Morgunblaðið - 19.12.2016, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.12.2016, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2016 lega mikla ánægju af því að dást saman að þeim og lofa þá gæfu að fá að njóta þeirra. Við vorum ófeimnar hvor við aðra í þessum samræðum og spöruðum ekki hrósyrðin. Guðrún var mjög stolt af börnum sínum og barnabörnum og naut samvista við þau öll. Kynnum Haraldar sonar okkar Hallgríms og Önnu dóttur Guð- rúnar fylgdi mikil gæfa. Við Hall- grímur höfum átt fjölmargar ánægjustundir með góðri, hlýrri, skemmtilegri og samhentri fjöl- skyldu Guðrúnar síðustu árin við margvísleg tækifæri. Þá var æv- inlega mikið hlegið, mikið talað og mikil umhyggja og kærleikur sýndur ættmóðurinni Guðrúnu. Mér er Guðrún einkar minnis- stæð sem gestgjafi á fallegu heim- ili sínu á Reynimel. Hún naut sín vel í því hlutverki, því hún var gestrisin og örlát. Allt bar smekk- vísi hennar vitni. Ekki síst var lögð áhersla á samræður í þessum veislum og var gjarnan rætt um landsins gagn og nauðsynjar. Guð- rún var skörp og fróð og lagði gott til málanna, hún fylgdist vel með og hafði gert það lengi og hafði góða yfirsýn. Ég lagði ávallt við hlustir þegar hún fór yfir sjónar- mið sín. Guðrún hafði yndi af lestri og stytti sér mjög stundir við bók- lestur, ekki síst síðustu árin þegar um hægðist. Einkar ánægjulegt var að kynnast fordómaleysi Guðrúnar Karlsdóttur. Hún var sjálf hógvær og nálgaðist aðra án allrar dóm- hörku. Það var hollt að heyra hana tala um fólk og sjá hvernig hún nálgaðist alla jafnt. Þegar ég rita þessi orð er sem ég heyri glaðan og smitandi hlátur Guðrúnar, sem var sérstaklega hláturmild og glaðlynd. Oft var til- efnið eitthvað óvænt úr daglega lífinu sem hún kom auga á, en aðr- ir ekki fyrr en á var bent. Hún sýndi mikla þrautseigju, ekki síst hin síðustu ár, þegar lík- amlegri heilsu hennar tók að hraka. Andlegu atgervi hélt hún til hinsta dags. Hún stóð meðan stætt var, sjálfstæð og sjálfri sér nóg. Guðrún Karlsdóttir kvaddi þeg- ar dagurinn er hvað stystur og dimman grúfir yfir. Birtan er þó ekki langt undan með huggun sinni og von. Sú von og allar góðu minningarnar munu sefa sorgir fjölskyldu og vina á kveðjustund og þegar fram líða stundir. Ragnheiður Haraldsdóttir. Það var vorið 1999 sem við fjöl- skyldan fluttum heimili okkar í Reykjavík á Reynimel 62. Þar í húsinu hafði Guðrún Karlsdóttir nokkru fyrr búið sér glæsilegt heimili eftir að hún varð ekkja og börnin flutt að heiman. Við kom- ust fljótt að því að við vorum sér- lega heppin að hafa hana fyrir ná- granna svo að ekki varð á betra kosið. Eðlislæg háttvísi, hógværð og tillitssemi einkenndi framkomu hennar við okkur öll. Við hjónin vorum með gest- kvæmt heimili, börn á öllum aldri og þeim fylgdu félagar og vinir svo að oft var mikið um að vera á heimilinu en aldrei kvartaði Guð- rún eða lét í ljós að allur þessi um- gangur og erill, sem honum fylgdi, ylli henni óþægindum eða ama. Sigríður Erla, yngsta dóttir okkar, minnist með þakklæti góðra sam- skipta við Guðrúnu. Þegar Sigríð- ur Erla var í grunnskóla og fyrir kom að hún læsti sig úti átti hún alltaf víst skjól hjá Guðrúnu sem gaf henni mjólk og kökur og leyfði henni að bíða hjá sér eftir heim- komu einhvers úr fjölskyldunni. Vinátta þeirra var góð og þar var ekkert kynslóðabil. Við fjölskyld- an höfum fylgst með vaxandi heilsubresti Guðrúnar en engu að síður kom andlát hennar okkur á óvart og við munum sakna hennar. Að leiðarlokum þökkum við fyrir góð kynni og samveru liðinna ára og sendum börnum, tengdabörn- um og barnabörnum Guðrúnar innilegar samúðarkveðjur. Hallgerður Gunnarsdóttir og Sturla Böðvarsson. ✝ Jónína Ísleifs-dóttir (Nína) fæddist 21. maí 1941 í Reykjavík. Hún lést 10. desem- ber 2016. Foreldrar hennar voru Ísleif- ur Kristberg Magn- ússon frá Heina- bergi, f. 19. júlí 1914, d. 2. október 1983, og Guðríður Gestsdóttir frá Syðra-Skógarnesi, f. 18. febrúar 1918, d. 1. ágúst 1979. Jónína var elst þriggja alsyst- kina. Skúli, f. 1942, d. 1998, Gestur Sigurður, f. 1944, d. 1995. Hálfsystkini Jónínu, sam- feðra, eru Kristjana Þórey, f. 1936, d. 2014, Gunnar Þór, f. 1938, d. 2003, Gunnhildur, f. 1951, Fjóla Sigrún, f. 1956, Kar- ólína Sif, f. 1959, og Magnús Jó- hann, f. 1965. Fóstursystir Jón- ínu er Sólrún Laufey Karlsdóttir, f. 1962, dóttir Guð- ríðar. Jónína eignaðist fjögur börn með Kjartani Milson Berg frá Færeyjum, f. 7. nóvember 1932, d. 23. desember 2012. Þau skildu. Börn þeirra; 1) Þórunn Sigurbjörg Berg, f. 1961, d. 1963, 2) Skúli Berg, f. 1963, maki Auður Yngvadóttir, f. 1963. Skúli á fyrir börnin 1) Ey- þór Elmar Berg, f. 1982, hann á einn son. 2) Guðmund Viðar Berg, f. 1983, maki Johanne 1996. Magnús á einn son fyrir. 2) Katla Vilmundardóttir, f. 1988, maki Hjörtur Magni Sigurðsson, f. 1990, eiga þau eina dóttur. 3) Þóra Björg, f. 1993, maki Krist- inn Bergsson, f. 1992, þau eiga einn son. 3) Anna María, f. 1997, og Bjarni Sævar, f. 2000. Fósturbörn Jónínu og börn Halldórs eru Gestur, f. 1960, Sæmundur, f. 1961, Stefán, f. 1962, og Þórhildur Elísabet, f. 1963, d. 2016. Eiginmaður Jónínu er Jón Einar Rafnsson, f. 21. mars 1955, en hann er sonur hjónanna Rafns Jónssonar, f. 1932, d. 2013, og Þórunnar Arn- ardóttur, f. 1935, búsett í Borg- arnesi. Jónína ólst upp á Bræðra- borgarstíg í Reykjavík. Hún stundaði m.a. nám við Flensborg og lauk sveinsprófi í ljós- myndun. Jónína bjó á höfuðborg- arsvæðinu fram til ársins 1973 þegar hún fluttist til Horn- arfjarðar þar sem hún var með búskap á Nýpugörðum. Jónína fluttist til Kópavogs árið 1979 eftir að móðir hennar veiktist alvarlega. Hún fluttist síðan til Akraness og starfaði þar m.a. á sjúkrahúsinu á Akra- nesi. Á Akranesi bjó hún í nokk- ur ár og fluttist þaðan til Ólafs- víkur með eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Einari. Þau bjuggu síðustu árin á Hell- issandi. Útför Jónínu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 19. desember 2016, kl. 11. Kristín K. Skjön- haug, f. 1988, eiga þau einn son, 3) Þórunni Sig- urbjörgu Berg, f. 1985, maki Baldur Hannesson, f. 1988, eiga þau einn son. Fósturbörn Guð- mundur Geir Ein- arsson, f. 1985, og Sigrún Anna Auð- ardóttir, f. 1993. Guðríður Kristín Berg, f. 1964, d. 1986. María Petrína Berg, f. 1967, maki Sigurður Pétur Guð- mundsson, f. 1963, börn þeirra; 1) Regína Hrönn, f. 1984, maki Marinó Gunnarsson, f. 1986, eiga þau eina dóttur. 2) Jónína Helga, f. 1987, maki Sveinn Be- noný Magnússon, f. 1988, eiga þau tvö börn. 3) Jóhann Einar, f. 1989, maki Ingibjörg Lilja Krist- jánsdóttir, f. 1994, eiga þau einn son, og Karen Ingibjörg, f. 1994, maki Bruno Birins, f. 1993. Jónína eignaðist tvo syni með Halldóri N. Grímssyni, f. 1. júní 1940. Skildu. Börn þeirra Þor- lákur Grímur Halldórsson, f. 1968, unnusta Magnea Rán Guð- laugsdóttir, f. 1969. Börn Þor- láks Særún Ösp, f. 1994, og Aníta Ólöf, f. 2004. Þóroddur Halldórsson, f. 1971, maki Guðbjörg Særún Sævarsdóttir, f. 1970. Börn þeirra 1) Magnús, f. 1987, maki Jóhanna Perla Gísladóttir, f. Elsku mamma mín, þú ert far- in til austursins eilífa. Þú ert komin til Þórunnar Sigurbjargar og Guðríðar Kristínar (Dinnu), barna sem þú fékkst ekki að sjá þroskast og dafna í þessari jarð- vist. En við vitum að þær hafa verið á góðum stað og fengið verkefni við sitt hæfi hjá Guði. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hversu mikið ég sakna þín. Fæ ekki að heyra lengur rödd þína, finna ást þína og virðingu sem þú sýndir öllum í þessari til- veru. Þú kvartaðir aldrei og lést aldrei vita ef þér leið illa og fannst til í sálinni vegna þess ástvinamissis sem þú gekkst í gegnum, auk annarra ófara. Ég veit og þú meintir það þegar þú talaði um að ég hafi verið bjarg- vættur þinn í lífi þínu, þegar Þór- unn systir lá á líkbörunum 14 mánaða gömul. Ást þín til mín var ólýsanleg. Henni er ekki hægt að lýsa með orðum. Að eiga móður sem þig er mikils virði, bæði í sorg og gleði. Þegar ég hugsa til baka, sér- staklega til æskuáranna þá er það í fersku minni þegar þú kallaðir á mig með nafninu „Daddi“. Þú nefndir mig alltaf með því nafni, en minnkaðir það þegar ég sagði við þig að mér þætti það asnalegt. Það lá eitthvað bak við þetta nafn, eitthvað sem ég hugsaði aldrei út í. Þegar ég fullorðnaðist áttaði ég mig á því að það hafði einhverja þýðingu fyrir þig. Þú varst mjög næm. Það var aldrei hægt að leyna þig nokkrum hlut, þú vissir ef eitthvað væri að hjá þínum nánustu eða þá það stæði eitthvað til. Þegar ég kom að rúmi þínu fjórum dögum áður en þú lést, lást þú með lokuð aug- un og hálfdormandi. Þegar ég kom hljóðlega inn til þín, snerti hönd þína sagðir þú: „ert þetta þú, Skúli minn“. Að skrifa minningar eftir fimmtíu og þriggja ára samvist duga vart í eina bók. Ég tel best að geyma þær minningar í huga og hjarta mínu sem verða þar svo lengi sem ég lifi. Við systkinin er- um þakklát fyrir það að hafa fengið að fæðast í þennan heim og hafa fengið að eiga þig sem móður. Það er ótrúlegt krafta- verk að þú skulir hafa fætt sex börn þar sem læknar sögðu að þú gæti aldrei eignast börn eftir að þú slasaðist alvarlega í bílslysi sjö ára gömul. Læknar reyndust ekki sannspáir í það sinn. Mér fannst það ótrúlegt æðruleysi að hafa fyrirgefið og sæst við þann yndislega mann sem varð fyrir því ógæfuspori að hafa verið öku- maður í þeim bíl sem þú varðst fyrir. Þú varst honum aldrei reið og skírðir son þinn í höfðuð á hon- um. Þitt aðalsmerki var trúin, vonin og kærleikurinn. Þú varst alltaf svo létt og kát, lífsglöð manneskja. Í sumar og í haust ákvað ég að fara til þín í heimsókn á Hellissand sem ég sé ekki eftir. Við nutum lífsins fyrir það að vera saman. Ég þakka hinum hæsta fyrir það að hafa fengið að vera hjá þér síðustu daga ævi þinnar og á meðan þú barðist við dauðann. Þú varst engan veginn tilbúinn til að deyja, barðist til síðasta dags. Þú hafðir níu líf, en þetta var þitt tíunda. Það var gott að hafa fengið að vera hjá þér, knúsa þig, faðma og kyssa áður en þú fórst yfir móð- una miklu. Elsku mamma, ég elskaði þig út af lífinu. Minning þín lifir í hjarta mínu. Þinn, Skúli (Daddi). Í dag kveð ég elsku mömmu mína sem lést 10. desember síð- astliðinn á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Líf mömmu var barátta síð- ustu fjögur árin við illvígan sjúk- dóm, sem hún tók af æðruleysi og sýndi mikinn lífsvilja og hug- rekki. Elsku mamma mín, það sem þú varst alltaf sterk, hugrökk og jákvæð gagnvart sjúkdómnum var aðdáunarvert. Þegar við átt- um okkar daglegu samtöl sem voru alltaf seinnipartinn hvern dag, þegar ég spurði þig hvernig þú hefðir það kom alltaf: „Veistu, María mín, að nú líður mér miklu betur í dag en í gær, þetta er allt saman að koma.“ Jákvæðnin var stórkostleg hjá þér, meira að segja þegar þú varðst fyrir slysi heima í lok nóvember, dast og fótbrotnaðir illa þá var alltaf já- kvæðnin í fyrirrúmi. Söknuðurinn er sár eftir mömmu og verður það að sjálf- sögðu áfram en ég er þakklát fyr- ir þann tíma sem við gátum átt saman síðustu daga þína hérna megin, rætt bæði það góða og slæma í lífinu og fyrir það er ég þakklát og sátt í hjarta mínu og að hafa getað kvatt mömmsuna mína eins og ég kallaði þig. Ég geymi síðustu orð þín til mín í hjarta mínu um alla eilífð þegar þú tókst utan um mig tveimur dögum áður en þú kvaddir og sagðir „elsku stelpan mín“. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt, elsku mamma mín, og þau áföll sem þú varðst fyrir að missa tvö börn mörkuðu djúp sár í lífi þínu. Ég trúi því að nú sértu komin á betri stað og að systur mínar tvær, þær Þórunn Sigurbjörg og Guðríður Kristín (Dinna), hafi tekið vel á móti mömmu sinni og þið séuð sameinaðar í Sumar- landinu góða. Ég trúi því í hjarta mínu að þú sért umvafin ást, hlýju og kærleika. Guð geymi þig, elsku hjartans mamma mín. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni. Lát húmið milt og hljótt hlúa að mér í nótt og mig að nýju minna á mildi arma þinna. Ég fel minn allan hag einum þér nótt og dag, ljósið af ljósi þínu lifi í hjarta mínu. (Sigurbjörn Einarsson) Þín dóttir, María. Jónína Ísleifsdóttir Ungur að árum komstu inn í líf mitt, tókst mig í arma þína og ólst sem þinn eigin. Kenndir mér allt sem þú kannt þó að ég væri ekki af blóði þínu borinn. Tókst mig á vit ævintýranna, sagðir mér hverju þú tryðir. Gerðir mig að manni. Eins og líkt er börnum þegar þau koma til sjálfsvitund- ar, finnst þeim foreldrar sínir skrítnir. En þegar stálin mætast Barði Valdimar Barðason ✝ Barði Valdi-mar Barðason fæddist 12. maí 1959. Hann lést 30. nóvember 2016. Útför Barða fór fram 16. desember 2016. undir eldinum, bræðast þau saman og verða að einu, svo sannarlega gerðum við það, deildum draumum, skoðunum og lífi hvor annars í allri sinni dýrð og feng- um að eldast sam- an. En þó ekki eins lengi og við vonuð- umst til. Í dag er ég nær alveg eins og þú, sjómaður, hestamaður, félagsvera sem og einfari. Trúi á það góða í mann- inum og rækta það. Grófur að utan, mjúkur að innan. Eða eins og sagt hefur verið, sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni. Elsku pabbi, þú varst svo margt, félagi, lærimeistari, vin- ur, bróðir, sonur, faðir, tengda- faðir, afi, töffari, flottur karl og svo margt annað sem orð fá ekki lýst, eins og þeir sem þekktu þig vita. Sannarlega hugsaðirðu vel um þá sem stóðu þér næst og mun minningin um þig lifa í hjarta okkar um aldur og ævi. Elsku pabbi, þú varst horn- steinninn í lífi mínu meðan þú lifðir og áfram eftir að þú deyrð. Þú vildir að ég nýtti það sem ég hefði, ræktaði garð minn, lifði lífi mínu, lifði drauma mína og svo sannarlega mun ég lifa drauma okkar beggja og gera þetta eins og við töluðum svo oft um. Ég mun verða við ósk þinni og syngja upp til himna, svo þú heyrir. Og eins og þú orðaðir það, við sjáumst hressir þegar minn tími kemur. Ég mun heyra í þér í náttúrunni, ég mun heyra í þér í hafinu, ég mun heyra í þér í vindinum, ég mun heyra í þér í þögninni. Ósvald. Móðir okkar, GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR, húsmóðir og verkakona, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. desember. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 22. desember klukkan 15. . Svavar Gestsson Sveinn Gestsson Helga M. Gestsdóttir Málfríður Gestsdóttir Valdimar Gestsson Guðný Dóra Gestsdóttir Kristín Guðrún Gestsdóttir og fjölskyldur þeirra. Ástkær móðir mín, amma, langammma og tengdamóðir, BRYNDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Klukkubergi 9, Hafnarfirði, lést 10. desember. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. desember klukkan 15. . Smári Eiríksson, Tinna Smáradóttir, Brynja Jónsdóttir, Kolfinna Ósk Andradóttir, Birna Lísa Jensdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN SIGURKARLSSON, lyfjafræðingur og fyrrverandi apótekari, lést 17. desember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 28. desember klukkan 13. . Anna Guðleifsdóttir Sigurkarl Stefánsson Olga L. Garðarsdóttir Sigurborg Stefánsdóttir Mekkinó Björnsson Anna Kristín Stefánsdóttir Sigurður Erlingsson barnabörn og barnabarnabarn. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgun- blaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálf- krafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.