Berklavörn - 01.06.1946, Page 39

Berklavörn - 01.06.1946, Page 39
Við hnappagatavél. Að þessu athuguðu mun engan undra, að reynsla og athuganir margra lækna á síðustu árum bendi til, að íslendingar séu lialdnir langvarandi (kroniskum) B-vita- minskorti. Skal ekki farið nánar út í þá sálma hér en aðeins bent á ýmsa þá kvilla, sem fjöldi af fólki er haldið af og oft lag- ast eða batna, þegar B-vitamin er gefið, svo sem ýmiskonar gigt og taugatruflanir, slen, „beinverkir“, kvillar í meltingarfærum, lystarleysi í krökkum o. fl. Ekki er þó ætlunin að halda því fram, að B-vitamin sé allra meina bót, enda vit- að, að fæði okkar íslendinga er í ýmsu fleiru ábótavant en B-vitamini. Hitt er að- alatriðið að vita, að við getum komið í veg fyrir allan B-vitaminskort í flestum tilfell- fellum með því að borða heilnæmar korn- tegundir, svo sem rúg, heilhveiti og hafra í stað hvítahveitis og hrísgrjóna og stilla sykur- og sælgætisneyzlunni í hóf. Það mun lítt rannsakað, hvaða áhrif langvarandi skortur á B-vitamínum hefur á mótstöðuafl manna gegn bakteríusjúkdóm- um, eins og t. d. berklaveiki, en ég hef til- hneigingu til að ætla, þar til annað verð- ur sannað, að sá einstaklingur sem ekki er haldinn af B-vitaminskorti standi betur að vígi í baráttunni við berklana, en hinn, sem líður af B-vitaminskorti. Og það mun vera álit sérfræðinga allt fram á þennan dag, að flest það, sem bætir almenna Iieil- brigði manna, auki viðnámsþróttinn gegn berklaveikinni og megi því óbeint teljast til berklavarna. Svo að lokum þetta: Þess eru engin dæmi að ntenn fái of mikið af B-vitamin- um, en fjöldi manna fær of lítið af þeim. Hættum því að sóa jiessum dýrmætu næringarefnum með heimskulegu matar- æði. Snorrri P. Snorrason. Dóttir gestgjafans: ÞaS er nú meiri bókahrúgan, seni þér cigiS. ViljiS þér lána mér einhverja þeirra? Stúdentinn: Alveg sjálfsagt. Þér megiS fá þær allar. Dóttir gestgjafans: EigiS þér enga — enga, sem þér viljiS síSur aS ég lesi? BERKLAVÖRN 23

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.