Berklavörn - 01.06.1946, Page 42

Berklavörn - 01.06.1946, Page 42
heldur en unnt var að krefjast og óskaði að mega greiða þeim smávegis þóknun sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf, en þeir skoruðust algerlega undan að taka greiðslur fyrir störf sín. Þingið samþykkti ýmsar ályktanir og eru þessar helztar: „Unnið skal að því, að við og við verði flutt í Ríkisútvarpið á vegurn sambandsins fræðsluerindi um berkla- veiki og berklavarnir". „Fimmta þing S. í. B. S., haldið að Reykjalundi dagana 22. og 23. júní, 1946, lýsir glcði sinni yfir þeim ár- angri, sem náðst hefur á síðustu tveim árum í því að hrinda fram áhugamál- um og verkefnum berklavarnasamtak- anna. Jafnframt vottar þingið Alþingi, ríkisstjórn, félagsheildum, einstök- um styrktarmönnum og þjóðinni allri hjartfólgnar þakkir sínar fyrir skiln- ing þann, er samtökin liafa átt að mæta, og styrk allan veittan með ráði og dáð, og væntir þess að mega fram- vegis njóta sörnu góðvildar og rausn- ar frá hendi ráðamanna og almenn- ings, — unz hrundið hefur verið fram þeim velfarnaðarmálum, er samtökin hafa með höndum fyrir land og lýð“. „Fimmta þing S. í. B. S., háð að Reykjalundi dagana 22. og 23. júní 1946, ályktar að skora á ríkisstjórn liins íslenzka lýðveldis að hlutast til um að ríkisstjórn Bandaríkja Norður- Ameríku efni loforð sitt um brott- flutning herliðs síns af íslandi og tregðist ekki stundinni lengur um efndir". „Ennfremur skorar þing S. í. B. S. á ríkisstjórn hins íslenzka lýðveldis að neita afdráttarlaust ölluni tilmælum erlendra ríkja um landvist eða lands- réttindi fyrir herlið, hvort sem það er vopnað eða eigi“. „Fimmta þing S. í. B, S. beitir Frá Reykjalundi. Unnuj at) smíSi járnrúma og stóla. þeirri áskorun til heilbrigðisstjórnar- innar, að hún komi því til leiðar ,að allir héraðslæknar landsins geti fram- kvæmd loftbrjóstaðgerðir og hafi tæki til þess“. Að lokum fór fram kosning miðstjórn- ar til tveggja ára og kosning eins manns í Vinnuheimilisstjórn, auk varamanna. í mið- stjórn voru kosnir: Maríus Helgason forseti, Þórður Bene- diktsson varaforseti, Ólafur Björns- son gjaldkeri, Þorleifur Eggertsson ritari, Oddur Ólafsson, Ásberg Jó- hannesson og Björn Guðmundsson. Til vara: Daníel Sumarliðason, Jónas Þorbergs- son, Stefán Kristmundsson, Jóhann Kúld. í vinnuheimilisstjórn: Árni Einarsson. Til vara: Helgi Stein- grímsson. 26 BERKLAVÖRN

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.