Morgunblaðið - 09.12.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.12.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 ELDHÚSLJÓS OG BORÐSTOFULJÓS TÍMALAUS HÖNNUN Ljós á mynd: Belid Primus II Hún hefur að minnsta kosti ekki þurft að kvarta yfir verkefnaskorti eftir að hún sneri heim með meistara- gráðu í myndskreytingum frá listahá- skóla í San Francisco árið 2009. „Ég náði að mynda tengslanet þar vestra og hef fengið ýmis verkefni út á það, til dæmis nokkur bókaverkefni og í vor er að koma út í Bandaríkjunum barnabókin Play?, sem er sú fyrsta sem ég bæði skrifa og myndskreyti,“ segir Linda. Auglýsingar og frímerki hafa líka komið á vinnuborð hennar auk þess sem hún kennir reglulega í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Heildstætt listaverk „Samstarf okkar Margrétar var Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Ég hef mikið dálæti áteikningum sem maðurgetur skoðað lengi og allt-af komið auga á eitthvað nýtt, alls konar fígúrur og fyrirbæri,“ segir Linda Ólafsdóttir myndlistar- maður. Hún sá sér því leik á borði þegar hún myndskreytti Íslandsbók barnanna því textasmiðurinn, Mar- grét Tryggvadóttir, gaf henni al- gjörlega frjálsar hendur. „Sumar teikningarnar eru hálf- gerðar felumyndir, þar sem ég lauma inn þekktu sem óþekktu fólki þótt þess sé ekki getið í textanum. Glöggir lesendur gætu borið kennsl á lista- manninn Jóhannes Kjarval við mál- aratrönurnar sínar í kaflanum Hraun og aftur hraun. Okkur Margréti bregður svo fyrir á einni myndinni, forsetanum á annarri og þannig mætti áfram telja,“ segir Linda en gefur ekki upp fleiri felustaði. Hún lætur lesendum eftir myndlesturinn. Tvær tilnefningar Þær stöllur voru að vonum himinlifandi þegar Íslandsbók barnanna var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og unglingabóka árið 2016 og enn hýrnaði yfir þeim í vikunni þegar hún var tilnefnd til Fjöruverð- launanna, bókmenntaverðlauna kvenna, einnig í flokki barna- og ung- lingabóka. Viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. Þótt báðar hafi í mörg ár starfað við barnabókaútgáfu, lá leið þeirra fyrst saman fyrir tæpum tveimur ár- um. „Margrét byrjaði að skrifa ferða- bók fyrir börn kringum 2007 og hugs- að sér hana sem ljósmyndabók. En svo kom hrunið og kollvarpaði öllum hugmyndum um að gefa út glæsilega, litprentaða barnabók. Eitthvað fleira breyttist eða stóð í veginum og með tímanum hallaðist hún fremur að því að skrifa bók fyrir alla fjölskylduna um landið okkar með öllum sínum kostum og göllum. Hún ákvað líka að skipta ljósmyndum út fyrir teikn- ingar, þekkti til minna verka og úr varð að við hófum samstarf.“ Trúlega þekkja flestir í bóka- bransanum teikningar Lindu sem prýða tugi barnabóka og námsbóka. Landið okkar með kostum og göllum Linda Ólafsdóttir myndskreytti texta Margrétar Tryggvadóttur um fjörur og fjallstinda, fiska og fugla, pöddur og blóm, sumarsól og vetrarmyrkur, þjóð- garða og borgarlíf, sjávarþorp og sveitir, þjóð og tungu, hraun og skóga, jökla og eyjar, vötn og sanda, ár og fossa og margt fleira – vetur, sumar, vor og haust. Útkoman er hin fagra og fræðandi Íslandsbók barnanna. Morgunblaðið/Eggert Samstarfskonur Margrét textasmiður og Linda Ólafsdóttir myndskreytir. Ég hef gaman af því að hrekkja.Sérstaklega hrekklausa. Getekkert að því gert. Hrekk- irnir eru þó ávallt góðlátlegir að mínu viti. Ég stundaði eitt sinn fótbolta. Móðir mín er ein mesta knattspyrnu- áhugamanneskja sem ég þekki. Eitt sinn spurði hún mig hvort einhverjir leikmenn væru á leiðinni til FRAM sem er félagið sem ég lék lengstum með. Umsvifalaust svaraði ég því til að færeyski landsliðsmaðurinn Gim- bill Trymbilsson væri á leiðinni. Ég sá einhvern svip á henni og taldi að hún hefði ekki tekið mig trúanlegan. Dögum síðar spurði hún mig út í þennan Gimbil. Það fannst mér sniðugt, náði ég ekki að halda andliti og hún komst því að hinu sanna. Engu að síður varð úr góð saga sem margir í mínum nánasta hópi úr knattspyrnunni þekkja. Gimbill fékk með tíð og tíma sess í daglegu tali okkar félaganna um þann sem var ekki með hlutina á hreinu. Var t.a.m. alltaf að villast, hellti niður á sig í tíma og ótíma o.s.frv. Sumir gætu jafnvel sagt að undirritaður væri algjör Gimbill. Nýlega eignaðist ég son. Hann er dásemdin ein. Það verður samt að segjast að hann veit ekki neitt, enda er hann bara þriggja mánaða. Við kærastan köll- um hann því nánast aldrei neitt annað en Gimbil. Þú velur þér ekki foreldra. »Við kærastan köllumhann því nánast aldr- ei neitt annað en Gimbil. Þú velur þér ekki foreldra. Heimur Viðars Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Kæri lesandi! „Landið okkar er dýrmætt og við berum ábyrgð á því saman. Við verð- um að sjá til þess að krakkar sem fæðast á Íslandi eftir hundrað ár geti líka fengið að anda að sér hreinu lofti, geti drukkið tært vatn úr lækjar- sprænum og upplifað víðerni fjallanna, alveg eins og við. Þess vegna þurfum við öll að bregða okkur í hlutverk landvættanna og passa landið okkar og hafið í kringum það. [. . . ] Tungumálið okkar er einstakt og engir nema Íslendingar geta haldið því lifandi. Það gerum við með því að halda áfram að leika okkur og hugsa á íslensku, lesa og tala málið. Hlutverk landvættanna BROT ÚR FORMÁLA MARGRÉTAR Landvættirnir Gammurinn, Griðungurinn, Drekinn og Bergrisinn. Þóra Gylfadóttir og Egill Árni Pálsson verða í Skálholts- kirkju í kvöld kl. 20 og flytja jólatónlist ásamt Skál- holtskórnum og Kirkjukórum Stóra-Núps og Ólafsvalla. Ave María eftir ólíka höfunda verður sungin og frum- flutt nýtt lag eftir Björgvin Þ. Valdimarsson við texta Ómars Ragnarssonar og Gísla frá Uppsölum. Kammer- hópurinn Camerarctica tekur einnig þátt í tónleikunum. Jólatónleikar í Skálholtsdómkirkju Þóra og Egill syngja Tenór Egill Árni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.