Berklavörn - 01.06.1946, Qupperneq 41

Berklavörn - 01.06.1946, Qupperneq 41
BJÖRN GUÐMUNDSSON, frá Fagradal: 5. þing S. í. B. S. Fimmta þing S. í. B. S. var haldið að Reykjalundi 22. og 23. júní í sumar. Þetta þing er merkilegt í sögu sambandsins vegna þess, að það er fyrsta þingið, sem haldið er að Reykjalundi, í eigin húsakynnum. Þingið sátu 46 fulltrúar frá sex sambands- félögum, auk miðstjórnar og gesta. For- seti þingsins var kosinn Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. Síðustu tvö árin, 1944 og 1945, hafa ver- ið sérstaklega viðburðarík í sögu samtak- anna. Nokkru eftir að síðasta þing var háð, eða í júlí 1944, var vinna hafin við Vinnu- heimilið að Reykjalundi, og sjö mánuðum síðar, 1. febrúar 1945, hófst rekstur þess. Nú eru þarna komin upp 11 íbúðarhús fyrir vistmenn, auk læknisíbúðar og íbúð- ar fyrir starfsfólk. í vor hófst vinna við aðalbygginguna, sem verður stórt hús. Her- mannaskálarnir, sem stóðu á landi Vinnu- heimilisins, hafa nú verið fjarlægðir, þeir, sem ekki eru notaðir við rekstur heimilis- ins. Landið hefur verið erjað og sáð í það. Fagurgrænt slétt tún kemur til með að breyta mikið útliti staðarins, en þarna var áður örfoka melur. Mikill áhugi ríkti meðal ^þingfulltrúa fyrir því að efla samtökin í framtíðinni. Þingið vottaði fráfarandi miðstjórn og öðr- um starfsmönnum sambandsins traust sitt og þakkir fyrir fórnfúst og árangursríkt starf á undanförnum árum. Störf mið- stjórnarinnar og annarra vegna bygginga- framkvæmdanna voru það mikil og tíma- frek, að þau tóku að miklu leyti upp tóm- stundir þessarra manna og skertu stundum svefntíma þeirra. En þeir höfðu flestir föstum, óskyldum störfum að gegna á dag- inn. Þinginu duldist ekki, að nokkrir menn höfðu lagt þarna meira af mörkum Frá Reykjalundi Stúlka vi8 rafknúna saumavél. BERKLAVÖRN 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Berklavörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.