Morgunblaðið - 19.12.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.12.2016, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 9. D E S E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  297. tölublað  104. árgangur  dagar til jóla 5 Bjúgnakrækir kemur í kvöld www.jolamjolk.is ENN EITT GULLIÐ TIL ÞÓRIS OG NORSKA LIÐSINS LESANDINN ER SJÁLF SÖGUHETJAN UNGUR STÍLISTI Á UPPLEIÐ Í TÍSKUHEIMINUM ÆVAR VÍSINDAMAÐUR 32 LILJA HRÖNN 12ÍÞRÓTTIR Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Íslensk verslun væri ekki betur stödd með inngöngu í Evrópusam- bandið,“ segir Ágúst Þór Eiríks- son, forstjóri Icewear, en í um- ræðu um ESB er gjarnan vísað til ódýrari verslunar og þjónustu. „Ísland er eina vestræna landið með fríverslunarsamning við Kína, sem gerir okkur mögulegt að kaupa og framleiða vörur í Kína og flytja þær inn tollfrjálst,“ segir Ágúst. Innganga í Evrópusambandið hefði það í för með sér að fríversl- unarsamningur Íslands og Kína myndi falla úr gildi, en það segir Ágúst að myndi skekkja sam- keppnisstöðu verslana sem selji vörur til ferðamanna. „Það skekkir samkeppnisstöðu okkar gagnvart erlendum verslunum ef við göng- um í ESB. Innkaupsverðið myndi hækka um tæp 20 prósent við inn- göngu og „tax free“ yrði ekki leng- ur virkt gagnvart Evrópu.“ Styrking krónunnar Spurður hvort styrking íslensku krónunnar hafi slæm áhrif á sölu til ferðamanna segir Ágúst að styrkingin lækki fyrst og fremst verð til íslenskra neytenda. „Með styrkingu krónunnar verður enn ódýrara fyrir okkur að kaupa vörur og láta framleiða vörur fyrir okkur utan Íslands. Það skilar sér í lægra verði fyrir bæði ferðamenn og íslenska neytendur.“ Helst er að innlend framleiðsla verði dýrari, en Icewear framleiðir allan ullarfatnað sinn hér á landi. „Við erum með hátt í 30 manns í vinnu hjá okkur að framleiða ullar- vörur. Það er helst þar sem verð gæti hækkað fyrir erlenda ferða- menn en engu að síður erum við með mjög samkeppnishæft verð,“ segir Ágúst. Fríverslun skilar meiru en tollar  Innganga í Evrópusambandið myndi hækka verð á útivistarfatnaði og veikja sam- keppnisstöðu  Úlpur og annar fatnaður framleiddur í Kína fluttur inn tollfrjálst Morgunblaðið/Ómar Verslun Barátta um viðskipti ferða- manna er alþjóðleg. Landakirkja í Vestmannaeyjum var setin til þrengsla í gærmorgun þegar þar var haldin barnamessa á fjórða sunnudegi í aðventu. Börn settust á kirkjugólfið til að fá sæti og- úr Austurlöndum og sáu Jesúbarnið í jötu, eins og Matteus greinir frá í guðspjalli sínu. Jólaundirbúningurinn setur svip á sam- félagið um allt land þessa dagana. »6 nutu vel þess sem fram fór. Skrautlega búin börn, sum með kórónur og önnur með hirðisstafi, sýndu helgileik um það þegar vitringarnir fylgdu leiðsögn stjörnu alla leið Hirðar, englar og vitringar í Vestmannaeyjum Húsfyllir á barnamessu í Landakirkju þar sem börn úr 5. bekk sýndu helgileik Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Efnahagslífið hefur tekið við sér á síðustu árum og má sjá það á fækkun umsókna til hjálparsamtaka, að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa og umsjónarmanns innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. „Fólki sem leitar til okkar er að fækka. Við skráum alla sem sækja um aðstoð, bæði ástæðu um- sóknar og hvaðan hún kemur. Þannig sjáum við t.d. að fækkað hefur verulega skráningum fólks af Suð- urnesjum og almennt um landið.“ Eins hefur nýjum umsóknum fækkað mikið, en 2009 og 2010 var önnur hver umsókn ný. „Við sjáum síður ný andlit og það segir manni að ástandið er að lagast,“ segir Vilborg. Rýmka skilyrði um jólin Hópurinn sem sækir sér aðstoð alla jafna er lág- tekjufólk og barnmargar fjölskyldur. Í desember bætist í hópinn, en þá dregur kirkjan úr skilyrðum til aðstoðar. Fatagjöfum hefur fjölgað og til Hjálparstarfsins leita í auknum mæli hælisleitendur og flóttamenn. „Í lok nóvember og byrjun desember kom töluverð- ur fjöldi til okkar í fatagjöfina og þar af voru flestir af erlendum uppruna, hælisleitendur í leit að hlýj- um fötum.“ Útlendingastofnun sér hælisleitendum fyrir bæði húsnæði og fæði en Vilborg segir marga ekki gera sér grein fyrir kuldanum hér og þá grípi Hjálpar- starf kirkjunnar inn í og útvegi hlý og góð föt. Þeim fækkar sem sækja um aðstoð  Hælisleitendur fá föt hjá Hjálparstarfinu Tillögu endurskoðendaráðs að svipta Guðmund Jóelsson, löggiltan endurskoðanda í rúmlega 40 ár, réttindum sínum var hafnað í annað sinn af iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu með til- vísun í meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Guðmundur hefur átt í deilum við ráðið vegna ólögfestra alþjóðaskilmála, sem hann tel- ur að ekki eigi að byggja gæðaeftirlit á. »20 Tillögum endurskoðenda- ráðs hafnað í annað sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.