Berklavörn - 01.06.1946, Síða 22
Aðalhúsið. I. hæ'ö.
-Vf- -f-«^
en að safna peningum — hún vissi að gef-
endurnir höfðu ætlazt til að hún ávaxtaði
þá, og skilaði vöxtunum í meira heilsu-
farslegu öryggi og bættu heilsufari þjóðar-
innar sem fyrst. í sambandi við það var svo
hafizt handa um framkvæmdir á landi sam-
bandsins á Reykjum í Mosfellssveit í júní
1944, og hefur þeim verið haldið áfram ó-
slitið síðan. Og stjórnin væntir þess að
kleift muni reynast að halda enn óslitið
áfram þar til Vinnuheimilið að Reykja-
lundi er fullbyggt og sæmir þeim stórhug,
sem þjóðin hefur sýnt með framlögum
imum.
Þá mun ég lítillega gera grein fyrir þeim
framkvæmdum, sem ýrnist er lokið eða ver-
ið að vinna að á Reykjalundi. Lokið hefur
verið við byggingu 11 smá húsa, sem hvert
um sig rúmar fjóra vistmenn auk dagstofu
og smáeldhúss. Byggður hefur verið lækn-
isbústaður og starfsmannahús. Hermanna-
skálar hafa verið lagfærðir og breytingar
gerðar á þeim svo að þeir yrðu nothæfir
sem verkstæði, eldhús, borðstofa, íbúðir
starfsfólks o. fl. Keyptar hafa verið vélar
fyrir járnsmíði, trésmíði, saumastofu,
prjónastofu og bókband auk byggingavéla.
Þá hefur verið keyptur liúsbúnaður og
annað það er til þarf daglegs reksturs heim-
ilisins. Byrjað hefur verið á að lagfæra
landið, en því verki er langt frá að vera
lokið. Þessar framkvæmdir allar liöfðu
kostað okkur til síðustu áramóta kr. 1.950.
626.16.
6
BERKLAVÖRN