Morgunblaðið - 17.12.2016, Side 2

Morgunblaðið - 17.12.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Jólagjöf VITA SUMAR 2017 Veglegur bókunarafsláttur af völdum dagsetningum. Gildir til 30. desember. Vinsælustu gististaðirnir bókast fyrst. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Þegar kemur að því að endurhanna Lækjargötu í Reykjavík ætti að skoða þann möguleika að opna að nýju Lækinn sem gatan er kennd við. Þetta segir í umsögn skipulags- fulltrúa Reykjavíkur um hugmynd sem nýlega var til umfjöllunar á samráðsvefnum Betri Reykjavík. Lækurinn, sem liggur frá Tjörn- inni til sjávar, var settur í stokk und- ir götuna árið 1911. Að gera hann aftur sýnilegan er hugmynd sem af og til hefur skotið upp kollinum. Var t.d. sett fram í deiliskipulagi Kvos- arinnar en það byggðist m.a. á nið- urstöðu úr samkeppni sem haldin var í kjölfar bruna í Austurstræti vorið 2007. Lækjargata er tengi- braut skv. aðalskipulagi Reykjavík- ur 2010-2030 og skilgreind sem borgargata. Á þeim gildir að skapa heildstæða götumynd og útbúa al- menningsrými. Umfangsmikil aðgerð Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að verndun og endurreisn sögulegra gatna og torga sé mikilvæg í vernd- arstefnu aðalskipulags. Því sé til- lagan um nýjan læk áhugaverð, en aðgerðin verði umfangsmikil og dýr. Þó megi benda á að upp hafi komið hugmyndir um að þrengja Lækj- argötu og auðvelda þar umferð gangandi og hjólandi fólks svo og strætisvagna. Ekki megi þó flana að neinu og gæta verði að kröfum um öryggi við Lækinn og gera ráðstafanir vegna stífluhættu sem forðum var vanda- mál. sbs@mbl.is Opnun Lækjarins í Reykja- vík er áhugaverð hugmynd Árbæjarsafn/Jón Helgason Lækjargata Gamalt málverk frá þeim tíma er lækurinn var opinn.  Skipulagsfulltrú- inn er jákvæður Ekkert bendir til þess að gögn um verðbréfaviðskipti sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, komi frá Ís- landsbanka eða starfsmönnum hans. Það er niðurstaða rannsóknar innri endurskoðunar bankans. Í tilkynn- ingu frá bankanum segir að gögnin sem hafi verið til umfjöllunar hafi öll verið gömul og átt rót að rekja til starfsemi Glitnis banka hf. fyrir hrun. Þá er bent á að gögnin sem um ræðir séu háð þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjár- málafyrirtæki. „Íslandsbanki lítur málið alvarlegum augum og hyggst bankinn óska eftir lögreglurannsókn á því eftir hvaða leiðum gögnin kom- ust í hendur óviðkomandi,“ segir í tilkynningu. Hagsmunatengsl dómara við Hæstarétt voru í umræðunni fyrr í mánuðinum í kjölfar umfjöllunar fréttastofu Stöðvar 2, Kastljóss og DV. Meðal annars var fjallað um hlutabréfaeign nokkurra dómara í íslensku bönkunum fyrir hrun. Lögregla rannsaki lekann  Gögnin ekki frá bankanum komin Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fulltrúar frá Tólfunni, stuðnings- mannasveit landsliðs karla í knatt- spyrnu, munu verða viðstaddir kjör á íþróttamanni ársins í Bretlandi á morgun þar sem þeir munu stjórna 12 þús- und manns í því sem nefnt hefur verið víkinga- klappið. Jóhann Bi- anco, sem alla jafna er á trommunni hjá Tólfunni á landsleikjum, segir að BBC hafi sett sig í samband við stuðnings- mannasveitina til að endurgera það sem gert var á Arnarhóli við heim- komu karlalandsliðsins í sumar eft- ir að Evrópumótinu í knattspyrnu lauk. „Ég komst ekki á Arnarhól á sínum tíma og því má segja að ég fái mitt tækifæri núna, sem ég missti af þá,“ segir Jóhann. Um er að ræða 12 þúsund manna samkomu sem haldin er í Birming- ham. Henni er sjónvarpað í beinni útsendingu BBC og búast má við því að milljónir manna muni sjá þá Jóhann og Kristin Hall Jónsson, einnig Tólfumann, stjórna vík- ingaklappinu. „Þetta ár er búið að vera ævintýri líkast og frábært að fá að ljúka því með þessum hætti,“ segir Jóhann. Knattspyrnumaðurinn Gary Lineker er meðal kynna á samkom- unni en meðal tilnefndra má nefna knattspyrnumennina Gareth Bale og Jamie Vardy, tenniskappann Andy Murray, hlauparann Mo Farr- ah auk fleira íþróttafólks. Þá mun tónlistarmaðurinn Robbie Williams flytja lag. „Eftir að við erum búnir með okkar hluta eigum við bara að skella okkur í jakkaföt og vera með liðinu,“ segir Jóhann. Stuðningur við íslenska lands- liðið á EM í sumar hefur vakið mikla athygli. Valdi knattspyrnu- tímaritið 4-4-2 t.a.m. íslensku stuðningsmennina þá bestu á árinu. Þá nefndi UEFA íslensku stuðn- ingsmennina meðal þeirra bestu ásamt aðdáendum Norður-Írlands, Írlands og Wales. Að sögn Jóhanns hafa erlendir blaðamenn reglulega sett sig í samband við Tólfuna. „Þetta hefur ekkert hætt síðan mótinu lauk,“ segir Jóhann. Einnig hefur fleira komið upp. Um síðustu helgi var sex Tólfumönnum t.a.m. boðið á jólasamkomu hjá erlendu ráðgjaf- arfyrirtæki. „Við tókum vík- ingaklappið og sögðum nokkur vel valin orð við starfsfólkið,“ segir Jóhann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson HÚH! Víkingaklappið fer víða. Stjórna víkingaklappi á BBC  Tólfan á 12 þúsund manna samkomu þar sem Bretar velja íþróttamann ársins Jóhann Bianco Aldarafmæli Framsóknarflokksins var fagnað með ýmsu móti í gær. Margir mættu til hátíðar- samkomu sem haldin var í Þjóðleikhúsinu þar sem þau Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins og forsætisráðherra, Elsa Ingjalds- dóttir eiginkona hans og Jón Björn Hákonarson tóku á móti gestum. Norður á Akureyri tók svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv. formaður á móti fólki, en nyrðra eru rætur flokksins sterkar. Í ræðu á afmælishátíðinni ræddi Sigurður Ingi Jóhannsson stöðu flokksins í dag. Staðan væri óvenjuleg um margt og ríkisstjórn hefði ekki verið mynduð tveimur mánuðum eftir kosn- ingar. „Úrslitin eru vísbending um að mynduð verði ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri. Milli jaðranna vinstri og hægri í stjórnmálum er þungamiðjan og þar erum við,“ sagði Sigurður Ingi. »34 Hátíð á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins sem var í gær Morgunblaðið/Golli Ríkisstjórn með breiða skírskotun Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Hjörleifur Hallgríms og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddu mál líðandi stundar. Þriðjungur íbúa á höfuðborgar- svæðinu varð fyrir afbroti á síð- asta ári. Af þolendum varð um fjórðungur fyrir eignaskemmdum og 10% máttu þola þjófnað. Um 2% íbúa á höfuðborgarsvæði urðu fyrir kynferðisbrotum og svipað hlutfall fyrir ofbeldisbrotum. Þá greindu 4% frá heimilisofbeldi. Skv. niðurstöðum viðhorfskönn- unar sem gerð var fyrir lögregl- una verða karlar fremur en konur fyrir afbrotum og helst yngra fólk, 18 til 35 ára. Þegar kom að kyn- ferðisbrotum voru öll fórn- arlömbin 35 ára eða yngri, hlut- fallslega flestir 18-25 ára. Þolendur ofbeldisbrota voru flestir úr sama aldurshópi. Aðeins 7% þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir kynferðisbroti í fyrra tilkynntu það til lögreglu. sbs@mbl.is Ungir karl- ar eru helst þolendur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.