Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 The Warrior’s Gate Jack Bronson (Uriah Shelton) er ungur bandarískur strákur sem lendir óvænt í því að vernda líf kínversku prinsessunnar Sulin (Ni Ni) fyrir hrottanum Arun (Dave Bautista) sem ætlar að nota hana til að ná yfirráðum í Kína. Til að bjarga prinsessunni þarf Jack að ferðast aftur í tím- ann og takast þar á við óvini af öðrum heimi. Myndin gerist í Kína, annars vegar í nútímanum og hins vegar á öldum áður þeg- ar ekki var búið að sameina land- ið í eitt ríki. Leikstjóri er Matth- ias Hoene, en handritið skrifuðu Luc Besson og Robert Mark Ka- men. IMDb: 6,1 Scrooged Bíó Paradís sýnir í kvöld kl. 20 Scrooged frá 1988 sem er nú- tímaútgáfa af Jólasögu eftir Charles Dickens. Bill Murray leikur miskunnarlausa sjónvarps- stjórann Frank Cross sem aðeins hugsar um hvernig hægt sé að græða á jólunum. Leikstjóri er Richard Donner. Rotten Tomatoes: 68% Love Actually Vegna góðrar aðsóknar verður aukasýning í Bíó Paradís á jóla- myndinni Love Actually frá 2003 í kvöld kl. 20. Rotten Tomatoes: 63% Bíófrumsýningar Ævintýri í Kína og tvær jólamyndir Hasar The Warrior’s Gate var frumsýnd í Kína í nóvember. Financial Times fékk nýverið rit- höfunda og greinahöfunda á blaðinu til að velja bestu bækur ársins. Indónesíski rithöfund- urinn Eka Kuniawan, fyrsti indó- nesíski höfundurinn sem til- nefndur var til Man Booker-verðlaunanna og höf- undur bóka á borð við Man Tiger og Beauty is a Wound, valdi Sjón og bók hans Mánasteinn: dreng- urinn sem aldrei var til eða Moonstone: The Boy Who Never Was eins og hún nefnist á ensku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forlaginu. Þar segir einnig að bókin, sem kom út á ensku fyrr á þessu ári hjá forlaginu Sceptre, hafi hlotið góða dóma og stutt sé síðan fjallað var ít- arlega um út- gáfuna og heild- arverk Sjóns í þjóðmálaritinu The Nation. Í rökstuðningi sínum sagði Kuniwan: „Ég nýt þess alltaf að lesa bækur Sjóns en Mána- steinn er ólík öllum öðrum. Höf- undurinn reynir á eigin mörk ásamt því að setja nýjan mæli- kvarða fyrir lesandann. Myndin sem hann dregur upp af Reykja- vík árið 1918 er töfrum lík … Lestrarupplifun ársins.“ Mánasteinn valin ein af bókum ársins Sjón Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var valin besta norræna kvikmyndin 2016 í netkosningu fréttavefsins Cinema Scandinavia. Myndin var einnig val- in besta íslenska kvikmyndin 2016. Íslenskar kvikmyndir og aðstand- endur reyndust sigursæl í kosning- unni þetta árið. Guðmundur Arnar og Baltasar Kormákur deildu verð- launum fyrir bestu leikstjórn fyrir annars vegar Hjartastein og hins vegar Ófærð, Ófærð var valin besta sjónvarpsþáttaröðin, Baltasar Kor- mákur valinn besti leikarinn og Hera Hilmars- dóttir besta leik- konan, bæði fyrir hlutverk sín í Eiðnum. Cinema Scand- inavia er frétta- síða og vefrit sem er gefið út annan hvern mánuð. Vefurinn var stofnaður með það fyrir augum að kynna norrænar kvikmyndir sérstaklega víðsvegar um heiminn. Hjartasteinn besta norræna myndin Guðmundur Arnar Guðmundsson Forsvarsmenn veftímaritsins Islanders.is opna í dag vefgallerí sem þeir segja það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tímaritið hefur verið starfrækt í tæpt ár við góðar viðtökur, að sögn að- standenda, og því var ákveðið að stíga næsta skref og stofna myndlistargallerí á vefnum. „Opnunarsýning verður sett upp í merku húsi í sögu íslenskrar byggingarlistar, sem hannað var af Högnu Sigurðardóttur arki- tekt. Á opnunarsýningu Islanders Gallery verða sýnd málverk eftir Kristin Má Pálmason en einnig pappírsverk sem unnin eru sér- staklega fyrir galleríið í tak- mörkuðu upplagi. Sýningin ber heitið Go Pink Your Self. Í fram- haldi af opnunarsýningu verður galleríið einungis aðgengilegt á Islanders.is. Forsvarsmenn gallerísins eru Elísabet Alma Svendsen, fyrrver- andi gallerístýra í Hverfisgalleríi, og myndlistarmennirnir Sigthora Óðins og Þórdís Erla Zoëga. Nýtt listagallerí opnað á vefnum Frumkvöðlar Forsvarsmenn nýja vef- gallerísins sem opnað verður í dag. Ævintýri Newt Scamander í leynilegu samfélagi norna og galdramanna í New York, sjötíu árum áður en Harry Potter les bók hans í skólanum. Bönnuð yngri en 9 ára. Metacritic 65/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00 Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 18.00, 21.00 Sambíóin Kringlunni 17.00, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.15, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.15 Fantastic Beasts and Where to Find Them Office Christmas Party 12 Þegar hótað er að loka úti- búinu ákveður útibússtjór- inn að halda sögulegt jóla- partý en veislan fer öll úr böndunum. Metacritic 42/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.20, 22.45 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Allied Eftir að hafa orðið ástfanginn árið 1942 er leyniþjónustumanninum Max Vatan, tilkynnt að konan sem hann er giftur og á nú barn með, sé líklega njósnari Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00 Sambíóin Akureyri 22.45 Sambíóin Keflavík 22.20 Bad Santa 2 12 Enn á ný leggur hin fulli og fúli Willie á ráðin með litla fé- laga sínum Markus. Í þetta sinn ætla þeir að ræna góð- gerðasamtök í Chicago á að- fangadag. Metacritic 38/100 IMDb 5,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.00 Smárabíó 12.00, 17.40, 20.00, 22.35 Borgarbíó Akureyri 22.00 Underworld: Blood Wars 16 Metacritic 74/100 IMDb 6,5/10 Smárabíó 19.30, 20.10, 21.40, 22.20 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Doctor Strange 12 Metacritic 74/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 22.40 The Accountant 16 Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.45 Sambíóin Egilshöll 20.00 Lion Metacritic 75/100 IMDb 6,4/10 Smárabíó 12.00, 16.40, 17.10, 19.50 Háskólabíó 18.00, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.40 The Light Between Oceans Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Kringlunni 22.40 The Warrior’s Gate Unglingur endar óvænt í Kína og lærir að umbreyta hæfileikum sínum úr tölvu- leikjum í Kung Fu bardaga- listir. Bönuð yngri en níu ára. IMDb 6,1/10 Smárabíó 17.50, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.00, 21.00 Arrival 12 Metacritic 80/100 IMDb 8,5/10 Smárabíó 22.10 Háskólabíó 20.50 Flöskuskeyti frá P 16 Metacritic 66/100 IMDb 7/10 Háskólabíó 18.10 Hacksaw Ridge 16 Metacritic 66/100 IMDb 8,7/10 Laugarásbíó 20.40, 22.45 Middle School Metacritic 51/100 IMDb 5,8/100 Smárabíó 15.30 Vaiana Vaiana prinsessa er dóttir höfðingjans í ættflokknum. Hún kemur af fjölskyldu sjó- farenda, og leggur upp í langferð með hálfguðinum Maui. Metacritic 81/100 IMDb 8,3/10 Laugarásbíó 16.00, 18.20 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.40 Sambíóin Akureyri 17.40 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 15.50 Smárabíó 15.30, 17.45 Baskavígin Bíó Paradís 18.00 Innsæi InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim. Bíó Paradís 18.00 Slack Bay Bíó Paradís 20.00 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 22.30 Gimme Danger Bíó Paradís 22.15 Absolutely Fabulous: The Movie Bíó Paradís 18.00 Embrace of The Serpent Metacritic 82/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 22.30 Love Actually Bíó Paradís 20.00 Scrooged Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.