Morgunblaðið - 19.12.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 19.12.2016, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 L Á G M Ú L A 8 S Í M I 5 3 0 2 8 0 0 Jóla dagar kr. 29.900,- Skaftryksuga m/Lithium rafhlöðu Ultra Silencer 800w EQUIPT kr. 13.900,- CE4120 kr. 17.900,- kr. 36.900,- Jólatilboðsverð kr. 149.639,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,- Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Tillaga Studio Granda varð í fyrsta sæti í hönnunarsamkeppni um ný- byggingu á Alþingisreitnum. Í öðru sæti var tillaga frá T.ark arkitektar og í þriðja sæti tillaga frá PKdM arkitektar. 22 tillögur bárust í keppnina og auk verðlaunatillagn- anna fengu tvær tillögur viðurkenn- ingu með innkaupum og þrjár fengu viðurkenningu sem athyglisverðar tillögur. Greint var frá niðurstöðum á laugardag, en formaður dómnefnd- ar var Einar K. Guðfinnsson, fyrr- verandi forseti Alþingis. Í skýrslu dómnefndar segir að eft- ir talsverðar umræður um framtíð- arhúsnæði Alþingis sl. misseri hafi niðurstaðan orðið sú að ráðast í ný- byggingu á Alþingisreitnum, í suð- vesturhluta hans, á gatnamótum Vonarstrætis og Tjarnargötu. Hinni nýju byggingu sé ætlað að tengjast Alþingishúsinu og Skálanum vel og vera órofa hluti af þinghúsbygging- unum. Þar muni alþingismenn hafa skrifstofur sínar, svo og þingnefndir, þingflokkar og starfsfólk Alþingis. Höfundar verðlaunatillögunnar eru Arkitektar Studio Granda og höfundur listskreytingar er Kristinn E. Hrafnsson. Um verðlaunatillög- una segir: „Sú tillaga sem dómnefnd er einhuga um að velja til 1. verð- launa felur í sér sannfærandi og list- ræna heildarlausn á þeim húsnæðis- og skipulagsmálum Alþingis sem að- kallandi er að hrinda í framkvæmd. Jafnframt sýnir hún fram á dýr- mæta möguleika til framtíð- arþróunar á húsakosti þingsins. Höfundar leitast við að tengja ný- bygginguna við sögu Alþingis og þróun byggðar í Kvosinni allt frá landnámsöld. Minjar um upphaf byggðar og minni úr seinni tíma byggingarsögu Reykjavíkur eru dregin fram og mynda samþætta heild með nýrri byggingarlist sem ber samtíð sinni vitni af hógværð og tillitssemi við nánasta umhverfi. Merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar Höfundar leggja áherslu á að styrkja og fegra þau borgarrými sem fyrir eru við jaðra reitsins frem- ur en að skapa ný inn á miðju hans. Tengsl samtíðar við atburði fyrri alda eru viðfangsefni myndlist- arverks við aðalinngang og þau end- urspeglast jafnframt í hugmynd um lagskipta steinklæðingu á ytra borði aðalbyggingar. Innra skipulag allra hæða er vel leyst og öll vinnurými njóta dags- birtu og beinnar útloftunar í annars samþjappaðri byggingu. Hring- gangur innan hverrar hæðar um- hverfis ljósgeil í miðju býður upp á margbreytileg sjóntengsl og sveigj- anleika í nýtingu. Í heild er tillagan verðugur merkisberi framsækinnar og vandaðrar byggingarlistar fyrir Alþingi á 21. öldinni á líkan hátt og Alþingishúsið við Austurvöll var tákn nýrra tíma í listhugsun og verkmenningu á 19. öld.“ Sýning á öllum tillögum sem nefndinni bárust verður opin á 1. hæð Landssímahússins (gengið inn frá Austurvelli) á virkum dögum kl. 16–18 fram að áramótum. aij@mbl.is Breytt götumynd Suðvesturhlið nýja hússins sem á að rísa á Alþingisreitnum. Sitt hvorum megin við Vonarstrætið verða nýja húsið og Ráðhús Reykjavíkur, en Arkitektar Studio Granda unnu einnig samkeppni um það. Dýrmætir möguleikar í þróun á húsum þingsins  Studio Grandi vann í samkeppni um byggingu fyrir þingið Morgunblaðið/Golli Samkeppni Einar K. Guðfinnson, fyrrverandi forseti AlÞingis, afhendir Margréti Harðardóttur og Steve Christer, Studio Granda, 1. verðlaunin. „Það er gert ráð fyrir þessu í ríkisfjármálaáætlun og fjár- lagafrumvarpi og ég vonast til þess að á síðari hluta næsta árs gæti verið hægt að hefjast handa,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, spurður um næstu skref varðandi nýbyggingu á Alþingisreitnum en á laugardag var tilkynnt um niðurstöðu í hönn- unarsamkeppni sem efnt var til um nýja húsið. Bjóða þarf framkvæmdina út og semja um hluti því tengda og þá er líklegt að bygginganefnd verði skipuð. „Þetta er allt gert í sam- ráði við framkvæmdasýsluna sem hefur verið okkur innan handar með þetta allt saman hingað til,“ bætir Steingrímur við en þreng- ingar hafa verið í húsnæðismálun þingsins, sérstaklega nú eftir kosningar þegar stjórnmálaflokk- um fjölgaði. laufey@mbl.is Framkvæmdir við nýbyggingu hefjist 2017

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.