Berklavörn - 01.06.1946, Side 18

Berklavörn - 01.06.1946, Side 18
SIGURBJÖRN EINARSSONdocent: Sókn gegn Bölverk bleika Sigurbjörn Einarsson, docent. Okkar öld er landnámsöld hin nýja. Nú þegar myndi þeim víða erfitt að þekkja gamla landið aftur fyrir sama land, sem uppi voru fyrir tveim mannsöldrum og færu að svipast um á kunnum slóðum, þar sem þeir þekktu áður hverja þúfu og stein. Starsýnt myndi smalanum, sem forðum beitti Reykjafell eða Lágafell, á það ný- virki, sem orðið er í gamla dalnum. Og þeim, sem nú fara nýmóðins smalareiðar á galdratýgjum aldarinnar um þjóðveginn hjá Álafossi, verður raunar líka litið með nokkurri undrun upp á melhrygginn und- ir hlíðum Helgafells. Heilt þorp hefur þot- ið þar upp á skömmum tírna, sólskins- livítt, ber við melinn rétt eins og óvænt- ur, skær hlátur upp tir eins manns hljóði. Ferðamaðurinn spyr: Hvað er að tarna? Ekki getur þetta verið fiskiþorp. Naurn- ast eitt af landbúnaðarþorpum nýja tím- ans? Nei, ekki er svo. En landnám er hér á ferðinni, raunar eitt hið merkasta í sögu aldarinnar. Hin hvitu hus á melnum eru þáttur í bókstaflegri lífsbaráttu þjóðarinn- ar. Hér er verið að búast um til þess að herða á undanhaldi eins versta lífsfjanda á íslandi, berklaveikinnar. Reykjalundvr heitir staðurinn, vinnuheimili berkla- veikra, sem komizt hafa til nokkurrar starfs- heilsu. Litlu, hvítu húsin og grænu teig- arnir, sem eru að myndast umhverfis þau, eru eins og bros í andliti landsins, sigur- bros, því nú er einn af óvinum íslands að hörfa, og þjóðin fylgir flótta hans eftir, — Reykjalundur er vitni þess. Reykjalundur er enn á byrjunarstigi. Fá ár eru liðin síðan samtök manna, sem sjálf- ir höfðu orðið sárir undan atlögum hins bleika víkings, hófust handa um þessa framkvæmd. Hér hefur verið að unnið af mikilli atorku, ósérplægni og áræði. Og kynlegt hefði það verið, ef þjóðin hefði ekki brugðið skjótt og rösklega við, þegar til hennar var leitað um aðstoð til þess að koma þessari stofnun upp, einmitt af 2 BERKLAVÖRN

x

Berklavörn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.