Morgunblaðið - 19.12.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 19.12.2016, Síða 13
Ljósmynd/Anya Holdstock Eftirminnilegt Lilja Hrönn stíliseraði myndatökur fyrir annað tölublað British Girls sem kom út í nóvember síðastliðnum. Verkefnið er eitt það eftirminnilegasta sem hún hefur unnið. unum mínum á að mynda á Íslandi og það hefur verið mjög mikið um það undanfarið. Náttúran heima er svo falleg að mér finnst alger synd þegar ég fer heim að taka ekki einn eða tvo myndaþætti í náttúrunni. Þá fæ ég einhverja með mér í það sem ég hef unnið með áður á Ís- landi. Svo hafa íslensk fyrirtæki líka samband þegar þau vita að ég er á leiðinni heim,“ segir Lilja Hrönn. Ástríðuverkefnin eru best Hvert er eftirminnilegasta verkefni sem þú hefur unnið? „Það er tískutímarit sem heitir British Girls sem var gefið út fyrir einu ári og annað tölublað var að koma út. Báðar myndatökurnar sem ég stíliseraði fyrir það blað eru þær fallegustu sem ég hef gert, að mínu mati. Þær voru báðar teknar á fallegum stöðum, með rosalega fallegum fötum og æðislegum mód- elum. Sú sem stofnaði tímaritið er rússneskur ljósmyndari sem er með mikla ástríðu fyrir breskum stelp- um, henni finnst þær svo fallegar. Hún hefur samband við fyrirsætu- skrifstofur í London og fær að mynda nýjustu bresku módelin þeirra og tekur líka viðtöl við þær í blaðinu. Þetta er reyndar ástríðu- verkefni fyrir okkur öll. Við vinnum rosalega vel saman og valinn maður í hverju hlutverki. Við fáum lítið borgað, en gerum þetta til að sjá lokaútkomuna, fyrir ástríðuna,“ segir Lilja Hrönn og á greinilega góðar minningar frá þessum verk- efnum. „Það er svo langskemmtilegast þegar maður fær verkið sitt í hend- urnar. Þetta er eiginlega eins og lít- il bók, þetta er svo stórt og fallegt tímarit. Ég held að þetta séu myndatökur sem ég muni alltaf muna eftir og oft taka tímaritið fram og fletta því.“ London eða Skandinavía „Í framtíðinni er tvennt sem ég myndi vilja vinna við. Annaðhvort sem listrænn stjórnandi eða yfirstíl- isti hjá fatamerki sem ég hef miklar mætur á, eða að vera tískuritstjóri hjá stærra blaði sem er mögulega gefið út á prenti.“ Eitthvert draumatímarit eða draumafatamerki? „Ég myndi segja að uppáhalds- tískublaðið mitt sé AnOther, en ég var í starfsnámi hjá þeim í náminu mínu. Ég myndi vilja vinna fyrir þau, en það er mjög erfitt að kom- ast að hjá þeim. Ég les auðvitað Vogue, eins og allir aðrir. Gentle- Woman þykir mér mjög fallegt, það er stórt og fágað tímarit með mikið af greinum og viðtölum, ekki bara stútfullt af auglýsingum. Ég vinn líka fyrir Kinfolk sem er dansk- bandarískt tímarit sem er mjög fal- legt. Þar er líka fjallað um lífsstíl og ferðalög. Þannig að mörg önnur blöð koma líka til greina. Uppáhaldsfatamerkið mitt er Acne Studios og mér þykir franska merkið Céline mjög fallegt. Ég hef alltaf sagt að þegar ég verð búin að „meika það“ muni ég kaupa mér Céline-tösku en þær eru mjög dýr- ar. Það er algjör lúxustískuvara.“ Verður þú áfram í London? „Ef ég myndi flytja vegna vinnunnar væri það til Stokkhólms eða Kaupmannahafnar. Þær borgir henta mér betur en París eða Míl- anó sem eru svo „glamorous“,“ seg- ir Lilja Hrönn og hlær. „Tískan þar er svo ótrúlega ýkt, á meðan hún er svo mínimalísk og stílhrein í Skand- inavíu. Ég hef pælt í New York, en er ekki hrifin. Þar er mun minna frelsi, maður verður víst að halda meira aftur af sér, því Bandaríkja- mönnum blöskrar svo margt,“ segir stílistinn Lilja Hrönn að lokum, hæstánægð í hátískuborginni Lond- on. Ljósmynd/Anya Holdstock Ljósmynd/Scandebergs Xu Zhi Ullarflík frá kínverska hönnuðinum Xu Zhi. Ljósmynd/Sarah Elizabeth Blais Ljósmynd/Anya Holdstock Breskar stúlkur Mynd úr tískutímaritinu British Girls, en Lilja Hrönn valdi flíkur frá mörgum hönnuðum þeg- ar hún stíliseraði fyrir myndatökurnar. Ljósmynd/Sarah Elizabeth Blais Sicky Magazine Lilja Hrönn valdi skartgripi eftir Jenny Sweetnam og fatnað eftir Sol- ace London þegar hún vann verkefni fyrir tískutímaritið Sicky Magazine . Hlekkir: www.liljahronn.com bast-magazine.com DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 Jólakötturinn er kominn til byggða og hefur að því er hermt er á vefsíðu Þjóðminjasafnsins brugðið sér í ýmis líki og falið sig innan um sýn- ingargripina á grunnsýn- ingunni, Þjóð verður til. Af því tilefni hefur verið efnt til ratleiks í safninu og geta gestir nálgast þátttökugögn í móttöku. Ratleikurinn er á sex tungumálum; íslensku, ensku, dönsku, frönsku, pólsku og þýsku. Mark- miðið er vitaskuld að finna jólaköttinn. Um uppruna jólakatt- arins segir á vefsíðu Þjóðminjasafnsins: Hinn norræni jólahafur er vafalaust sú er- lenda dýravættur sem íslenski jóla- kötturinn okkar líkist mest en þeir eiga það báðir sameiginlegt að fylgj- ast vel með fólki í undirbúningi jólanna og gera þeim sem ekki fá nýja flík á jólunum illt. Þekkt er að á Norð- urlöndum hafi menn klætt sig upp sem jólahafur í jólaleikjum og hafa sumir velt því fyrir sér hvort það sama hafa verið uppi á teningnum hér á landi og fólk hafi klætt sig upp í jólakattarbúning. […] Lengi hefur þekkst að tala um „að fara jólakött- inn“ eða „að klæða köttinn/ jólaköttinn“ má vel vera að það hafi einhvern tímann verið gert í bók- staflegum skilningi. Sú túlkun sem nú er oftast lögð í orðalagið „að fara í jólaköttinn“ og hefur lengi verið við lýði er sú að jólakötturinn éti þá sem ekki fá ný föt á jólunum. […] Jóhann- es úr Kötlum gerir mannætuháttalag jólakattarins að yrkisefni í kvæði sínu um óhræsið en þar segir m.a.: Hann lagðist á fátæka fólkið, sem fékk enga nýja spjör fyrir jólin – og baslaði og bjó við bágust kjör. Ratleikur með jólakettinum í Þjóðminjasafninu Ratleikur Jólakötturinn hefur brugðið sér í ýmis líki og falið sig innan um sýningargripi á grunnsýn- ingunni, Þjóð verður til, í Þjóðminjasafninu. „Hann lagðist á fátæka fólkið, sem fékk enga nýja spjör“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.