Berklavörn - 01.06.1946, Side 25

Berklavörn - 01.06.1946, Side 25
VOR Nú veit ég að vorið er komið: — Niðri við ströndina syngur sœrinn söngva vorsins i eyra mér, og sólheitur, angandi sunnanblœrinn livislar þvi að mér hvar sem ég fer: — Hinn langi vetur er liðinn! Og mér verður hlýtt um hjartarœtur að hugsa til*þess, sem koma á: sólhvitir dýrðardagar, sveimandi, vorbjartar vökunœtur, dular og heitar sem hjartans þrá-------- þýtur í þúsund strengjum: — fyrsta hljómkviða vaknandi vorsins; ómarnir berast um blávegu geims, tindrandi bjartar tónaperlur, dýrari öllum djásnum heims! — Sólskinið hlær og sindrar; sól yfir heimi, sól i geimi — heiðríkjast þó i liuga mér! Vordis! min bjarta brúður, glaða, söngelska sólskinsdrottning! Klökkur------fagnandi krýp ég þér! Aldraður bóndi gerist smiður í Reykjalundi. LJÓÐ Ég lagði af stað með faðminn fullan af blómum, fegurstu blómum, sem spruttu á túni og engi. Ég lagði af stað með hugann fullan af hljómum, hljómum, sem ást min lék á kliðmjúka strengi. Og mér fanst vorið titra af töfrandi ómum. A tærri safirhvelfingu geislar hlógu. Ég kom að þinum hibýlum hljóðum og tómum. Hljómarnir þögnuðu. Blómin min fölnuðu — og dóu. BERKLAVÖRN 9

x

Berklavörn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.