Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Ellingsen
Bónus
Ársæll
Höfnin
Gra
nda
garð
ur
Vald
ís
Við erum hér
Sjáðu þetta!
Verið velkomin í nýja og glæsilega
verslun okkar á Grandagarði 13.
Eyesland leggur metnað sinn í að bjóða viðskiptavinum sínum vandaðar
vörur á góðu verði. Heimsþekkt vörumerki og fjölbreytt vöruval.
Red-Bull 737-004 umgjörð kr. 24.800,-
Bollé black sportgleraugu kr. 22.850,- Tommy Hilfiger 1402 umgjörð kr. 35.485,-
Cocoa Mint umgjörð kr. 14.900,- Ray-Ban 1527-3573 barnaumgjörð kr. 19.875,-
Centro Style 56342 umgjörð kr. 16.800,-
AlþjóðaskáksambandiðFIDE hóf að birta styrk-leikalista sinn byggðan áelo-stigum árið 1970. Á
fyrsta listanum var fjöldi skák-
manna í kringum 600 talsins og eng-
inn þeirra var undir 2200 elo-
stigum. Í dag eru nokkur hundruð
þúsund manns og konur á elo-lista
FIDE. Elo-stigin eru að einhverju
leyti einnig notuð sem viðmiðun í
ýmsum öðrum keppnisgreinum, t.d.
í snóker, amerískum ruðningi og
hafnabolta.
Það er margt sem elo-stigin mæla
ekki; glæsileg afrekaskrá er ekki
metin sérstaklega, né heldur hug-
kvæmni eða sköpunargáfa. Oft virð-
ist mönnum umbunað um of fyrir
íhaldssama og leiðinlega tafl-
mennsku. Samanburður á skák-
mönnum milli tímabila byggður á
elo-stigum er líka hæpinn vegna
„verðbólgu“ í stigunum. Og þó. Ný-
lega birti vefsíðan chess.com nið-
urstöðu byggða á tölvuútreikn-
ingum á nákvæmni leikja
heimsmeistarans Magnúsar Carlsen
á síðustu fimm árum og fékk hann
einkunnina 98,38%. Fyrir sitt besta
fimm ára tímabil var Bobby Fischer
með 97,59% nákvæmni og Garrí
Kasparov 97,51%.
Magnús hefur mest náð 2882 elo-
stigum en Garrí Kasparov 2851. Það
er of snemmt að efna til uppgjörs en
langur ferill Kasparovs er ríkari að
innihaldi.
Einn galli við stigakerfið hefur
löngum verið talinn sá að stigin
virðast ekki ganga í takt við fram-
farir ungra skákmanna. Við því var
brugðist með því að hækka stuðul
skákmanna 17 ára og yngri upp í 40
elo-stig á hvern vinning.
Á tveim opnum mótum sem lauk
um síðustu helgi, annarsvegar í
Róm þar sem tefldu bræðurnir Ar-
on Thor Mai og Alexander Oliver
Mai, og hinsvegar í Benidorm þar
sem bræðurnir Óskar Víkingur og
Stefán Orri Davíðssynir voru meðal
þátttakenda, skilaði frammistaða
þessara hækkun upp á 514 elo-stig.
Í Róm vann Alexander gull-
verðlaun í stigaflokknum 1500-1799
elo, hlaut 5 vinninga af níu og hækk-
aði um 120 elo-stig. Eldri bróðir
hans, Aron Thor, tefldi við stiga-
hærri skákmenn allt mótið og
hækkaði um 72 elo-stig. Hann átti
glæsilega leikfléttu sem tekið var
eftir:
Aron Thor – Rinaldo
26. Hb3 Dd2 27. Hg3 Hxc2 28.
Rf5!
Aron var í tímahraki og sá að
jafntefli var að hafa með 28. Hxg7+
Kxg7 29. Rf5+ Kg8 30. Rh6+ Kg7
31. Rf5+ o.s.frv. en þetta er enn
sterkara.
28. … Hc6
Hægt var að verjast með 28. …
Hc7 þó hvíta staðan sé betri eftir 29.
Df6! Rg5! 30. Dxg5 með sterkri
sókn.
29. Rh6+! Kh8 30. Rxf7+ Kg8 31.
Rg6+ Kh8 32. Dg8+! Hxg8 33. Rf7
mát.
Á Benidorm tefldu bræðurnir
Óskar Víkingur 11 ára og Stefán
Orri 10 ára á tveim mótum, fyrst á
opnu móti og síðan á aldursskiptu
unglingamóti. Á þessum tveim mót-
um hækkaði Óskar Víkingur um 136
elo-stig sem er ekki lítið en yngri
bróðirinn Stefán Orri vann flokk
keppenda 10 ára og yngri, hlaut þar
5 ½ vinning af sex mögulegum og
hækkaði um 186 elo-stig. Þeir fiska
sem róa.
Í umferð opna mótsins sýndi Ósk-
ar Víkingur mikla keppnishörku í
vondri stöðu í 5. umferð gegn mun
stigahærri andstæðingi:
Louis Fernandes – Óskar Vík-
ingur
Það virðist fokið í flest skjól en
Óskar var ekki af baki dottinn:
24. … Hg7 25. Bxg7 Kxg7 26.
gxh7 Db2!? 27. h8(D)+ Hxh8 28.
Hxh8 Kxh8 29. Df1?
Allir hróksleikir hefðu unnið.
29. … Dg7+! 30. Kh1 Rf2+!
Nú varð hvítur að gefa hrókinn á
a1. Í jöfnu drottningaendatafli átti
Óskar Víkingur svo síðasta orðið og
vann!
Bræðurnir hækkuðu um ríflega 500 elo-stig
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Erla Hlín Hjálmarsdóttir
Bræður Óskar
Víkingur t.v. og
Stefán Orri sig-
urvegari í flokki
10 ára og yngri á
Benidorm.