Berklavörn - 01.06.1946, Page 43
ÞÓRÐUR BENEDIKTSSON:
ÓSKIR
(Endursögð smásaga)
Inn um gluggan barst hljómur kirkju-
klukkunnar.
Hún sló sjö liögg.
Stúlkan leit á armbandsúrið, síðan gaf
hún símatækinu hornauga. Það stóð vinstra
megin á skrifborðinu, svart, tilfinningar-
laust og þögult.
Hún andvarpaði mæðulega og sagði:
Fífl.
Ekki var ljóst hvort hún meinti sjálfa
sig eða símann, en hún beið þess að hann
hringdi.
Hún reis á fætur, greip bók úr skápn-
um, settist og opnaði hana af handahófi.
Eftir að hafa lesið sömu síðuna nokkruiu
sinnum, fleygði hún bókinni út í horn.
Auðséð var að allmikið amaði að stúlk-
unni er hún vatt sér að símanum og
hringdi til ungfrú Klukku. Skýr en mjög
hluttekningarlaus rödd svaraði: Nítján
núll átta.
Enn leit hún á armbandsúrið og full-
vissaði sig um að það gékk rétt. Þær gengu
þá rétt allar þessar klukkur, ekki vantaði
stundvísina hjá þeim. í því sambandi bar
hún fram fáorðar en kjarnyrðtar athuga-
semdir, um ónefnda persónu. Þær voru
óvinsamlegar.
Ungfrúin hagræddi sér í mjúkum stóln-
um, lagði hægri handlegg upp á borðið og
sló, með fingurgómum, hraðann danstakt
á plötuna. Það var danslag kvöldsins.
Hann hringir ekki, endurtók hún við
sjálfa sig, aftur og aftur. Þetta er í sjötta
eða sjöunda sinn, sem hann gabbar mig á
þennan hátt, en ég skal sjá um að þetta
verði í síðasta sinn: Minn góði lierra! Þér
virðist haldinn mjög leiðum misskilningi.
Ég er ekki svo gerð að bjóða megi mér hvað
sem er.
Ég vildi óska að ég hefði aldrei séð
hann! Þá hefði ég ekki þurft að þola þetta.
Ekki svo að skilja að ég sé nokkra lifandi
vitund skotin í honum, en ég er of stolt
til að sætta mig við slíka auðmýkingu, allra
sízt af manni, sem stendur mér svo langt
að baki á öllum sviðum. Já, svo óralangt að
baki. Taugar mínar eru ekki gerðar til að
taka við slíkri móðgun. Satt að segja er ég
of viðkvæm, alltof viðkvæm og fíngerð til
að umgangast mann af hans tagi svo ófyrir-
leitinn og ruddalegan.
Þegar klukkan í turninum sló hálf átta,
leit stúlkan enn á armbandsúrið sitt, snéri
sér síðan að símanum og horfði á hann með
augum sem loguðu af reiði.
Ég vildi óska, að ég sæi hann aldrei fram-
ar!
Áhrifaríkast væri það vissulega að segja
honum, slöngva því framan í hann að ég
biðjist undan áleytni hans: Herra minn!
Ég fer þess á leyt við yður að þér gerið
yður ekkert ómak mín vegna. Aðdáun yðar
skiptir mig engu máli. Vonandi að þér
skiljið mig. herra minn.
Það er annars vafamál að hún hafi
BERKLAVÖRN
27