Berklavörn - 01.06.1946, Blaðsíða 18

Berklavörn - 01.06.1946, Blaðsíða 18
SIGURBJÖRN EINARSSONdocent: Sókn gegn Bölverk bleika Sigurbjörn Einarsson, docent. Okkar öld er landnámsöld hin nýja. Nú þegar myndi þeim víða erfitt að þekkja gamla landið aftur fyrir sama land, sem uppi voru fyrir tveim mannsöldrum og færu að svipast um á kunnum slóðum, þar sem þeir þekktu áður hverja þúfu og stein. Starsýnt myndi smalanum, sem forðum beitti Reykjafell eða Lágafell, á það ný- virki, sem orðið er í gamla dalnum. Og þeim, sem nú fara nýmóðins smalareiðar á galdratýgjum aldarinnar um þjóðveginn hjá Álafossi, verður raunar líka litið með nokkurri undrun upp á melhrygginn und- ir hlíðum Helgafells. Heilt þorp hefur þot- ið þar upp á skömmum tírna, sólskins- livítt, ber við melinn rétt eins og óvænt- ur, skær hlátur upp tir eins manns hljóði. Ferðamaðurinn spyr: Hvað er að tarna? Ekki getur þetta verið fiskiþorp. Naurn- ast eitt af landbúnaðarþorpum nýja tím- ans? Nei, ekki er svo. En landnám er hér á ferðinni, raunar eitt hið merkasta í sögu aldarinnar. Hin hvitu hus á melnum eru þáttur í bókstaflegri lífsbaráttu þjóðarinn- ar. Hér er verið að búast um til þess að herða á undanhaldi eins versta lífsfjanda á íslandi, berklaveikinnar. Reykjalundvr heitir staðurinn, vinnuheimili berkla- veikra, sem komizt hafa til nokkurrar starfs- heilsu. Litlu, hvítu húsin og grænu teig- arnir, sem eru að myndast umhverfis þau, eru eins og bros í andliti landsins, sigur- bros, því nú er einn af óvinum íslands að hörfa, og þjóðin fylgir flótta hans eftir, — Reykjalundur er vitni þess. Reykjalundur er enn á byrjunarstigi. Fá ár eru liðin síðan samtök manna, sem sjálf- ir höfðu orðið sárir undan atlögum hins bleika víkings, hófust handa um þessa framkvæmd. Hér hefur verið að unnið af mikilli atorku, ósérplægni og áræði. Og kynlegt hefði það verið, ef þjóðin hefði ekki brugðið skjótt og rösklega við, þegar til hennar var leitað um aðstoð til þess að koma þessari stofnun upp, einmitt af 2 BERKLAVÖRN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.