Berklavörn - 01.06.1946, Page 27

Berklavörn - 01.06.1946, Page 27
Elzti vistmaðurinn að Reykjalund-: við vinnu sína. VINNAN. Vinnuþol vistníánna var við komu 4—6 stundir daglega að meðaltali. Vistmenn unnu aðallega í verkstæðum Vinnuheimilisins en einnig við heimilis- reksturinn og bókhaldið. Aðalverkstæði vinnuheimilisins voru: trésmíðaverkstæði, járnsmíðaverkstæði og saumastofa, einnig vísir að bólstraraverk- ■stæði, prjónastofu og veiðarfæragerð (neta- hnýtingu). 1. Trésmíðaverkstæði: Þar unnu 12 vist- menn 7553 stundir á árinu. Unnið var aðallega að framleiðslu leikfanga, en einnig vann verkstæðið ýmislegt fyrir heimilið og' byggingarnar. Eins og geng- ur þá átti verkstæðið við ýmsa byrjunar- örðugleika að etja, en framleiðslan hefur stöðugt farið batnandi og má nú fullyrða að leikföng frá Vinnuheimilinu séu full- komlega samkeppnisfær við hver önnur innlend leikföng. Nokkuð var einnig smíð- að á verkstæðinu af krocket áhöldum og hafin smíði á renndum lampafótum, en takmarkað vinnuafl hamlaði verulegri framleiðslu í þessum greinum. Verkstæðið greiddi vistmönnum 34.889.48 krónur i vinnulaun og stóð nokkurn veginn undir isér. 2. Járnsmiðaverkstœðið: Þar unnu á ár- inu 6 vistmenn, 6034,5 stundir. Unnið var að framleiðslu leikfanga úr járni, bak- pokagrinda, barna- og sjúkrarúma. Auk þess voru framkvæmdar margs konar við- gerðir fyrir heimilið og aðra. Allmikið af vinnunni þetta fyrsta starfsár fór í undir- búning og smíði móta og áhalda fyrir verk- stæðið sjálft. Framleiðsla verkstæðisins hefur þegar fengið orð á sig fyrir að vera falleg og vönduð og er ástæða til þess að ætla að miklir möeuleikar séu framundan. Verkstæðið greiddi vistmönnum 30.910. 58 krónur í vinnulaun. Nokkur halli varð á rekstri verkstæðis- ins. 3. Saumaverkstœði: 14 stúlkur unnu 7448 stundir við sauma. BERKLAVÖRN 11

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.