Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 13

Morgunblaðið - 17.12.2016, Page 13
Tenór Elmar Gilbertsson verður einsöngvari jólatónleikanna í þetta sinn, hann syngur af innlifun. notalegt að hlusta á jólasöng þeg- ar húmar að. Svo kíkja þau gjarn- an í heimsókn til okkar hjóna að loknum tónleikum.“ Elmar fellur vel að kórnum, er léttur og skemmtilegur Vigfús segir að kórinn syngi ævinlega einhver jólalög sem hann hafi ekki sungið áður, en sum lög séu að sjálfsögðu fastur liður, eins og til dæmis Heims um ból. „Hátíðleikinn er það sem við leggjum mikið upp úr og hluti af honum er að syngja gömlu góðu jólalögin sem eru hluti af jóla- minningum fólks. Friðrik kórstjóri fær svo alltaf tónleikagesti til að standa upp og syngja með okkur eitt lag í lok tónleikanna, og núna er það Nóttin var sú ágæt ein. Þannig sameinast allt fólkið í kirkjunni í söng, sem er afar há- tíðlegt.“ Vigfús segir að hluti af hátíð- leik jólatónleikanna sé að skarta góðum einsöngvara, ýmist karli eða konu. „Stundum hefur einsöngv- arinn verið úr röðum kórsins, en oftar fáum við gestasöngvara og í fyrra var það hin ástsæla Diddú en núna er það Elmar Gilbertsson tenór. Hann hefur stimplað sig heldur betur inn hjá þjóðinni með söng sínum í óperunni um Ragn- heiði biskupsdóttur og í Don Giov- anni og Evgení Onegín. Elmar söng með okkur á síðastliðnum vortónleikum og hann fellur vel að kórnum, er léttur og skemmti- legur og honum fylgir góður andi.“ Jólin mega koma að loknum konsert Vigfús segir Hallgrímskirkju vera dásamlega umgjörð utan um tónleikana sem og pípuorgelið sem Lenka Mátéóva, orgelleikari þeirra, fari liprum höndum um. „Svo höfum við okkur til halds og trausts fastagestina þrjá, Ás- geir H. Steingrímsson og Eirík Örn Pálsson sem leika á trompet, og Eggert Pálsson sem leikur á pákur. Allt skapar þetta heild sem umvefur tónleikagesti og lyftir þessu upp á æðra plan.“ Vigfús vill ekki taka svo djúpt í árinni að segja að jólin komi ekki fyrr en með tónleikum Karlakórs Reykjavíkur, en hann segir að jól- in megi vissulega koma að loknum konsert. „Við leggjum áherslu á hátíð- leika og notalegheit, við viljum ekki nota stór lýsingarorð, það á ekki við á aðventunni.“ Söngmenn Eins gott að vanda sig á síðustu æfingunni fyrir helgi fernra jólatónleika. Fernir jólatónleikar Karlakórs Reykjavíkur fara fram í Hall- grímskirkju í dag, laugardaginn 17. des., og á morgun, sunnudag 18. des., kl. 17 og kl. 20 báða dagana. Í Karlakór Reykjavíkur eru um 80 söngmenn og stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson. Kórinn er 90 ára, var stofnaður 3. jan. 1926 af Sigurði Þórðarsyni tón- skáldi. Sjö stórnendur hafa stjórnað kórnum frá upphafi, fjór- ir aðeins í eitt ár hver, en þrír stórnendur hafa borið kórinn uppi í hin 86 árin, þar af núverandi í hátt í þrjá áratugi. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Póstsendum • Næg bílastæði • Selena undirfataverslun Dásamlegar Jólagjafir Opið til kl. 21 alla daga til jóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.