Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 51
ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 fulltrúi framkvæmdastjórnar Sam- skipa um nokkurra ára skeið og jafnframt forstöðumaður hagdeildar félagsins á Íslandi. Nótt hóf störf sem markaðsstjóri Marels á Íslandi árið 2012 og tók síð- an við nýju starfi, framkvæmda- stjóra Marels á Íslandi, sl. sumar. Nótt var ein af stofnendum félags- ins Konur í sjávarútvegi, árið 2013, situr í stjórn þess og leiðir rann- sóknarverkefni um aðkomu kvenna í sjávarútvegi. Hún hefur verið virk í félaginu Stjórnvísi, áhugafélagi um faglega stjórnun, og er nú formaður þess. Þegar Nótt er spurð um áhugamál nefnir hún fyrst börnin sín sem eru ung að árum og eiga alla athyglina um þessar mundir: „Við mæðgurnar eigum t.d. okkar uppáhaldstíma vik- unnar þegar við bökum saman á laugardagsmorgnum. Svo er son- urinn 15 mánaða, svo það er í nógu að snúast hjá okkur alla daga hér heima fyrir og hér ríkir alltaf mikil gleði. Að öðru leyti hef ég áhuga á mannlífinu í kringum mig, ekki síst í miðbænum, enda bý ég á Stýri- mannastígnum, einni af elstu götum borgarinnar. Ég og maðurinn erum miklir tónlistarunnendur og sækjum oft heim tónlistarhátíðir á borð við Iceland Airwaves auk þess sem þau hafa verið ófá ferðalögin á sambæri- legar hátíðir erlendis eða tónleika. Þegar maðurinn minn var fertugur bauð ég honum til Búdapest á tón- leika hjá Muse sem er í miklu uppá- haldi. Við höfum ferðast mikið í gegnum tíðina og þá á fjölbreyttan máta. Í dag eigum við oftar en ekki húsaskipti við aðrar fjölskyldur, sem er afar skemmtilegur ferðamáti enda kynnist maður svæðunum frá allt öðru sjónarhorni og upplifir því ferðalögin með allt öðrum hætti.“ Fjölskylda Maður Nóttar er Sigurjón Her- mann Ingólfsson, f. 15.9. 1972, sér- fræðingur hjá Kviku banka. Hann er sonur Ingólfs Sigurjónssonar, f. 25.10. 1950, starfsmanns hjá þjón- ustumiðstöð Sjúkratrygginga Ís- lands, og Sigurlínar Hermannsdótt- ur, f. 15.9. 1952, ritstjóra hjá Alþingi. Börn Nóttar og Sigurjóns Her- manns eru Ótta Thorberg Sig- urjónsdóttir, f. 3.6. 2014, og Tími Thorberg Sigurjónsson, f. 12.9. 2015. Alsystir Nóttar er Eydís Eva Bergsdóttir, búsett á Spáni, f. 6.10. 1989. Hálfsystir Nóttar, sammæðra, er Elma Helgadóttir, búsett í Dan- mörku, f. 2.10. 1971. Foreldrar Nóttar eru Bergur Thorberg, f. 8.5. 1951, myndlist- armaður í Reykjavík, og Eydís Ólafsdóttir, f. 6.10. 1948, listakona í Reykjavík. Úr frændgarði Nóttar Thorberg Nótt Thorberg Bjarnhildur Einarsdóttir húsfreyja í Eyjum Lúðvík Júlíus Hjörtþórsson fiskvinnslum. í Vestmannaeyjum Sigrún Lúðvíksdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Ólafur Gunnsteinn Jónsson járnsmiður í Vestmannaeyjum Eydís Ólafsdóttir listakona í Rvík Guðríður Bjarnadóttir húsfreyja í Brautarholti Jón Jónsson útvegsb. í Brautarholti í Eyjum Bergur Thorberg Bergsson fyrrv. meistarfl.m. í KR og landsliðsm. í knattspyrnu Sigurður Bergsson vélvirki í Hafnarfirði Sjöfn Ólafsdóttir húsfreyja í Eyjum Bjarney Ragnheiður Jónsdóttir félagsmálafrömuður í Vestmannaeyjum Gunnar Thorberg aðjunkt við HÍ og stofnandi Kapals markarðsráðgjafar Sumarlína Þuríður Eiríksdóttir húsfreyja í Melbæ Bergur Thorberg Þorbergsson vélstjóri í Melbæ í Rvík Guðríður Bergsdóttir húsfr. á Skagaströnd og í Rvík og á Akureyri Þórður K. Jónsson vélstj. og verkstj. í Rvík, á Skagaströnd og á Akureyri Bergur Thorberg myndlistarm. í Rvík Margrét B. Kristinsdóttir húsfreyja á Akureyri Jón Þórðarson verslunar- og verkam. á Akureyri Ótta Bíður eftir miðdegisverði. Tími Mátar nýja hattinn sinn. Árni Kristjánsson, píanóleikariog tónlistarstjóri Rík-isútvarpsins, fæddist á Grund í Eyjafirði 17.12. 1906. Hann var sonur Kristjáns Árnasonar, kaupmanns á Akureyri, og k.h., Hólmfríðar Gunnarsdóttur hús- freyju. Árni var kvæntur Önnu Guðrúnu Steingrímsdóttur húsfreyju sem lést 2006. Hún var dóttir Steingríms Matthíassonar, héraðslæknis á Ak- ureyri, og k.h., Kristínar Katrínar Þórðardóttur. Faðir Steingríms var Matthías Jochumsson skáld. Árni og Anna Guðrún eignuðust þrjú börn. Árni ólst upp við söng og orgelleik en faðir hans hafði verið organisti Grundarkirkju. Árni var aldrei í barnaskóla en stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri í tvo vetur og fór síðan utan til tónlistar- náms, aðeins 15 ára. Hann lærði í Berlín og Kaupmannahöfn 1923-32. Er Árni kom heim hóf hann kennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík 1933, var skólastjóri skól- ans 1936-56, var aðstoðarskólastjóri þar 1956-59 og var sama ár ráðinn tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins. Því starfi gegndi hann í 16 ár eða til 1975 er hann fór á eftirlaun. Árni hélt fjölda einleikstónleika hérlendis og erlendis og kom einnig fram með ýmsum tónlistarmönnum. Hann hljóðritaði mikið af píanóleik sínum fyrir útvarp og lék inn á hljóm- plötu. Árni sat í stjórn Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og Bandalags ís- lenskra listamanna, stofnaði Félag ís- lenskra tónlistarmanna og var formaður þess. Hann annaðist m.a. útgáfu á verkum Matthíasar Joch- umssonar og samdi ritgerðasafnið Hvað ertu tónlist sem kom út 1986. Einnig þýddi hann og skrifaði bækur um öndvegistónskáld, m.a. um Beethoven, sem kom út 2002. Árni hlaut margskonar viður- kenningar fyrir störf sín og var m.a. sæmdur hinni íslensku fálkaorðu þrí- vegis. Árni lést 19.3. árið 2003. Merkir Íslendingar Árni Kristjánsson Laugardagur 95 ára Unnur Guðmundsdóttir 90 ára Áslaug Sigfúsdóttir Ingimar Einarsson 85 ára Birgir Tómas Guðbrandsson Kristín Jóna Kristjánsdóttir 80 ára Björgvin Kristjánsson Björn Brekkan Karlsson 75 ára Finnbogi G. Sigurðsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Gunnar Alexandersson Jón Eldon Logason Vilhjálmur Leifur Tómasson 70 ára Ásta Kröyer Beverly Gíslason Guðrún S. Sigurjónsdóttir Gunnar Aðalbjörn Gunnlaugsson Sigurður Steindór Pálsson 60 ára Jón Gunnlaugur Sigurðsson Kristín Ólafsdóttir Stefán Friðrik Einarsson Theodór Sigurðsson 50 ára Birgir Þröstur Jóhannsson Gunnar Hólm Jóhannsson Hanna Ewa Ciepielewska Hálfdán Karl Þórðarson Ingólfur Ómar Ármannsson Ingvar Guðni Brynjólfsson Kristín Gróa Alfreðsdóttir Margrét Rósa Bergmann Sigmundur Halldórsson Sigríður E.M. Biering Úlfur Eggertsson Valtýr Bergmann Ármannsson 40 ára Agnes Ósk Sigmundardóttir Berglind Svanlaugardóttir Ewa Wydra Kristín Helga Lárusdóttir Nótt Thorberg Bergsdóttir Ólafur Sigurðsson Ragnar Freyr Karlsson Sigrún Rakel Tryggvadóttir Sigurbjörn Birkir Lárusson Þórður Guðmundsson 30 ára Arnar Emil Hjartarson Bára Sigurjónsdóttir Birna Ósk Sigurbjartsdóttir Bjarki Þór Pálsson Björgvin Heiðar Arnarson Fróði Kristinsson Hjördís Marta Óskarsdóttir Ingibjörg Karlsdóttir Karen Ármann Helgadóttir Karl Guðmundsson Kristinn Loftur Einarsson Laura Clark Lena Geirlaug Yngvadóttir Magda Litwicka Páll Bergmann Ragnhildur Jóhannesdóttir Stefán Frímann Jökulsson Tanya Kristrún Gunnarsdóttir Þorkell Árnason Sunnudagur 90 ára Anna Sigríður Jónsdóttir 85 ára Guðmundur Jóhannesson Hrafnhildur Jóhannsdóttir Jóhannes Guðmundsson Pétur Sigurðsson 80 ára Guðný Þorgeirsdóttir Guðrún Jónsdóttir Sverrir V. Guðmundsson 75 ára Guri Liv Stefánsdóttir Kristjana Petrína Jensdóttir Sigrún Hildur Jóhannesdóttir 70 ára Dagný Erna Lárusdóttir Dýrleif Frímannsdóttir Eiríkur Gunnarsson Gamalíel Sveinsson Guðrún Garðarsdóttir Sveinn Sævar Helgason Sylvía Guðmundsdóttir Vigdís Ingibjörg Hreiðarsdóttir 60 ára Auður Hauksdóttir Benný Guðrún Valgeirsdóttir Friðrik Garðarsson Hafdís Finnbogadóttir Helga Bjarnadóttir Hrafnhildur S. Sigurðardóttir Katrín Erla Kjartansdóttir Khac Thanh Tran Sigurrós Agnarsdóttir Steinþór V. Sigurbjörnsson 50 ára Aðalsteinn Egill Jónasson Axel Clausen Brynjar Kristjánsson Eiríkur Sigurðsson Guðbrandur Torfason Gunnhildur Arnarsdóttir Halla Sigríður Bjarnadóttir Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir Jóhann Ólafur Ingvason Linda Arilíusdóttir Maria Elvira Mendez Pinedo Már Guðmundsson Pétur Ásgeir Sigurðsson 40 ára Agnieszka Anna Kocon Warszczuk Birna Lárusdóttir Emanuele Milella Freyr Gunnarsson Frímann Stefánsson Jórunn María Ólafsdóttir Kristín Viktorsdóttir Sigurður Jóhann Sigurðsson Tyrfingur Ármann Þorsteinsson 30 ára Arnar Ellertsson Arnór Orri Harðarson Ágnes Viktória Jávorszky Áslaug Elín Grétarsdóttir Bjarki Þór Brynjarsson Daniel Breczko Fannar Bergþórsson Gaute Hilling Harpa Sif Haraldsdóttir Hörður Óli Níelsson Josephin Johanna Sakineh Denami Kristinn Aron Hjartarson Lena Ósk Guðjónsdóttir María Jónsdóttir Sigrún Birgisdóttir Thi Phuc Nguyen Til hamingju með daginn Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.