Morgunblaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
40 ára
Stýrðu birtunni heima hjá þér
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga
Þegar ég var í námi í Winnipeg 1981-2 fann Haraldur Bessasoníslenskuprófessor styrk handa mér til að fara um Nýja Ís-land og fá fólk til að segja frá atvinnuháttum og heimilislífitil að kanna hvernig íslenskum orðaforða hefði vegnað í
Vesturheimi. Þarna töluðu mörg ágæta íslensku á vissum sviðum en
þegar kom út fyrir fjölskylduaðstæður og sveitaveruleika 19. aldar
gripu flest til tökuorða úr ensku. Engin höfðu formlega menntun í ís-
lensku og fá höfðu notið bókmennta á „gamla málinu“. Mörg vissu þó
að á meðal þeirra hefði verið stórskáld, Stephan G. Stephanson, en
töldu erfitt að lesa hann; höfðu jafnvel spurt Íslendinga af Íslandi
hvort þeir gætu lesið hann og þeir svarað neitandi. Ég hugsaði með
mér að líklega læsu fáir Ís-
lendingar góðskáld frá fyrri
tíð yfirleitt því að venjulegir
grunnskólagengnir Íslend-
ingar gætu varla átt í erf-
iðleikum með að lesa Steph-
an G. ef þeir gæfu sig að því
á annað borð. Ég skildi hins
vegar að Vesturíslendinga gæti rekið í vörðurnar yfir því sem Káinn
orti um hjá skáldbróður sínum: „yrkir myrkt og stundum stirt /
Stephan G. í Kringlunne“.
Nú er komið á daginn að við lok grunnskóla eiga mörg íslensk
skólabörn erfitt með að skilja ritað mál. Fróðlegt væri að vita hvort
þeim gengi betur við kvæði Stephans G. en klúðurslegt orðalag á Pisa-
prófi. Viðbrögð við niðurstöðum um lesskilning hafa verið allt frá því
að efast um hæfi dómarans (sem er alsiða) til þess að efast um hæfi
barnanna (sjaldgæfara). Flest hafa orð á því að nú til dags sé lítils
metið að vera doktor og menntamaður, léleg kjör kennara þykja til
marks um forgangsröðun samfélagsins um leið og sífellt meiri ábyrgð
á uppeldi, umönnun og heilsugæslu er hlaðið á skólana sem mega þá
kannski ekki vera að því, frekar en foreldrar, að láta börn lesa tor-
ræða texta. Það er ærið verkefni að halda utan um hópinn, sjá um að
öll fái að njóta sín á eigin forsendum og að engin verði útundan í ein-
elti og fari í hundana – eins og þótti ekki tiltökumál fyrir nokkrum
áratugum.
Alkunna er að málþroski og lesskilningur eflist ekki nema börn noti
málið, heyri það talað og þjálfist við að skrifa og lesa ögn erfiðari texta
en þau ráða við áreynslulaust. Um slíka heilaþjálfun gildir sama lög-
mál og í líkamsrækt (sem er mikils metin). Stundum finnst manni eins
og þetta grundvallaratriði hafi gleymst þegar hætt var að velja hæfi-
lega erfiða bókmenntatexta af bestu gerð handa grunnskólabörnum
og í staðinn farið að láta þau lesa ólistræna, óáhugavekjandi og ein-
faldaða en þó lítt stytta umritun Laxdælu, sem fletur söguna út líkt og
það sé mest um vert að læra söguþráðinn utanað án þess að örva þá
nautn sem felst í lestri góðri bókmennta; að læra að njóta þess hvern-
ig eitthvað er sagt en ekki hvað er sagt. Ekki ólíkt því að taka skoppið
úr boltanum og senda börnin svo út að leika sér með hann.
Dómarinn og
böðull hans
Tungutak
Gísli Sigurðsson
Er til frjáls markaður á Íslandi? Hefur hann ein-hvern tíma verið til? Við búum á eyju norður íhöfum, fjarri öðrum mannabyggðum. Við eig-um allt undir innflytjendum sem flytja inn
vörur eða framleiðendum sem framleiða vörur. Ef við er-
um óánægð með verðlag getum við ekki gert það sama og
þeir geta sem búa á Skáni og keyrt yfir brúna til Dan-
merkur eða þeir sem búa á Suður-Jótlandi og keyra yfir
til Þýzkalands tvisvar í viku til að kaupa í matinn.
Við höfum áratuga reynslu af því, að það er nánast
engin samkeppni í sölu á benzíni og olíu. Það sama á við
um tryggingastarfsemi eða bankastarfsemi. Áratugum
saman átti það við um flugsamgöngur bæði innanlands
og milli landa, þótt breyting hafi orðið á því á allra síð-
ustu árum eftir því sem flugfélögum hefur fjölgað sem
fljúga hingað.
Í raun hafa neytendur á Íslandi verið í „klóm“ verzl-
unar- og þjónustufyrirtækja. Aftur og aftur upplifa neyt-
endur það að lækki heimsmarkaðsverð á olíu lækkar það
hægt hér en hækkun skilar sér fljótt. Það sama hefur
verið að gerast á undanförnum mánuðum og misserum
vegna styrkingar á gengi krónunnar. Lækkun sem ætti
að skila sér í vöruverði skilar sér hægt.
Talsmenn verzlunarinnar hafa alltaf
mótmælt staðhæfingum af þessu tagi, telja
þær ósanngjarnar og ekki taka tillit til
þess að þeir kunni t.d. að liggja með óseld-
ar birgðir sem keyptar hafa verið til lands-
ins á hærra verði. Það eru röksemdir sem
áreiðanlega eiga við að hluta til.
Sú staðreynd að „frjáls markaður“ er í
raun mjög takmarkaður hér á Íslandi,
fyrst og fremst vegna legu landsins, veldur
því að málflutningur þeirra sem boða
frjálsa samkeppni og markaðslausnir er stundum svolítið
holur að innan. Nú er t.d. verið að boða „markaðslausnir“
í sjávarútvegsmálum. En er í raun nokkur frjáls mark-
aður með fisk á Íslandi? Það eru örfá fyrirtæki sem ráða
þeim markaði – og þá er hann tæpast frjáls.
Nú kann þetta hins vegar að breytast. Sl. mið-
vikudagsmorgun var haldinn stórmerkilegur fundur á
vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga, þar sem fram
fóru nánast einstæðar umræður um þessi mál, miðað við
frásögn mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, af þeim.
Á fundinum hafði framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi,
Þórarinn Ævarsson, framsögu og talaði á annan veg en
nokkur maður hefur áður talað í þau u.þ.b. 65 ár sem
greinarhöfundur hefur fylgzt með slíkum umræðum.
Þórarinn benti réttilega á smæð íslenzka markaðarins
og áhrif þess á verðlag. Nú kann það að vísu að vera að
breytast með þeim mikla fjölda ferðamanna sem hingað
koma. En það voru ummæli Þórarins Ævarssonar um
hlutskipti hins íslenzka neytanda sem eru þess verð að
þeim verði veitt athygli.
Hann sagði íslenzka kaupmenn nýta sér „fákeppni
blygðunarlaust“ og sagði „neytandann lúbarinn“.
Í frásögn Auðar Albertsdóttur blaðamanns af fund-
inum á mbl.is segir:
„Kallaði hann það hneyksli að fatnaður hefði ekki
lækkað meira síðan vörugjöld voru lögð niður um síðustu
áramót og að bílaumboð hefðu ekki lækkað verð. „Þarna
er verið að vinna gegn neytandanum eins og alltaf,“ sagði
Þórarinn. „Það er hneyksli að borga 300 krónur fyrir ½
lítra kókflösku í N1, sem kostar 50 krónur í innkaupum.“
Sagði Þórarinn að klókir neytendur væru farnir að
„kjósa með fótunum“, þ.e. að verzla meira á netinu og er-
lendis, flytja inn bíla sjálfir og nesta sig upp fyrir lang-
ferðir, þar sem „benzínstöðvar og greiðasölur níðast á al-
menningi“.“
Síðar í ræðu sinni sagði Þórarinn Ævarsson:
„Í þessu samhengi held ég að öllum sé hollt að dvelja
við þá staðreynd að fólk er ekki fífl. Fólk hugsar og það
man og það bregst við.“
Þetta er hressandi hugvekja úr óvæntri átt, sem skyn-
samlegt er fyrir alla aðila að taka mark
á, bæði kaupmenn og aðra seljendur
vöru og þjónustu og líka þá sem fjalla
um þessi málefni á öðrum vettvangi, svo
sem stjórnmálamenn sem tala frjálslega
um markaðslausnir á hinu og þessu þar
sem enginn raunverulegur markaður er
til. Það eru vísbendingar um að neyt-
endur á Íslandi séu að byrja að vakna til
vitundar um mátt sinn.
Það er svo annar þáttur þessa máls
sem er umhugsunarefni. Hvernig stendur á því að tals-
menn hins frjálsa markaðar hafa ótrúlega sjaldan tekið
upp hanzkann fyrir neytendur þegar augljóst hefur verið
að raunveruleg einokun hefur ráðið för og er þá átt við
einkarekna einokun.
Fyrir u.þ.b. þremur áratugum var Morgunblaðið tölu-
vert með hugann við einokun í millilandaflugi á milli Ís-
lands og annarra landa og vildi heldur ýta undir smá-
vægilega samkeppni, sem þá var gerð tilraun til að halda
uppi. Bréfaskipti forráðamanna Flugleiða og ritstjóra
blaðsins á þeim tíma segja mikla sögu um ástand hins
„frjálsa markaðar“ á Íslandi. Örlög skipafélagsins Bif-
rastar, sem um skeið gerði tilraun til að halda uppi sam-
keppni á Ameríkuleiðinni við Eimskipafélagið, voru
dæmigerð fyrir hlutskipti þeirra sem vildu halda uppi
frjálsri samkeppni á Íslandi.
Það er hins vegar gott fyrir verzlunina að þessi gagn-
rýni skuli koma úr hennar eigin röðum. Það er líklegra til
að stuðla að viðhorfsbreytingu innan hennar en gagnrýni
sem kemur utan frá. Þá er auðvitað ljóst að þótt við get-
um ekki skroppið yfir landamæri eins og Danir og Svíar
og fleiri þjóðir hefur netverzlun að hluta til dregið úr því
takmarkaða svigrúmi sem íslenzkir neytendur hafa haft.
Og hún á eftir að aukast að óbreyttu.
Hvar er hinn „frjálsi
markaður“ á Íslandi?
Ummæli Þórarins
Ævarssonar, fram-
kvæmdastjóra
ÍKEA, hljóta að
vekja þjóðarathygli.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Mánudaginn 20. apríl 1942 fluttiGylfi Þ. Gíslason hagfræði-
dósent erindi um daginn og veginn
í útvarpið. Þar varð hann fyrstur
manna til að andmæla fyrirætl-
unum um að slíta sambandinu við
Dani og stofna lýðveldi án þess
samráðs, sem gert hafði verið ráð
fyrir í sambandslagasáttmálanum
frá 1918. Bjarni Benediktsson
lagaprófessor hafði sett fram þá
kenningu, að Íslendingum væri
heimilt að segja sáttmálanum upp
einhliða vegna vanefnda Dana, en
þær leiddi af hernámi Danmerkur.
Bjarni og aðrir forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins töldu varasamt að
bíða til stríðsloka eftir því að lýsa
yfir fullu sjálfstæði, því að óvíst
væri, hvernig Danmörk yrði þá
sett. Gylfi taldi hins vegar ódrengi-
legt að koma á þennan hátt fram
við vinaþjóð. Rétt væri að bíða til
stríðsloka. Varð hann einn af leið-
togum lögskilnaðarhreyfingarinnar
svonefndu. Sú leið var valin að
fresta sambandsslitunum um tvö ár
sem kunnugt er.
Menn geta ýmist ræktað vináttu
við Dani í orði eða verki. Hvernig
tókst það í verki? Þegar sam-
bandslagasáttmálinn var gerður
1918, lagði Danastjórn fram tvær
milljónir króna til eflingar vináttu
Dana og Íslendinga. Helmingur
fjárins rann í danskan sjóð og
helmingur í Sáttmálasjóð, sem fal-
inn var Háskóla Íslands til varð-
veislu. Gekk misjafnlega að ávaxta
hann. Árið 1947 stofnuðu starfs-
menn Háskólans byggingarsam-
vinnufélag, og reistu Gylfi Þ. Gísla-
son og fleiri prófessorar sér bústaði
við Aragötu og Oddagötu. Sátt-
málasjóður keypti skuldabréf af
byggingarsamvinnufélaginu, sem
gat fyrir vikið lánað félögum sínum
verulegan hluta byggingarkostn-
aðarins, um 46% (samkvæmt at-
hugasemd í Alþýðublaðinu 25. sept-
ember 1976). Líklega er einbýlishús
á þessum stað nú um 100 milljón
króna virði, svo að slíkt lán hefur
verið um 46 milljónir að núvirði. En
í verðbólgunni minnkaði hið óverð-
tryggða lán auðvitað að verðgildi:
Sáttmálasjóður tapaði, en Gylfi Þ.
Gíslason og félagar hans græddu.
Prófessorarnir gerðu ekkert
ólöglegt eða ósiðlegt, þegar þeir
lánuðu sjálfum sér úr Sáttmálasjóði
og létu síðan verðbólguna um að
minnka lánin (og sjóðinn). Hefðu
þeir ekki gert það, þá hefði sjóð-
urinn líklega tæmst á einhvern
annan hátt við þær aðstæður, sem
þá voru á Íslandi (en hann hefur
síðan verið endurreistur). En er
þetta ekki enn eitt dæmið um grá-
glettni sögunnar?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Danavinátta
í orði og verki
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS