Morgunblaðið - 17.12.2016, Side 28

Morgunblaðið - 17.12.2016, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ SamskiptiBandaríkj-anna og Kína hafa ein- kennst af ákveð- inni óvissu síð- ustu ár. Viðleitni Obama Bandaríkjaforseta til þess að koma á viðskiptasamningi við flest ríki Asíu utan Kína hef- ur hvatt Kína til þess að keppa við Bandaríkin á við- skiptasviðinu. Þá hefur hinn mikli uppgangur Kínverja á hernaðarsviðinu orðið til þess að gefa þeim sjálfstraust til þess að „hnykla vöðvana“, ef svo má að orði komast, eink- um í Suður-Kínahafi þar sem margir bandamenn Banda- ríkjanna eru uggandi um sinn hag. Sambandi þessara tveggja af helstu stórveldum heims- ins hefur því farið frekar aft- ur en fram á stjórnartíð Obama, án þess þó endilega að hann beri einn ábyrgðina á því. Það veldur þó áhyggjum að þessi tvö kjarnorkuveldi eigi ekki í öruggari sam- skiptum en raunin er, þar sem auðvelt er að sjá fyrir sér aðstæður þar sem slái í brýnu á milli þeirra, með geigvænlegum afleiðingum fyrir bæði ríki, sem og Kyrra- hafssvæðið í heild. Það er í þessu laskaða um- hverfi, sem Obama skilur eft- ir sig, sem Donald Trump, væntanlegur eftirmaður hans á forsetastóli, hefur athafnað sig eins og stormsveipur. Við- skiptasamband Bandaríkj- anna við Kína var eitt af helstu kosningamálum Trumps, enda telur hann Bandaríkjamenn hafa borið þar skarðan hlut frá borði. Þá lét hann að því liggja að Kín- verjar væru að hagræða gjaldeyrisskráningu sinni til þess að styrkja stöðu sína enn frekar á kostnað Banda- ríkjanna. Af umfjöllun hans um þau mál varð fljótt ljóst, að Trump yrði Kínverjum ekki sérlega þægilegur í efna- hagsmálum. En svo gerðist það áður en Trump tekur við embætti að hann tók þá ákvörðun að svara símanum frá forseta Taívans þegar sá vildi óska honum til hamingju með kjörið og þá leyndi sér ekki að hann ætlaði ekki að sýna stjórnvöldum í Peking sömu tillitssemi og fyrirrenn- arar hans til nokkurra ára- tuga. Á yfirborðinu myndu ókunnugir ætla að slíkt væri varla tiltökumál, í ljósi þess hversu mjög Bandaríkin hafa stutt við bak- ið á eyjunni í gegnum tíðina, en málið er ekki svo einfalt. Bandaríkjamenn hafa ekki viljað viðurkenna Taívan, þar sem Kínverjar á meginland- inu líta svo á að Formósa, eins og eyjan var eitt sinn kölluð, sé einfaldlega eitt af héruðum hins stóra ríkis. Raunar var það svo til margra ára að Chiang Kai Shek og félagar hans sögðu einfaldlega til baka að meg- inland Kína væri hluti af þeirra ríki, sem hefði ein- ungis tímabundið fallið í rangar hendur. Með því að stíga þennan kurteisisdans hafa Bandarík- in getað átt tiltölulega náin samskipti við bæði Kína og Taívan. Fyrir Kínverja var símtalið því nánast á við kjaftshögg, sem erfitt er að fyrirgefa. Hafa sumir kín- verskir fjölmiðlar, sem gjarn- an segja bara það sem stjórn- völd í Peking vilja, farið að tala um það að hugsanlega sé ekkert í stöðunni annað en að Kína láti verða af marghót- aðri innrás í Taívan. Á móti hefur Trump látið í það skína að stefna Banda- ríkjanna í málefnum Taívans sé ekki heilög og að hugs- anlega megi nýta hana til þess að knýja Kínverja til þess að koma að borðinu í öðrum málum, eins og kjarn- orkumálum Norður-Kóreu. Kínverjar hafa hins vegar ítrekað að þeir taki alls ekki í mál að hróflað verði við stefn- unni í Taívans-málum, og að þau verði ekki notuð í hrossa- kaupum vegna annarra mála sem ríkin þurfa að útkljá. Segja má að í framferði Trumps síðustu daga og vik- ur hafi glitt í viðskiptamóg- úlinn, sem tekur sér stöður hér og þar og skiptir þeim út fyrir ávinning annars staðar eftir hentugleika. Viðbrögð Kínverja benda hins vegar eindregið til þess, að þó að taflborð viðskiptanna sé á yf- irborðinu áþekkt hinu stjórn- málalega taflborði, þá sé mik- ill munur á leikreglunum. Það er því óvíst hvort Trump nær þeim árangri sem hann vill, og raunar mjög ólíklegt að hann muni geta notað stöðu Taívans sem skipti- mynt í samskiptum sínum við Kínverja. Ræður naívismi eða viðskiptavit för hjá Trump?} Kínverjar bíta í skjaldarrendur Á næsta ári er gert ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs muni nema tæp- um 772 milljörðum króna. Þar af mun ríkið hafa ríflega 600 millj- arða í „tekjur“ í formi skatta, tæpan 91 milljarð í formi tryggingagjalds og tæpan 81 milljarð af fjárframlögum og öðrum tekjum, meðal annars vaxtatekjum og arð- greiðslum ríkisfyrirtækja. Þarna er um gríð- arlegar fjárhæðir að ræða og ljóst að tekjuöfl- unin hefur víða áhrif. En þrátt fyrir hina umfangsmiklu „tekju- öflun“ verður mörgum stjórnmálamönnum tíðrætt um að enn þurfi að slá í skattaklárinn og að enn eigi eftir að hleypa á skeið þegar kemur að innheimtunni. Það komi til af þeirri staðreynd að víðast hvar í opinberum rekstri kreppi skórinn svo mjög að ekki verði við það unað mikið lengur. Og það er ekkert verið að pukrast með þessa skoðun. Þannig skrifaði einn nýrra þingmanna VG grein í Frétta- blaðið fyrr í vikunni og sagði meðal annars: „Vinstri græn hafa ekki verið hrædd við að stinga upp á leiðum til að fjármagna samneysluna.“ Sá hinn sami telur að ekki verði hjá því komist að ráðast í stórtæka skattheimtu til viðbótar við þá sem ætlað er að skila milljörðunum 600 til að „efla heilbrigðiskerfið, menntakerfið, velferðarkerfið, til að byggja upp innviðina, til að framkvæma kosninga- loforðin“. Og sannarlega er þingmaðurinn nýi óhræddur. Í aðdraganda flokksvals, sem síðan skilaði honum þingsæti, mætti hann eins og marg- urinn í viðtal í dagblað nokkurt og gaf þar kjósendum tækifæri á að skyggnast inn í reynslubankann. Hverfðist viðtalið um þá staðreynd að frambjóðandinn væri á þeirri vegferð að lýsa sig gjaldþrota og að vegna þess alls upplifði hann bæði skömm og ósigur. Og ekki var það skárra þegar í ljós kom hvernig skuldirnar himinháu voru til komnar. Jú, viðkomandi hafði „starfað sjálfstætt við fræðimennsku, þýðingar og sitthvað fleira“. Skuldirnar voru komnar til vegna þess að við- komandi hafði trassað að standa í skilum með opinber gjöld, skatta! Og enn virðist skömmin naga þingmann- inn. Sá hinn sami og stóð ekki í skilum með það sem honum bar að gjalda keisaranum predikar nú yfir landsmönnum að Vinstri græn hafi ekki verið hrædd við að stinga upp á leiðum til að fjármagna samneysluna. Af þessu má því ráða að viðkomandi er fremur tilbúinn til að kalla á skattheimtu yfir fólki og fyrirtækjum, benda á leiðir til að fjármagna samneysl- una, en að standa sjálfur í skilum með það sem honum ber. Það má þó alltént þakka fyrir að þingfararkaupið rennur í gegnum launaskrá þingsins og staðgreiðslan er dregin af laununum áður en greitt er út. Þingfararkaupið og aðrar opinberar sporslur munu því ekki auka á skömm og ósigur þingmannsins. ses@mbl.is Pistill Af tekjuöflun og skilvísi Stefán Einar Stefánsson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íumsögn Áfengis- og tóbaks-verslunar ríkisins (ÁTVR) umfrumvarp til laga um ýmsarforsendur fjárlagafrumvarps 2017 er lögð til 69 prósenta hækkun á skatti á tóbak á hvert gramm neftób- aks og 55,2 prósent hækkun á skatti á hvert gramm „annars tóbaks“. Þannig leggur ÁTVR til eftirfarandi breytingu á 2. mgr. 9. gr. laga nr. 96/ 1995, um gjald af áfengi og tóbaki, að í stað fjárhæðarinnar 15,10 kr. í 2. tölul. kemur 25,53 kr. og í stað fjárhæðarinnar 16,45 kr. í 3. tölul. kemur: 25,53 kr. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri ÁTVR, segir umsögn- ina miða að samræmingu á tóbaks- gjaldi og auknu forvarnargildi. „Í núgildandi lögum ber nef- tóbak og „annað tóbak“ umtalsvert lægra tóbaksgjald en vindlingar. Tóbaksgjald á hvert gramm neftób- aks er því innan við 59% af tóbaks- gjaldi á hvert gramm vindlinga. Eins erum við að benda á að árið 2000 voru seld 10 tonn af neftóbaki en nú stefn- ir salan í 40 tonn.“ Lægri skattur, meiri sala Þvert á umsagnir og ábendingar samtaka á borð við Neytenda- samtökin og Félag atvinnurekenda segir Sigrún skattahækkun á áfengi ekki óeðlilega og vísar til umsagnar ÁTVR þar sem segir að þrátt fyrir boðaða skattahækkun sé hlutfall skatta af andvirði áfengis ekki komið í það sem upphaflega var lagt upp með þegar áfengisskatturinn var fyrst lagður á árið 1995. Þannig segir í umsögninni að á Íslandi sé áfengisneysla lítil miðað við helstu samanburðarlönd og staða Íslands þyki öfundsverð. Áfengis- neyslan er lítil vegna aðhaldssamrar stefnu stjórnvalda í áfengismálum. „Á árunum fyrir hrun var áfeng- isgjaldið ekki hækkað í samræmi við verðlagsþróun. Verð á áfengi fór þá lækkandi miðað við verðlag. Afleið- ingin var að salan á áfengi jókst veru- lega,“ segir í umsögninni. Hækkar húsnæðislánin Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir álögur á áfengi hafa náð sínu hámarki. „Í umsögn okkar til Efnahags- og viðskiptanefndar bendum við á að með umræddri hækkun á áfengis- gjaldi um 4,7 prósent hafa skattar á áfengi hækkað um 100 prósent á und- anförnum áratug,“ segir Ólafur og bendir jafnframt á að á sama tíma hafi vísitala neysluverðs hækkað um 40 prósent. „Þegar litið er til annarra landa í Evrópu er ljóst að áfengisgjöld eru með hæsta móti hér á landi og virðist ríkisvaldið taka til sín gríðarlega hátt hlutfall af útsöluverði áfengra drykkja. Þær geipilegu hækkanir sem hafa átt sér stað undanfarinn áratug koma til með að hafa áhrif á verðbólgu og valda hækkunum á vísi- tölu neysluverðs sem síðan veldur hækkunum á m.a. húsnæðislánum einstaklinga hér á landi. Það er því mat okkar í samtökunum að nóg sé komið af hækk- unum á áfengisgjaldi og að falla eigi frá um- ræddum hækkunum.“ Vert er að taka það fram að Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, sem skrifaður er fyrir umsögn ríkisfyrirtækisins, gaf ekki færi á viðtali vegna hennar. ÁTVR vill hækka skatt á neftóbaki Morgunblaðið/Heiddi Vín Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur að hækka þurfi skatt enn frekar á tóbaki en salan í ár stefnir í 40 tonn, að sögn fyrirtækisins. „Þróunin sem ÁTVR lýsir í sinni umsögn varðandi bæði áfengis- og tóbaksneyslu sýnir að neyslu- stýring með sköttum virkar ekki. Þann slag á að taka með for- vörnum og fræðslu,“ segir Ólaf- ur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda. Spurður um tillögu ÁTVR um enn frekari skattahækkun á tób- aki segist Ólafur eiginlega vera orðlaus. Verslun á borð við ÁTVR eigi að treysta löggjafanum, ekki óska eftir enn frekari skattahæk- unum. „Það er eitthvað öfugsnúið að verslun sem afhentur er einka- réttur á áfengi og tóbaki hafi áhyggur af því að vera að selja of mikið. Við verðum að hafa það í huga að hér er um löglegar vörur að ræða.“ Skattar léleg neyslustýring FORVARNIR Í STAÐ SKATTA Ólafur Stephensen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.