Morgunblaðið - 19.12.2016, Page 8

Morgunblaðið - 19.12.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 HUMAR Sogavegi 3 Höfðabakka 1 Sími 555 2800 HUMARSÚPA FISKIKÓNGSINS SKELFLETTUR HUMAR HUMAR HUMAR 3.900 kr.kg 4.900 kr.kg Stærð 30/40 Stærð 24/30 HUMAR 5.900 kr.kg Stærð 18/24 HUMAR 6.900 kr.kg Stærð 15/18 HUMAR 7.900 kr.kg Stærð 12/15 HUMAR 8.900 kr.kg Stærð 9/12 HUMAR 9.900 kr.kg Stærð 7/9 Tryggingagjaldið er gert aðumtalsefni í leiðara nýút- komins fréttabréfs SA. Leið- arinn, sem Hannes G. Sigurðsson framkvæmdastjóri ritar, hefst á þessum orðum: „Tryggingagjaldið er vondur skattur sem leggst á öll laun og dregur úr nýsköpun í at- vinnulífinu. Það bitnar sérstaklega á litlum fyr- irtækjum þar sem launagjöld eru yfirgnæfandi hluti rekstr- argjalda, en lítil fyrirtæki eru meginuppspretta nýrra starfa í efnahagslífinu. Lækkun þess er því til þess fallin að stuðla að aukinni nýsköpun og bættum hag landsmanna þegar fram í sækir.“    Í leiðaranum er gagnrýnthvernig tryggingagjaldið hef- ur þróast og hvernig stjórnvöld hafi hækkað almenna hluta þess þegar atvinnuleysi minnkaði í stað þess að láta gjaldið lækka að fullu eftir aðstæðum. Stjórn- völd hafi „fallið í þá freistingu að marka stefnu sem felur í sér stöðuga hækkun trygginga- gjalds“, en um þessa stefnu verði engin sátt, og skyldi engan undra.    Í leiðaranum er bent á aðtryggingagjaldið þyrfti að lækka um tæpt eitt prósent til að verða sambærilegt við það sem það var áður en vinstri stjórnin hóf að hækka það. Fullyrða má að fyrirtækin í landinu munar verulega um þetta eina prósent.    Sérkennilegt er, þegar skattareru flestir eins og trygginga- gjaldið, of háir, að þá skuli kröf- ur um skattahækkun þvælast fyrir stjórnarmyndun. Nær væri að í þeim viðræðum væri rætt hversu mikið skattar ættu að lækka. Hannes G. Sigurðsson „Tryggingagjaldið er vondur skattur“ STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.12., kl. 18.00 Reykjavík 4 alskýjað Bolungarvík 5 rigning Akureyri 5 skýjað Nuuk -11 léttskýjað Þórshöfn 9 súld Ósló -6 skýjað Kaupmannahöfn 4 alskýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki 0 þoka Lúxemborg 5 alskýjað Brussel 6 þoka Dublin 8 skýjað Glasgow 9 alskýjað London 6 þoka París 4 þoka Amsterdam 7 þoka Hamborg 6 skýjað Berlín 5 súld Vín 0 rigning Moskva 0 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 13 rigning Róm 11 heiðskírt Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -27 léttskýjað Montreal -4 snjókoma New York 9 þoka Chicago -14 heiðskírt Orlando 26 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:22 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:09 14:52 SIGLUFJÖRÐUR 11:53 14:33 DJÚPIVOGUR 11:00 14:50 Akureyrarbær vill byggja tvö smáhýsi í bænum fyrir fólk með fjölþættan vanda á lóð bæjarins við Norðurtanga 7. Þetta var samþykkt af skipulags- nefnd bæjarins á dögunum en aðeins sem tímabundin lausn. Þörfin á úrræði hafi verið bráð og því hafi meirihluti nefndarinnar samþykkt tillöguna, sem kom frá vinnuhópi skipulagsdeildar og fjölskyldudeildar. Einstaklingar sem nýta munu úrræðið glíma ýmist við fíkn eða annan vanda sem gerir þeim erfitt fyrir að búa í fjölbýli. „Þessi lausn byggir á því að þarna var lóð í eigu Akureyrarbæjar þar sem við gátum brugðist hratt við og staðsett smáhýsin en lausnin er ekki fullkomlega að skapi nefndarinnar og við leitum að varanlegri lausn til framtíðar, nær samfélaginu,“ segir Tryggvi Már Ingvarsson, formaður skipulagsnefndar bæjarins, en honum hafi þótt staðsetningin of afskekkt. Vandann hafi borið brátt að sem leysa hafi þurft án tafar. Smáhýsunum sem komið verður fyrir á Norðurtanga svipar til úrræðis sem Reykjavíkurborg greip til árið 2008 þegar fjórum smáhýsum fyrir útigangsfólk var komið fyrir á Fiski- slóð í Reykjavík. Þar var fyrirmyndin norræn hönnun og bygging sérsniðin að íslenskum aðstæðum. laufey@mbl.is Bærinn bregst við bráðum vanda  Akureyrarbær reisir smáhýsi á Norður- tanga fyrir fólk með fjölþættan vanda Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Færa á smáhýsin nær samfélaginu til framtíðar. Flutningi borkjarnasafns Náttúru- fræðistofnunar Íslands (NÍ) frá Akureyri til Breiðdalsvíkur lauk fyrir rúmu ári. Uppbygging safns- ins er vel á veg komin, samkvæmt frétt NÍ. Borkjarnasafnið hýsir í dag 30-40.000 metra af bor- kjörnum úr yfir 800 borholum. Starfsemin hefur aukið sókn jarð- fræðinga og nemenda í jarðfræði til Breiðdalsvíkur, sem vilja fræð- ast um jarðfræði Íslands. „Borkjarnar gera jarðfræð- ingum mögulegt að skoða þann hluta berggrunnsins sem ekki er sýnilegur á yfirborði jarðar og þeir veita mikilvægar upplýsingar um gerð og uppbyggingu jarðlaga á viðkomandi svæði,“ segir í frétt- inni. Hýsa kjarna úr 800 holum  Geymdir í slátur- húsi á Breiðdalsvík Ljósmynd/NÍ/Birgir Vilhelm Óskarsson Breiðdalsvík Borkjarnar geyma sýni úr borholum víða um land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.