Morgunblaðið - 17.12.2016, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
Skoðið úrvalið á dimmalimmreykjavik.is
Laugavegi 53 | Sími 552 3737
Opið 10-22 til jóla og Þorláksmessu 10-23
Hlýjar og góðar gjafir frá
DIMMALIMM
Útigalli
str. 86-134
Verð 17.895,-
Lambúshettur
Verð frá 3.295,-
Ullafóðraðar
lúffur 7. litir
Verð 1.995,-
Ullafóðraðir
skór 5. litir
Verð 2.595
str. 86-134
Verð 15.595,-
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Sóttvarnalæknir hefur skrifað
sveitarfélögum á landinu þar sem
hann fer þess á leit að þau „kapp-
kosti að byggja upp viðunandi sal-
ernisaðstöðu fyrir ferðamenn um
land með full-
nægjandi eftirliti
og leggi þannig
þessu mikilvæga
málefni lið,“ eins
og segir í bréf-
inu.
„Það er mikil
umræða í al-
þjóðasamfélag-
inu um þá heil-
brigðisógn sem
stafar af vaxandi
útbreiðslu sýklalyfjaónæmis og
sýklalyfjaónæmra baktería,“ segir
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir. Hann segir alþjóðastofn-
anir á borð við Sameinuðu þjóð-
irnar, Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunina og Norrænu ráð-
herranefndina, hafi látið þennan
málaflokk til sín taka.
Hann segir að samkvæmt lögum
heyri þessi málaflokkur undir sótt-
varnalækni. „Ég tók þetta mál upp
og hef reynt að skilgreina af
hverju sýklalyfjaónæmi stafar og
hvaða áhættuþættir eru fyrir út-
breiðslu þess. Þessir áhættuþættir
eru margir en einn þeirra er dreif-
ing sýklalyfjaónæmra baktería
með ferðamönnum. Það er þekkt
að hingað koma ferðamenn frá
löndum þar sem sýklalyfjaónæmi
er algengt, bera með sér sýkla-
lyfjaónæmar bakteríur, til dæmis í
görnum.“ Hann segir þetta vel
þekkt og rannsakað. „Í kjölfar
þeirrar umræðu, sem hefur verið
hér á landi um ófullnægjandi
hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn,
fannst mér rétt að líta á málið frá
þessu sjónarhorni. Á þeim for-
sendum skrifaði ég bréf til Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og til
allra heilbrigðiseftirlitsnefnda
landsins um að þessir aðilar hlutist
til um að salernis- og hreinlætis-
aðstöðu fyrir ferðamenn verði
komið í lag til að spyrna við fótum
gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.
Þetta hef ég einnig einnig rætt við
Umhverfisstofnun.“
Hann segir að af fréttum frá
liðnu sumri megi ráða að salern-
ismál á mörgum fjölförnum ferða-
mannastöðum séu í algerum
ólestri.
„Þetta er almenn hvatning til
sveitarfélaga. Í fyrsta lagi að hafa
aðstöðu fyrir ferðamenn og aðra á
þessum stöðum þar sem fólk kem-
ur. Í öðru lagi að sjá um þessa
staði á fullnægjandi máta,“ segir
Þórólfur.
Sigrún Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands, segir að heilbrigð-
isnefnd Suðurlands hafi fengið
svona bréf og bókað hafi verið um
málið í fundargerð. Hún segir jafn-
framt að heilbrigðisnefnd hafi ekki
lagt mat á stöðu almennings-
salernamála á starfssvæðinu. „Á
fundi nefndarinnar var tekið heils-
hugar undir að gera þurfi betur í
salernismálum fyrir ferðamenn.“
Hún segir að það sé fyrst og
fremst verkefni sveitarfélaga að
gera ráð fyrir almenningssalernum
í skipulagi sínu. „Heilbrigðis-
eftirlitið er svo eftirlitsaðili með al-
menningssalernum um leið og þau
hafa verið sett upp.“ Hún segir öll
sveitarfélögin í umdæmi heilbrigð-
isnefndarinnar fá afrit af fund-
argerðum hennar og málið sé jafn-
framt til kynningar innan
sveitastjórna í umdæminu.
Sýklalyfjaónæmi þrýstir á salernismál
Sóttvarnalæknir vill bætta salernisaðstöðu fyrir ferðamenn til að berjast gegn sýklalyfjaónæmum
bakteríum Salernismál eru víða um landið í ólestri Ábyrgð sveitarfélaga að gera ráð fyrir salernum
Morgunblaðið/Ómar
Þingvellir Hundruð þúsunda erlendra ferðamanna fara árlega um Þingvelli til að virða fyrir sér náttúrufegurðina.
Á vef landlæknisembættisins
segir að Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin (WHO) hafi skil-
greint sýklalyfjaónæmi sem
eina af stærstu heilbrigð-
isógnum heimsins. Aukið
ónæmi fyrir sýklalyfjum veldur
vandamálum við meðferð sýk-
inga og hefur þar af leiðandi
slæmar afleiðingar fyrir heilsu
manna og veldur auknum
kostnaði við heilbrigðisþjón-
ustu.
Segir þar jafnframt að sýkla-
lyfjaónæmi sé alþjóðlegt
vandamál.
Alþjóðlegt
vandamál
SÝKLALYFJAÓNÆMI
Þórólfur
Guðnason