrki Slysavarnafélagið Lands- björg í staðinn. Sendiráðið hefur tvisvar áður staðið að aðventu- tónleikum til styrktar Landsbjörg og segir Beck að vel hafi tekist til. „Mér fannst mjög gaman og ég held að Íslendingum og ferðamönnum hafi þótt þetta góð hugmynd. Ég held bara að allir hafi verið ánægð- ir,“ segir Beck. Flutningurinn hreyft við öllum Í ár er það sönghópurinn Fjár- laganefndin sem stígur á svið í Vídalínskirkju. Fjárlaganefndin var stofnuð fyrir rúmu ári og saman- stendur af átta nemendum við Tón- listarskólann í Reykjavík. Oktettinn skipa Sólveig Sigurðardóttir sópr- an, Hedda Benedikz sópran, Val- gerður Helgadóttir alt, Freydís Þrastardóttir alt, Þórhallur Auður Helgason tenór, Sigurjón Jóhanns- son tenór, Böðvar Ingi H. Geir- finnsson bassi og Ragnar Pétur Jó- hannsson bassi. Hlín Pétursdóttir Behrens er annar af söngkennurum hópsins og segir hún efnisskrá tónleikanna frekar alþjóðlega. „Þetta er al- þjóðleg blanda en auðvitað eitthvað íslenskt, til dæmis „Jól“ eftir Báru Grímsdóttur, og bæði gömul og ný þýsk lög. Ég held að þetta sé góð blanda af því sem við þekkjum vel, nýjum raddsetningum á þekktum lögum og minna þekktum verkum.“ Hubert segist hafa heillast af Fjárlaganefndinni á Sumartón- leikum í Skálholti í sumar. „Ég sá þau fyrst í Skálholti í sumar þegar ég fór að hlusta á þýskan tenór. Þau fluttu „Stabat Mater“ eftir Arvo Pärt og flutningurinn greip mig al- veg, bæði framkoman og færnin.“ Fjárlaganefndinni var því boðið að syngja í móttöku sendiráðsins á þjóðhátíðardegi Þýskalands. „Þau sungu þjóðsöngva Þýskalands og Íslands og ég held að flutningurinn hafi hreyft við öllum á staðnum.“ Í framhaldinu samþykkti sönghóp- urinn að syngja á styrktartónleik- unum. Verðugur málstaður Beck segir að sendiráðið hafi langað til að gefa af sér yfir hátíð- irnar og Slysavarnafélagið Lands- björg hafi verið auðvelt val. „Jólin eru tími þar sem fólk kemur saman og nýtur friðsælla og hátíðlegra daga. Fólk gefur hvað öðru gjafir og okkur datt í hug að við gætum gefið eitthvað til málefnis sem ætti þökk skilið. Málstaður Lands- bjargar er þess efnis að við getum tekið undir hann af öllu hjarta.“ Sabine E. Friðfinnsson, menningar- og upplýsingarfulltrúi þýska sendi- ráðsins, tekur í sama streng. „Við erum auðvitað búin að vera hérna í mörg ár og höfum séð fleiri og fleiri ferðamenn koma til Íslands. Þjóð- verjar koma þar sterkt inn og það er víst þannig af og til að túristarnir þurfa á Landsbjörg að halda til að sækja sig út um allt land. Maður getur ekki ímyndað sér að vera án þeirra. Þetta er svo ótrúlegt og okk- ur datt í hug að segja takk með því að búa til svona viðburð og safna smá fyrir félagið.“ Meira íslenskt á jólatónleikum Fjárlaganefndin hefur undanfarið sungið hér og þar um bæinn og tók hópurinn meðal annars þátt í jóla- dagskrá Hörpu á laugardaginn síð- astliðinn. Þá undirbýr sönghópurinn einnig eigin jólatónleika. „Þau ætla að vera með jólatónleika 29. desem- ber í Háteigskirkju. Það verður meira íslenskt efni hugsa ég og þeir verða eitthvað lengri,“ segir Hlín. Flutningurinn greip sendiherrann  Þýska sendiráðið á Íslandi skipuleggur aðventutónleika í Vídalínskirkju til styrktar Landsbjörg  Þar kemur fram Fjármálanefndin sem skipuð er söngnemum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík Söngnemar Sönghópurinn Fjárlaganefndina var stofnaður í fyrra af söngnemum við Tónlistarskólann í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.