Morgunblaðið - 17.12.2016, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016
✝ Ragnar Eng-ilbertsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 15.
maí 1924. Hann
andaðist á Hraun-
búðum 6. desem-
ber 2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Eng-
ilbert Gíslason,
fæddur á Tang-
anum í Vestmann-
eyjum 12.10. 1877, dáinn 7.12.
1971, og kona hans Guðrún
Berta Guðrún, f. 25.4. 1926, d.
23.12. 2013
Ragnar var ókvæntur og
barnlaus.
Ragnar lærði málaraiðn hjá
föður sínum og vann lengst af
við þá iðn með föður sínum og
Gísla bróður sínum ásamt því
að reka málningarvöruverslun
í Vestmannaeyjum árum sam-
an. Ragnar nam einnig í Hand-
íða- og myndlistaskólanum ár-
in 1943-1945 og síðar á Konge-
lig Kunstakademi í Kaup-
mannahöfn árin 1948-1951.
Ragnar var félagi í Oddfellow-
stúkunni nr. 4 Herjólfi í Vest-
mannaeyjum til margra ára.
Útför Ragnars verður gerð
frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum í dag, 17. desember
2016, klukkan 11.
Sigurðardóttir,
fædd á Borg á
Mýrum í Austur
Skaftafellssýslu
18.8. 1886, dáin
7.5. 1965. Eng-
ilbert og Guðrún
eignuðust sjö
börn. Þrír synir
þeirra létust í
bernsku en á legg
komust, auk Ragn-
ars, Gísli, f. 28.4.
1919, d. 2.3. 2002, Ásta, f.
15.6. 1922, d. 21.12. 2006,
Í dag kveðjum við elskulegan
afabróður okkar. Raggi frændi
hefur alltaf verið stór partur af lífi
okkar systra.
Hann var okkar auka-afi. Var
hann nánast daglegur gestur
heima hjá okkur meðan við bjugg-
um í Eyjum.
Raggi færði okkur oft skemmti-
legar gjafir. Minnisstætt er að
jólagjafir frá Ragga voru oft gátu-
eða þrautabækur sem við gátum
skemmt öðrum fjölskyldumeðlim-
um með. Oftast missti Raggi þó af
fjörinu því hann fór gjarnan til
Kaupmannahafnar um jólin.
Okkar fyrsta alvöruvinna var í
Verslun Gísla og Ragnars, með
Ragga frænda. Vorum við nokkuð
kræfar í rukkunarstörfunum og
þó að við værum bara smástelpur
borguðu okkur allir. Raggi
skemmti sér oft mikið yfir okkur.
Á þessum árum var tekinn
langur matartími, verslanir voru
lokaðar milli kl. 12 og 14. Þá var
oft farið í bíltúr. Raggi var að
margra mati frekar slæmur bíl-
stjóri og þótti okkur því nokkuð
glæfralegt að fara með honum upp
á hraun. Hvað þá að fara út í
Höfða. En alltaf vorum við til í að
fara með honum því að við sótt-
umst eftir félagsskap hans.
Raggi var hlédrægur en sam-
bandið við fjölskylduna ræktaði
hann vel. Hann var mjög flinkur
listmálari en hafði ekki áhuga á
frægð og frama. Hann hélt þó
stundum málverkasýningar
heima í Eyjum og seldi vel. Síð-
ustu árin var Raggi á Hraunbúð-
um og undi sér vel þó að honum
fyndist aðstaðan til listsköpunar
ekki góð. Meðan hann hafði heilsu
til fór hann heim á Hilmisgötuna
og málaði. Raggi átti langa og
góða ævi og verður hans sárt
saknað.
Ólöf og Elín Engilbertsdætur.
Fallinn er frá elskulegur
frændi, Ragnar Engilbertsson, og
verður hans sárt saknað.
Hann var okkur alltaf mjög
góður, eins og afi okkar. Það var
alltaf tilhlökkun að fá hann í heim-
sókn og þegar við bjuggum í Eyj-
um kom hann næstum daglega til
okkar.
Þegar við systur, ég og Ragna,
vorum í heimsókn hjá ömmu og
afa á sumrin eftir að við fluttum
bauð hann okkur stundum í ísbíl-
túr.
Það voru ævintýraferðir sem
byrjuðu á því að Raggi var að
borða ís, keyra bílinn og setja á sig
beltið, allt í einu, en svona var
þetta bara.
Elsku frændi, nú ertu kominn á
nýjan og betri stað þar sem ég veit
að verður vel tekið á móti þér.
Blessuð sé minning þín.
Kristín Engilbertsdóttir.
Í dag kveð ég með hlýju og
söknuði ástkæran frænda minn,
Ragnar Engilbertsson. Í daglegu
tali var hann Raggi frændi og skip-
aði hann stóran sess í lífi fjölskyld-
unnar enda Raggi fastur gestur á
heimili ömmu og afa. Margar eru
góðar og ógleymanlegar minning-
arnar úr æsku með Ragga frænda.
En hann var húmoristi mikill, hlé-
drægur og hálf feiminn, frábær
listamaður en hreint hörmulegur
bílstjóri. En það stoppaði hann
ekki við að fara með okkur frænd-
systkinin í bíltúra hring eftir hring
um Heimaey.
Það er mér mikill heiður í
hjarta að hafa fengið að bera sama
nafn og þú. Ég þakka þér fyrir
þær fallegu, skemmtilegu og hlýju
minningar sem þú hefur skapað
með mér í gegnum tíðina og kveð
þig með eftirfarandi orðum, elsku
besti Raggi minn.
Hún rís úr sumarsænum
í silkimjúkum blænum
með fjöll í feldi grænum,
mín fagra Heimaey.
Við lífsins fögnuð fundum
á fyrstu bernskustundum,
er sólin hló á sundum
og sigldu himinfley.
Hér reri hann afi á árabát
og undi sér best á sjó,
en amma hafði á öldunni gát
og aflann úr fjörunni dró.
Er vindur lék í voðum
og vængir lyftu gnoðum,
þeir þutu beint hjá boðum
á blíðvinafund.
Og enn þeir fiskinn fanga
við Flúðir, Svið og Dranga,
þótt stormur strjúki vanga,
það stælir karlmanns lund.
Og allt var skini skartað
og skjól við móðurhjartað,
hér leið mín bernskan bjarta
við bjargfuglaklið.
Er vorið lagði að landi,
var líf í fjörusandi,
þá ríkti unaðsandi
í ætt við bárunið.
Þegar í fjarskann mig báturinn ber
og boðinn úr djúpi rís.
Eyjan mín kæra, ég óska hjá þér
að eigi ég faðmlögin vís.
Þótt löngum beri af leiðum
á lífsins vegi breiðum,
Þá finnst á fornum eiðum
margt falið hjartamein.
En okkar æskufuna
við ættum þó að muna
á meðan öldur una
í ást við fjörustein.
(Ási í Bæ)
Ragna Engilbertsdóttir
og fjölskylda.
Raggi frændi kom í heiminn á
heimili ömmu og afa á Hilmisgötu
3 í Eyjum.
Frá fyrstu stundu var hann
prúður, hógvær og glaðsinna,
hann var einstaklega góður föður-
bróðir og ekki síður frændi dætra
minna.
Ungur að árum nam hann
húsamálun hjá föður sínum en
löngu var þá orðið ljóst að Raggi
var drátthagur vel og hafði afar
góða færni í meðferð lita.
Hann var 19 ára þegar hann
hélt til náms við Handíða- og
myndlistarskólann í Reykjavík á
árunum 1943-1945.
Hann starfaði með bróður sín-
um Gísla, er þá hafði mörg verk-
efni á Selfossi og víða í Árnes-
sýslu. Má þar nefna stórverkefnið
að mála nýja Ölfusárbrú, en marg-
ir vaskir Eyjamenn komu að því
verki.
Þótt aðalsmerki Ragga væri
hógværð og prúðmennska skorti
hann aldrei orðheppnina eða
hnyttin tilsvör þegar við átti.
Eyjarnar og hin mikilfenglega
náttúra var hans heimur þótt
hann hafi auðvitað fylgst með
störfum listamanna íslenskra og
erlendra á ferðum sínum og þá
helst til Danmerkur.
Hef ég fyrir satt að Raggi væri
heimsfrægari listamaður ef list
hans hefði náð augum heimsins
fyrr, en metnaður hans stóð ekki
til frægðar, heldur aðeins að sinna
listinni á sinn einlæga hátt. Ungur
maður afgreiddi hann í Vöruhúsi
Einars Sigurðssonar – ríka.
Á þeim árum var vöruvalið af
skornum skammti og þegar kom
að jólaútstillingu í matavörunni
lagaði hann forláta tertu úr skyri
og tómatsósu og setti í glugga
búðarinnar. Morguninn eftir var
ös við dyrnar því allir vildu kaupa
svona tertu, en hún var ekki föl
enda sú eina sem til var og raunar
óæt.
Raggi var flinkari við flest ann-
að en aka bíl, en það lærðist þó
með árunum. Á Selfossárunum
drifu Eyjapeyjar í að læra á bíl og
þegar kom að prófinu lét prófdóm-
arinn Ragga aðeins bakka bílnum,
því kennarinn hafði tekið eftir því
að það lánaðist Ragga best af öllu.
Það gekk eftir og prófskírteinið
afhent með láði.
En svo kom stóra kallið allt í
einu, hann hafði fengið inni hjá
Kongelig Kunstakademi í Kaup-
mannahöfn þar sem hann nam á
árunum 1948-1951. Skólafélagar
sem síðar urðu þekktir af list sinni
voru Hrólfur Sigurðsson, Pétur
Friðrik Sigurðsson og Einar G.
Baldvinsson, sem allir eru látnir.
Heyrt hef ég að ofangreindum
skólabræðrum hafi borist til eyrna
frá prófessor þeirra að engan hafi
hann vitað flinkari með akvarell
transparent liti en Ragga. Þetta
hef ég oft sannreynt er listspek-
ingar hafa litið augum akvarellur
eftir Ragga við mína nærveru.
Sama er að segja um álit þeirra á
olíu- og akrýlverkum hans. Oftar
en ekki fylgdi spurningin: „Hvar í
veröldinni elur þessi snillingur
manninn?“
Eftir Kaupmannahafnardvöl-
ina lá leiðin aftur heim til Eyja þar
sem lifibrauðið varð húsamálum í
félagi við bróður sinn Gísla og afa
Engilbert auk reksturs málning-
arbúðar Gísla og Ragnars áratug-
um saman. Alla tíð bjó hann á
Hilmisgötu 3, þar til fyrir nokkr-
um árum að hann fluttist á Hraun-
búðir þar sem hann naut góðs að-
búnaðar og hlýju sem vert er að
þakka.
Langri og farsælli ævi er nú
lokið. Ég og fjölskylda mín
kveðjum með söknuði en jafn-
framt þakklæti fyrir að vera
hluti af lífi okkar – góða ferð,
kæri frændi.
Engilbert Gíslason
og fjölskylda.
Ragnar
Engilbertsson
Mig undirritaðan
langar að minnast
vinar míns Rikka eins og hann
var alltaf kallaður, en hann
hefði orðið 70 ára hinn 18. des-
ember ef honum hefði enst líf.
Hann er ekki alltaf sanngjarn
þessi heimur, það er langur veg-
ur frá. Djúp vinátta er dýrmæt-
ust þeirra gjafa sem jarðlífið
færir okkur, og þar var Rikki
fremstur í flokki. Hann bar
óendanlega umhyggju fyrir vin-
um sínum, alltaf var hægt að
leita til hans með alla hluti, en
hann krafðist einskis fyrir sjálf-
an sig, það var ekki í orðabók
hans.
Hann hafði yndi af að leiða
Ríkharð H. Hördal
✝ Ríkharð H. Hör-dal fæddist í
Lundar í Manitoba
18. desember 1946.
Hann lést í Helsinki
í Finnlandi 19. mars
2001 og fór útför
hans fram frá Dóm-
kirkjunni 2. apríl
2001.
saman fólk af öll-
um gerðum og
stærðum. Hann
braut niður landa-
mæri og gerði líf
okkar ríkara og
betra. Menning og
listir voru hans ær
og kýr. Það sem
Rikki tók sér fyrir
hendur lánaðist yf-
irleitt mjög vel.
Mér líður ekki úr
minni þótt ég yrði 100 ára, þeg-
ar hann lánaði mér húsið sitt er
ég átti 50 ára afmæli. Þetta hús
var fullt af listaverkum. Stór
flygill, sem kom sér nú aldeilis
vel fyrir tónlistarfólkið sem
kom til að heiðra mig á þessum
tímamótum. Upp frá því hef ég
dáð þennan mann lífs og liðinn.
Minning þín er mér ei gleymd,
mína sál þú gladdir.
Innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Kveðja,
Jón Kr. Ólafsson, söngvari.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýjan hug og stuðning við andlát
og útför elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa, langafa og bróður,
AUÐUNS S. HINRIKSSONAR.
.
Helga Halldórsdóttir,
Margrét Auðunsdóttir, Birgir Haraldsson,
Skúli Sigurðsson,
Hinrik Auðunsson, Nuanchan Phiatchan,
Hulda Karen Auðunsdóttir, Ríkharður Traustason,
Auðunn S. Auðunsson, Gerður Marísdóttir,
Guðrún Hinriksdóttir, Haukur Hannesson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ARNDÍSAR GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Bíldudal,
hjúkrunarheimilinu Eiri,
áður Brautarlandi 6, Reykjavík,
sem lést 14. nóvember. Innilegar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir einstaka umönnun liðinna ára.
.
Guðjón Magnús Jónsson, Sigríður Þorláksdóttir,
Margrét Katrín Jónsdóttir,
Hrönn Guðjónsdóttir,
Magnea Ólöf Guðjónsdóttir, Halldór Kj. Björnsson,
Arndís Guðjónsdóttir, Kristján Már Atlason,
Jón Þór Guðjónsson, Eva Björg Torfadóttir,
Hrafn Eyjólfsson, María Tómasdóttir,
Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Halldór Ingi Hákonarson,
Jón Örn Eyjólfsson, Særós Stefánsdóttir
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna frálls okkar ástkæra
KRISTBJÖRNS ÆGISSONAR
sem lést 13. nóvember síðastliðinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Jenný Ásgeirsdóttir
og Sólrún Líf Kristbjörnsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegrar móður okkar og
tengdamóður,
SONJU VALDEMARSDÓTTUR
verslunarkonu,
Sóleyjarima 7
(áður Lindargötu 30).
Hjartans þakkir til starfsfólks Eirar hjúkrunarheimilis sem
annaðist hana af einstökum kærleika.
.
Kristín Erlingsdóttir,
Valgerður Kummer, Magnús S. Ármannsson,
Ragnar Kummer, Þóra Björk Sigurþórsdóttir,
Dagný Erlingsdóttir, Ágúst J. Guðmundsson,
Sonja Erlingsdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR GUNNARSSON
stýrimaður,
Arnarhrauni 3, Hafnarfirði,
andaðist fimmtudaginn 8. desember á
Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans
fór fram í kyrrþey að ósk hins látna, frá kapellunni í
Hafnarfjarðarkirkjugarði, 16. desember. Bestu þakkir fyrir
auðsýnda samúð.
.
Ólöf Elín Lind Sigurðardóttir, Karl Pálsson,
Magnús Sigurðsson, Sigríður Lárusdóttir,
Erlendur Halldór Durante, Þórey Ólöf Þorgilsdóttir
og barnabarnabörn.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann