Berklavörn - 01.06.1946, Side 30

Berklavörn - 01.06.1946, Side 30
' sfc * S e •' - JÓN EIRÍKSSON, lœknir: \ Berklaprófið Berklaprófið (Pirquet-Mantoux og Moro- próf) er mjög þýðingarmikið atriði í öllum berklarannsóknum. Prófið grundvallast á því, að þegar líkaminn hefur fengið í sig berklabakteriu, verður hann í flestum til- fellum upp frá því ofnæmur (allergishur) gegn efni því, sem berklabakteríurnar ntynda og nefnt er túberkúlín. Berklapróf- ið gefur því til kynna, hvort sá sent prófið er gert á, hafi fengið í sig berklasmit eða ekki, en segir á hinn bóginn ekkert til um það, hvort sá, sem prófið kemur út á, er jákvætt, er berklaveikur eða ekki. Aftur á móti er í lang flestum tilfellum hægt að útiloka, að um berklaveiki geti verið að ræða hjá þeim, sem berklaprófið kentur ekki út á, er neikvætt. Berklaprófið segir því fyrst og fremst til um, hvort smitun hefur átt sér stað eða ekki. Nú á tímum má gera ráð fyrir, að allir sem kornast á fullorðins aldur smitist fyrr eða seinna af berklum. Sem betur fer, er þó aðeins lítill hluti, sem fær sjúkdóminri, en engin leið er að vita fyrir fram h\'er verður fyrir því og hver ekki. Með endurteknum berklaprófunum er hægt að gera sér grein fyrir á hvaða aldri berklasmitunin á sér stað. I þéttbýli snrit- ast flestir á aldrinum 15—35 ára, svo að um 40 ára aldur rná segja að flestir hafi smitast af berklum, en sem betur fer aðeins lítili hluti sýkzt, eins og áður er tekið frarn. Hér á landi, eins og víða annars staðar, er árlega gert berklapróf á börnum á skóla- skyldualdri og sýnir það sig, að um fjórði hluti allra barna hafa fengið í sig berkla smit um fermingaraldur. Jón Eiríksson. Berklaprófun á börnum getur gefið mikilvægar upplýsingar urn smitunarleiðir og er það ekki ósjaldan að jákvætt berkla- próf gefur ákveðnar bendingar um, hvar líkur séu til að einhver sé með „opna berkla“ þ. e. .a. s. virka berklaveiki. Berklaprófið er hægt að gera á þrennan hátt: Svokallað Pirquet-próf nteð því að rispa í húðina með hnífsoddi, Mantoux- próf, með því að stinga í húðina og Moro- próf, þar sent smyrsli er notað á húðina og plástur settur yfir. I öllum prófunum er notað túberkúlín, íPirquet- og Mantoux- prófinu í þunnri upplausu, í Moro-próf- inu í smyrslinu. Túberkúlínið er algjör- lega skaðiaust líkamanum í þeim þynning- um, sem það er notað við berklaprófin. og eru yfirleitt engin óþægindi við prófin, nema smávegis rispa með hnífsoddi eða stunga með fínni nál. Moro-prófið er ekki öruggt, nema hjá börnum fram til ca. 12 ára aldurs, og eru auðvitað mikil þæg- 14 BERKLAVÖRN’

x

Berklavörn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.