Morgunblaðið - 19.12.2016, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016
Jólatónleikar Hátíðleiki var í fyrirrúmi á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands um liðna helgi. Þar komu m.a. fram nemendur úr Listdansskólanum sem túlkuðu Blómavals Tsjajkovskíjs.
Golli
Hinn 19. desember
árið 2016 er aldarfjórð-
ungur liðinn frá því, að
Ísland varð fyrst til
þess vestrænna ríkja
að viðurkenna Slóven-
íu, eitt hinna mörgu
smáríkja, sem risu upp
úr rústum komm-
únismans. Í frægri rit-
gerð um menningu
smáþjóða sagði tékk-
neski rithöfundurinn
Milan Kundera, að sendimenn
þeirra yrðu að hírast frammi í bið-
stofum, á meðan fulltrúar stóru
ríkjanna kysu þeim örlög inni í fund-
arsölum. En árið 1991 virtist sem
þessi raunsanna og sorglega lýsing
ætti skyndilega ekki lengur við. Fyr-
ir Júgóslavíu fór eins og Ráðstjórn-
arríkjunum, að hún liðaðist í sundur,
enda hafði henni verið haldið saman
með valdi, en ekki vali íbúanna
sjálfra. Þjóðirnar, sem byggðu land-
ið, stofnuðu hver sitt ríki.
Smáþjóðir í eigin ríkjum
Hver er ástæðan til þess, að smá-
þjóðir stofna eigin ríki? Á nítjándu
öld spurði franski rithöfundurinn
Ernest Renan hvað gerði heild að
þjóð, og svar hans var, að það væri
viljinn til að vera saman þjóð. Með
öðrum orðum skilgreindist þjóðin af
sífelldu og samfelldu vali frjálsra
einstaklinga, gagnkvæmri við-
urkenningu þeirra, daglegri at-
kvæðagreiðslu. Þjóðin væri sjálf-
sprottin eining, sem helgaðist af
sögu, tungu, menningu, landi. Á síð-
ustu tveimur öldum hafa frjáls al-
þjóðaviðskipti síðan auðveldað smá-
þjóðum leikinn: Þær hafa efni á því
að vera sjálfstæðar, af því að þær
geta nýtt sér kosti verkaskiptingar
og viðskipta, framleitt fyrir heims-
markað. Árið 1946 voru sjálfstæð
ríki 76 talsins, en nú eru aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna 193, auk þess
sem Páfagarður og Palestína eiga
þar áheyrnarfulltrúa og Taívan og
Kosovo taka þátt í margvíslegri al-
þjóðlegri starfsemi eins og sjálfstæð
ríki.
Það kann að hljóma einkennilega,
en er þó skiljanlegt og
eðlilegt, að samruni
markaða fer saman við
aukna sundurleitni
ríkja: Því stærri sem
markaðurinn er, því
minni sjálfstjórn-
arsvæði fá staðist, því
að þá þurfa ríki ekki að
reka kostnaðarsaman
sjálfsþurftabúskap.
Með því að smáþjóðir
eru oft samleitar frek-
ar en sundurleitar, er
traust oftast meira þar
og framleiðsla sumra samgæða eins
og löggæslu og menntunar ódýrari
en hjá stórþjóðum. Samrunaþróun í
viðskiptum hefur því alls ekki í för
með sér samrunaþróun í stjórn-
málum, eins og sumir halda, heldur
frekar hið gagnstæða, eins og fjölg-
un lítilla þjóðríkja hin síðari ár sýnir
best.
Sjálfstæði Slóveníu
Slóvenía er ekki stór að flatarmáli,
fimmtungur Íslands, 20 þúsund fer-
kílómetrar. Í Mið-Evrópu hefur
landið jafnan verið í þjóðbraut, en
þess vegna um leið vígvöllur, og
urðu Slóvenar illa úti í heimsstyrj-
öldunum tveimur. Þeir eru nú rösk-
ar tvær milljónir talsins og tala slóv-
ensku, suður-slavneskt mál, skylt
króatísku og serbnesku. Árið 1990
greiddu 88% kjósenda atkvæði með
sjálfstæði, og var því lýst yfir 25.
júní 1991. Her Júgóslavíu, sem þá
var enn til, reyndi með valdi að koma
í veg fyrir aðskilnað, og hlaust af tíu
daga stríð, sem lauk með vopnahléi.
Vildi Slóvenum til happs, að þeir
áttu ekki landamæri að landi Serba,
sem börðust fyrir sameinaðri Júgó-
slavíu.
Þjóðverjar og Austurríkismenn
beittu sér hart innan Evrópusam-
bandsins fyrir viðurkenningu Slóv-
eníu, en aðrir vildu fara hægar í sak-
ir. Fyrst til að viðurkenna landið
opinberlega voru nýfrjáls ríki í Mið-
og Austur-Evrópu, Litháen og
Úkraína. Ísland varð næst til þess,
og voru þeir Davíð Oddsson for-
sætisráðherra og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
mjög samstiga um það. Þeir Davíð
og Janez Drnovsek, sem var for-
sætisráðherra Slóveníu 1992–2002,
urðu góðir vinir. Þegar Davíð veikt-
ist alvarlega sumarið 2004, hafði
Drnovsek, sem nú var orðinn forseti
Slóveníu, strax samband og bauð
honum að dveljast sér til hvíldar og
hressingar í sumarhúsi, sem hann
hafði til ráðstöfunar.
Á ýmsu hefur gengið í stjórn-
málum Slóveníu, frá því að landið
fékk sjálfstæði, en hagur þess vænk-
ast jafnt og þétt. Þótt samskipti Ís-
lands og Slóveníu séu ekki mikil, eru
þau vinsamleg. Ríkin hafa haft
stjórnmálasamband frá 1992, og
heiðursræðismenn starfa í þeim báð-
um, Vlado Luznik í Ljubljana og
Sigtryggur Eyþórsson í Reykjavík.
Góð vinkona mín frá Slóveníu, sagn-
fræðingurinn dr. Andreja Zver, kom
til Íslands haustið 2013 og flutti í
Þjóðarbókhlöðunni fyrirlestur í
minningu fórnarlamba alræðisstefn-
unnar í Evrópu á tuttugustu öld.
Lýsti hún því, hvernig fasistar, nas-
istar og kommúnistar hefðu vaðið yf-
ir land sitt, kúgað fólk og drepið.
Enn væru að finnast þar fjöldagrafir
frá alræðistímanum. Morgunblaðið
birti viðtal við Zver 17. september
2013, en hún er gift einum virtasta
stjórnmálamanni Slóveníu, Milan
Zver, sem situr á Evrópuþinginu.
„Lýðræðið er hvergi greypt í stein,
ekki einu sinni á Íslandi,“ sagði hún.
Spurning, veðmál, áhætta
Í ritgerð sinni um menningu smá-
þjóða skrifaði Milan Kundera í svip-
uðum anda: „Það sem greinir smá-
þjóðir frá þeim stóru er ekki
íbúafjöldinn; það er eitthvað mun
djúpstæðara: tilvera þeirra er ekki
sjálfsagður hlutur, heldur stöðug
spurning, veðmál, áhætta; þær eru í
varnarstöðu gagnvart mannkyns-
sögunni, þessu afli sem er þeim yf-
irsterkara, sem tekur þær ekki með
í reikninginn, sér þær ekki einu
sinni.“ Íslendingar og Slóvenar geta
sameinast um að svara spurning-
unni, taka áhættuna, varðveita vilj-
ann til sjálfstæðis. Þessar tvær smá-
þjóðir geta haft í huga, að Guð er
ekki hliðhollur fjölmennustu her-
sveitunum, heldur bestu skyttunum.
Þær þurfa báðar að berjast fyrir
heimi, sem ekki er stjórnað af duttl-
ungafullum tröllum, heldur almenn-
um og arfhelgum lögmálum um
frelsi einstaklinga og þjóða.
Eftir Hannes H.
Gissurarson
»Með því að smáþjóð-
ir eru oft samleitar
frekar en sundurleitar,
er traust oftast meira
þar og framleiðsla
sumra samgæða eins og
löggæslu og menntunar
ódýrari en hjá stór-
þjóðum.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Höfundur er prófessor í stjórn-
málafræði í Háskóla Íslands.
Tvö smáríki bindast vináttuböndum
Fyrirlestur Dr. Andreja Zver flytur fyrirlestur í Þjóðarbókhlöðunni 16.
september 2013 um reynslu Slóvena af alræðisstefnu tuttugustu aldar, fas-
isma, nasisma og kommúnisma. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra
stjórnar fundinum.
Vinskapur Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, og Janez Drnovsek,
forsætisráðherra Slóveníu, reyna með sér skotfimi 16. maí 2000 í opinberri
heimsókn Davíðs til Slóveníu. Slóvenar kunnu vel að meta, að Ísland varð
fyrsta vestræna ríkið til að viðurkenna Slóveníu.