Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. H&M kemur í staðinn fyrir ... 2. Steingrímur og Linda keyptu... 3. Stjúpan skráði barnið á Facebook 4. Pör ársins 2016  Olga Vocal Ensemble heldur jóla- tónleika á Hellu í kvöld, Ólafsfirði á mánudag, Selfossi á miðvikudag og í Háteigskirkju í Reykjavík á fimmtu- dag kl. 20 öll kvöldin. Sungin verða án undirleiks lög á borð við White Christmas, Frosty the Snowman og Jólakötturinn auk Hnetubrjótssyrpu. Miðar eru seldir á tix.is. Olga Vocal Ensemble í jólagír næstu daga  Söngkonan Kristjana Arn- grímsdóttir heldur árlega jólatónleika sína í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Með Kristjönu koma fram börn hennar, Ösp Eldjárn söng- kona og Örn Eldjárn gítarleikari, auk Karls Olgeirssonar á píanó, harmoniku og orgel og Jóns Rafnssonar á kontra- bassa. Á efnisskránni eru jóla- og að- ventusöngvar. Miðar seldir á tix.is og við innganginn. Kristjana heldur jóla- tónleika í Reykjavík  Guja Sandholt mezzósópran og Helena Basilova píanisti halda tón- leika við kertaljós í Fríkirkjunni í kvöld kl. 20. Á efnisskránni er íslensk og þýsk ljóða- og jólatónlist sem koma ætti gestum í há- tíðarskap, en m.a. hljóma verk eftir Bach og Wagner. Guja og Helena eru báðar bú- settar í Amsterdam í Hollandi þar sem þær vinna stundum saman. Jólatónleikar við kertaljós í kvöld FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu síðdegis. Hvassast með suðvesturströndinni, en mun hægari norðaustantil og úrkomulítið til kvölds. Hiti 2 til 7 stig þegar kemur fram á daginn. Á sunnudag Sunnanátt, 5-13 m/s, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 10-18 m/s vestantil síðdegis með skúrum, en éljum um kvöldið. Þórir Hergeirsson stýrði í gær norska kvennalandsliðinu í handbolta til sig- urs, 20:16, gegn Frökkum í erfiðum undanúrslitaleik á EM í Svíþjóð. Nor- egur leikur því gegn Hollandi í úr- slitaleik á morgun en Hollendingar unnu Dani í hinum undanúrslita- leiknum. Þetta verður sjöundi úrslita- leikur Noregs á stórmóti eftir að Þór- ir varð aðalþjálfari liðsins, 2009. »1 Þórir með Noreg í úr- slitaleik í sjöunda sinn „Það tekur ákveðinn tíma að slípa liðið saman en það sem við höfum og er að fleyta því áfram er að kjarninn er svo sterkur og lætur svona hluti ekkert hrista of mikið upp í sér. Baklandið er líka gríð- arlega gott og við eigum frá- bæra stuðningsmenn út um allt land,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls sem er á toppn- um í körfuboltanum. »3 Sterkur kjarni og gott bakland „Staðan var svipuð í fyrra. Þá var allt í kaldakoli. Menn ósáttir við okkur í liðinu og við vorum á botninum með sjö stig en okkur tókst að snúa við taflinu eftir áramót og ná 12. sæti þegar upp var staðið,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, um gengi liðs síns, Berg- ischer, í Þýska- landi en það situr á botn- inum sem stendur. »4 Svipuð staða í fyrra og við snerum taflinu við Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Minjasafnið á Mánárbakka á Tjörnesi hefur vakið athygli sem og marg- vísleg söfnun og útskurður Aðalgeirs Egilssonar bónda, en því hefur minna verið haldið á lofti að hann hefur jafn- framt verið veðurathugunarmaður á staðnum í rúm 60 ár. Þegar Aðalgeir var 19 ára hafði Veðurstofan samband við föður hans og óskaði eftir því að hann tæki að sér veðurathugun á Mánárbakka. Áður höfðu Fiskifélagið og sjómenn frá Húsavík beðið um að fá veðurstöð á nesinu. „Svo fór að ég tók þetta að mér og ég hef sinnt veðurathuguninni frá upphafi,“ segir Aðalgeir. „Ég byrjaði 26. júní 1956 og þegar við byggðum nýbýlið 1961 fylgdi stöðin með mér þangað.“ Mikil binding Til að byrja með þurfti Aðalgeir að taka veðrið þrisvar til fjórum sinnum á sólarhring og sex sinnum, þegar mest var. „Það var svo þrisvar sinn- um á sólarhring síðasta árið, byrjaði laust fyrir klukkan sex á morgnana til klukkan sex á daginn, en lengi vel var þetta til klukkan tólf á kvöldin. Þetta var orðið viðráðanlegt þegar yfir lauk.“ Augljóst er að starfinu fylgir mikil viðvera. „Þetta er óskapleg binding og það gerir sér enginn grein fyrir því hvað ég var alltaf fastur við þetta all- an ársins hring,“ segir Aðalgeir, sem hætti formlega síðastliðinn þriðjudag. Samt segist hann ekki hafa hugsað um að hætta fyrr en nú. Hann segist aldrei hafa lent í vandræðum og ekki misst úr athugun. „Maður staulaðist þetta út hvernig sem viðraði.“ Vinnuumhverfið hefur nær ekkert breyst í 60 ár. Hitamælarnir hafa alla tíð verið í eins kössum og lesturinn farið fram með sama hætti. „En það var mikil breyting að fá tölvuna og geta sent upplýsingarnar rafrænt frekar en að liggja yfir símanum og koma efninu frá sér símleiðis. Það gat verið tafsamt.“ Veðurathugunin hefur verið ríkur partur í lífi Aðalgeirs. Hann segir að oft hafi verið gaman að fylgjast með veðrinu svart á hvítu. „Ég hugsaði um veðrið allan sólarhringinn enda þurfti ég að vita hvernig veðrið var á milli athugana. Oft var hringt og spurt um veðrið, ekki síst á árum áð- ur.“ Veðurathugunin er nú sjálfvirk. Aðalgeir segir það mikil viðbrigði að vera hættur, „en á maður ekki bara að gleðjast yfir því?“ spyr hann. Hann segist ekki kvíða verkefna- skorti. Minjasafnið taki sinn tíma sem og söfnunin, ekki síst kortasöfnunin. „Svo er ég í útskurði og öllum fjand- anum,“ segir Aðalgeir, sem hefur auk þess sinnt bústörfum alla tíð. Veðurathugunarmaður í 60 ár  Aðalgeir á Mán- árbakka snýr sér að áhugamálunum Morgunblaðið/Ófeigur Viðurkenning Árni Snorrason veðurstofustjóri afhendir Aðalgeir Egilssyni gjöf í tilefni tímamótanna í gær. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Útskurður Aðalgeir Egilsson hjá Mánadís sem hann skar út í rekaviðartré.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.