Morgunblaðið - 19.12.2016, Page 20

Morgunblaðið - 19.12.2016, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Núverandiborgar-yfirvöld eru á ýmsan hátt einstök. Þau eru til að mynda einstök að því leyti að þau líta á það sem hlut- verk sitt að þvælast gegn því að borgarbúar ferðist á milli staða á þann hátt sem borgarbúum sjálfum líkar best. Og þessi ein- staka hegðun borgaryfirvalda hefur orðið til þess að þau skera sig úr á fleiri vegu. Í samtali við Morgunblaðið greindi Guðlaugur Þór Þórðar- son, sem á sæti í fjárlaganefnd Alþingis, til að mynda frá því að það væri „enginn vilji hjá Reykjavíkurborg að fá fjár- framlög í þjóðvegi innan borgarmarkanna“. Og hann bætti við: „Flest ef ekki öll sveitarfélög á landinu eru að þrýsta á um fjármuni til sam- göngumannvirkja. Við þing- menn Reykjavíkur höfum verið að þrýsta á samgönguyfirvöld til að bæta umferðina í Reykja- vík en borgaryfirvöld hafa tekið öll umferðarmannvirki af skipu- lagi og því er tilgangslaust að setja fjármuni í verkefni sem ekki er hægt að framkvæma.“ Guðlaugur Þór nefnir að nýj- asta dæmið sé að gatnamótin við Reykjanesveg og Bústaða- veg hafi verið tekin út af skipu- lagi þrátt fyrir augljósa þörf fyrir úrbætur. Þá hafi enginn áhugi verið á að byggja göngu- brýr yfir fjölfarnar umferðar- æðar, til dæmis Miklubraut. Þess í stað séu gangbrautarljós, sem stöðvi umferðina á nokk- urra mínútna millibili. Guðlaugur Þór bendir á að enginn vilji sé til að bæta úr verstu ágöllunum í umferðinni: „Meirihlutinn virðist frekar vilja að umferðin silist áfram með tilheyrandi mengun, slysa- hættu og töfum fyr- ir fólk.“ Það er ekki að- eins með aðgerð- arleysi eins og þarna er lýst sem borgaryfirvöld hafa spillt umferð- inni í borginni. Þau hafa líka beinlínis unnið að því að þrengja gatnakerfi borgar- innar. Í þetta skaðlega furðu- verkefni hafa þau varið háum fjárhæðum, sem eðli máls sam- kvæmt hafa þá ekki nýst til uppbyggilegra verkefna, hvorki á sviði umferðarmála né ann- arra. Lausnarorð borgaryfirvalda við þeim vanda sem þau hafa skapað er „borgarlína“. Þetta er kerfi langra hraðvagna eða svokallaðra léttlesta, sem eiga að aka ákveðnar leiðir og tengja saman borgarhluta. Ef ein- hverjum þykir þetta ekki sér- staklega frumleg hugmynd kann það að vera vegna þess að slík starfsemi hefur verið rekin lengi á höfuðborgarsvæðinu og gengur í daglegu tali undir nafninu strætó. Strætó hefur víða forgang og langir strætis- vagnar sem taka marga farþega hafa um árabil flutt fólk á milli borgarhverfa. Það getur verið ágætt að skerpa á strætisvagnaþjónust- unni og það getur meira að segja vel verið að það hjálpi að kalla hluta hennar borgarlínu, en það er auðvitað aukaatriði og á meira skylt við auglýsinga- mennsku en samgöngulausn. En hvort sem strætisvagna- kerfið verður endurskipulagt og jafnvel endurnefnt eða ekki er augljóst að borgaryfirvöld verða að láta af fordómum sín- um í garð einkabílsins. Að öðr- um kosti mun ástandið í sam- göngumálum borgarinnar aðeins halda áfram að versna. Þó að strætó verði kallaður borgarlína þurfa borgaryfirvöld samt að sinna samgöngumálum} Borgin býr til vandann Hollenskistjórnmála- maðurinn Geert Wilders var á dög- unum dæmdur fyr- ir hatursorðræðu. Hann vill banna Kóraninn, þannig að hann er ekki sér- stakur áhugamaður um mál- frelsi, og að því leyti má segja að komið hafi vel á vondan. En á slíkum málum eru fleiri hliðar. Tímaritið The Econom- ist fjallar um dóminn yfir Wild- ers og varar við þeirri þróun að banna umræður og dæma menn fyrir skoðanir sínar, jafnvel þó að tímaritið lýsi sig algerlega ósammála þeim skoðunum sem Wilders heldur fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra í lýðræðisþjóðfélagi að takast á við póli- tíska andstæðinga með því að láta þá sæta ákæru og refsingum. Og það að einhver móðgi aðra með ummælum sínum er ekki góður mælikvarði, meðal annars af þeirri ástæðu, eins og The Economist bendir á, að það verður til þess að ýta undir að fleiri segist hafa móðgast. Þetta muni stuðla að gremju þeirra sem fyrir verða og um leið óróa og átökum í þjóðfélag- inu. Í lýðræðisþjóðfélagi eiga ólík sjónarmið að takast á með rök- um en ekki hótunum um refs- ingu. Stjórnmálabarátta af því tagi fer fram í alræðisríkjum – með ömurlegum árangri. Lýðræðinu er nauð- syn að ólík sjónar- mið fái að takast á} Rök í stað refsinga E ins og um svo ótalmargar söng- konur, og raunar ótal önnur frægðarkvendi, var til fólk sem hélt því lengi vel fram að Mad- onna væri nánast sköpuð úr engu. Hún væri einfaldlega „dressuð upp“, auglýst í bak og fyrir, skellt á breiðskífu með tilheyrandi auglýsingaskrumi. Hæfileikalaust afkvæmi markaðsaflanna. Og já, ég er að vitna í íslensk skrif frá árinu 1985. Tveimur árum síðar, 1987; Madonna átti að eiga velgengni sína útliti sínu og ímynd að þakka, ekki hæfileikum, hvað þá rödd. Þetta eru skrif í sovésku blaði en íslenskur blaða- maður bað Vesturlönd að íhuga þetta nú að- eins, hvort það væri ekki eitthvað satt í þessu. Barnablaðið Æskan hæddist að því að Mad- onna væri opinber stuðningsmaður Banda- rísku friðarhreyfingarinnar, sem berst fyrir afvopnun og gegn kjarnorkuvopnum. Því hún væri nefni- lega gift ofstopamanni, sem væri frægur fyrir áflog. Verst var Madonna leikin ytra, hún var kölluð hóra í fjölmiðlum og keppinautar hennar kepptust við að for- dæma hana. Whitney Houston heitin sagði Madonnu halda fram ógeðslegum skoðunum, eins og að það væri allt í lagi að fara í rúmið með hverjum sem er! Cyndi Lauper kom henni til varnar og sagði: „Hvernig er hægt að gagnrýna konu fyrir að hafa kynhvöt þegar karlmenn hafa árum saman lofsungið þann eiginleika sinn?“ Madonna gerði þetta upp í áhrifamikilli ræðu í síðustu viku þegar Billboard valdi hana konu ársins. Hún þakkaði þeim fyrir sem höfðu stutt hana í gegnum allt. Í heimi þar sem það væri allt í lagi að vera falleg, sæt og sexí sem kona, en ekki of klár. Ekki með of miklar skoðanir. Að minnsta kosti ekki þær sem væru eitthvað öðruvísi. Og svo lengi sem þú værir klædd eins og drusla að ósk karlmanna væri það í lagi. „En ekki eiga þinn dræsuskap sjálf.“ Madonna getur sagt þetta núna og hlotið klapp í lófa, grátandi sal og virðingu. Hún er búin að afsanna allt það sem var sagt um hæfileikaleysi og að hún væri rífa niður kvennabaráttuna. Í dag rannsaka jafnvel sagnfræðingar og félagsfræðingar um allan heim þá miklu arfleifð sem hún hefur skilið eftir sig í tónlist en ekki síst í þeim áhrifum sem hún hefur haft á menningu okkar. Svipuð áhrif og Bítlarnir og Elvis Presley. En eitt- hvað þurftu þeir að bíða styttra eftir því að vera viður- kenndir sem „goðsagnir“. Madonna er að uppskera þetta svona allra síðustu árin, rétt að verða sextug. Og hefur verið að síðan hún var tvítug. Ég get varla komið orðum að því hvernig það var að alast upp með Madonnu sem fyrirmynd. Það eru eflaust einhverjir félagsfræðingar ytra búnir að rannsaka það hvernig stúlkur af minni kynslóð fengu innblástur frá henni en ég er ekki búin að kynna mér það. Ég veit bara að hún sagði mér í lögum sínum, frá því ég var sjö eða átta ára, að konur gætu allt. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexanders- dóttir Pistill Takk, Madonna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Blekið var ekki þornað áfyrri úrskurði ráðuneyt-isins vorið 2015, þar semtillögu endurskoðenda- ráðs um að svipta mig starfsrétt- indum var hafnað, þar til ráðið hóf að herja á mig á nýjan leik,“ segir Guðmundur Jóelsson, löggiltur end- urskoðandi, en Guðmundur hefur staðið í baráttu við endurskoð- endaráð um gildi ólögfestra alþjóð- legra staðla frá því um mitt ár 2012. Þann 21. nóv- ember s.l. hafnaði iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, því öðru sinni að réttindi Guðmundar yrðu felld niður. Í úrskurði ráðherra segir m.a. að ráðuneytið líti það alvarlegum aug- um að endurskoðendur neiti að af- henda gæðaeftirlitsmönnum gögn vegna lögbundins eftirlits. Þrátt fyr- ir það verði að líta til þess að um sé að ræða atvinnuréttindi sem eru stjórnarskrárvarin réttindi og með hliðsjón af meðalhófsreglu stjórn- sýslulaga telji ráðuneytið að rétt hefði verið að áminna endurskoð- andann áður en lagt yrði til við ráð- herra að réttindi hans yrðu felld nið- ur. Með vísan til þess fellst ráðu- neytið ekki á að fella niður réttindi Guðmundar til endurskoð- unarstarfa. Grundvallarspurning Ákvörðun ráðuneytisins er áfangasigur, segir Guðmundur, en grundvallarspurningu um gildi ólög- festra alþjóðastaðla við gæðaeftirlit er enn ósvarað. „Jafnvel þó svo margir endur- skoðendur starfi eftir alþjóðlegum stöðlum og krafa sé gerð um að slík- ir staðlar séu uppfylltir hjá stærri endurskoðendaskrifstofum er ekki hægt að gera kröfu til þeirra sem starfa á innlendum vettvangi um að fylgja slíkum stöðlum sem hvorki hafa verið lögfestir hér á landi né hafa nokkurn tímann verið þýddir á íslensku,“ segir Guðmundur. Hann bendir jafnframt á að alls ekki eigi að gera mönnum refsingu, þ.e. svipt- ingu réttinda, á grundvelli ólög- festra alþjóðaskilyrða. „Ég fullyrði að sú endurskoðun sem ég vinn að er engu verri en þeirra sem vinna á grundvelli alþjóð- legu staðlanna. Mín vinna uppfyllir allar ýtrustu lögbundnar kröfur sem gerðar eru til endurskoðunar í inn- lendum rétti.“ Óvissa um gildi staðlanna Í skýrslu nefndar um málefni end- urskoðenda, sem gefin var út í jan- úar 2011, er kallað eftir mati ráð- herra á innleiðingu alþjóðlegra endurskoðunarstaðla. „Nefndin telur að óvissa sé um lagalegt gildi alþjóðlegra endurskoð- unarstaða og því nauðsynlegt að efnahags- og viðskiptaráðuneytið kanni hvort þeir hafi verið innleiddir með fullnægjandi hætti. Ástæða þessarar óvissu snýr einkum að þýð- ingu, skuldbindingargildi og form- legri birtingu staðlanna,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Guðmundur segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem gildir um al- þjóðlega staðla á sviði endurskoð- unar geti gæðaeftirlit endurskoð- endaráðs ekki borið þá fyrir sig við gæðaeftirlit hjá íslenskum endur- skoðendum. Ekki náðist í endurskoðendaráð við vinnslu fréttaskýringarinnar. Endurskoðendaráð gætti ekki meðalhófs Morgunblaðið/Þórður Endurskoðun Ráðherra hefur í tvígang hafnað beiðni endurskoðendaráðs um leyfissviptingu með vísan í meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Guðmundur Jóelsson 2012 Í júní 2012 var Guðmund- ur Jóelsson endurskoðandi boð- aður í gæðaeftirlit, sem hann neitaði á grundvelli þess að al- þjóðlegir endurskoðunarstaðlar sem unnið var eftir væru ekki lögfestir hér á landi. Hann féllst þó á eftirlitið. 2013 Guðmundur býður fram gögn á grundvelli íslenskra laga og áratuga venju. Skráð sem neitun um eftirlit án skýringar af gæðaeftirlitinu 2014 Endurskoðendaráð legg- ur til við ráðherra í apríl árið 2014 að Guðmundur verði svipt- ur réttindum sínum. 2015 Ráðherra hafnar beiðni ráðsins á grundvelli meðalhófs- reglu stjórnsýslulaga. Átta dög- um síðar er Guðmundur boð- aður í nýtt eftirlit. 2016 Í maí á þessu ári fer ráðið aftur fram á við ráðherra að svipta Guðmund réttindum sín- um. Þann 21. nóvember sl. hafn- ar ráðherra aftur á grundvelli meðalhófsreglu Mál Guðmund- ar frá 2012 TÍMALÍNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.