Berklavörn - 01.06.1946, Page 48

Berklavörn - 01.06.1946, Page 48
Skrítlur Gesturinn: Eg get ómögulega fundið hattinn minn. Hafið þér ekki séð hann? Þjónustustúlkan: Jú: hann liggur á einum stólnum, þér hafið sjálfir setið á honum i allt kvöld. • A. Auglýsingar kosta mig fleiri þúsund árlega. B. Hvernig stendur á því. Ekki ert þú verzliinarmað- ur og þarft ekki að auglýsa neitt. A. Þú skilur ekki hvað ég á við, vinum minn. Auglýs- ingarnar, sem konan mín les, kosta mig margar þús- undir. • Dómarinn: Þér játið þá, að þér brutuS stól á höfði konunnar yðar? Sakborningurinn: Já, hr. dómari. Ög ég sé mikiS éftir aS hafa gert það, því að þetta var bezti stólinn, sem við áttum. • Eirikur litli (sem situr við matarborSið með fjöl- 'skyldunni, segir við stóru systir sína). Hverju stal Hannes frá þér á tröppunum í gærkveldi — Anna. Anna: HvaS ertu að hulla krakki. Hannes stal engu. Eiríkur litli: Jú, ég heyrði sjálfur að hann sagði: Nú stal ég einum.... Af hverju roSnarðu svona Anna? Innst i sál mér sólin skin, symrur gleðistrengur, haustið kalt með hretin sin hrœðir mig ekki lengur: Heima biður brúður min og broshýr mömmuclrengur. Gleði min er himinheið, hrein sem breiður mjalla. Syng ég burtu sjúlidómsneyð, sorg og þjáning alla: hugurinn ber mig hálfa leið heim til blárra fjalla. Jón frá Ljárskógum LEIÐRÉTTING. Bls. 9, 7. línu annars erindis í kvæðinu „Vor“. Sveimandi — les: seiðandi. Pétur litli: Mamma, hérna færðu 50 aurana aftur. Móðirin: KeyptirSu ekki frímerki á bréfið? Pétur: Nei, ég leit vel í kringum mig við póstkass- ann, og þegar ég sá að enginn tók eftir mér, stakk ég hréfinu í hann. • A: Ég er alveg í öngum mínum. Konan min er úti í þessari hellirigningu og hefur enga regnhlíf. B: Það er allt í lagi. Hún skýzt vafalaust inn í ein- hverja verzlunina og bíður skúrinn af sér. A: Já, þess vegna er ég nú í öngum mínum. • Móðirin: Ég held við ættum aS lítast um eftir manns- 'efni fyrir hana Karítas. Faðirinn: ViS getum hinkrað dálítið. Hún er ekki nema 18 ára og hittir kannske þann eina rétta síSar. Konan: Hefði ég farið að híSa eftir þeim eina rétta biði ég sennilega ennþá. • Ungi maðurinn: Ég mætti föSurbróður þínum í gær og hann lézt ekki þekkja mig. Sennilega álítur hann mig ekki jafningja sinn. Unga stúlkan: Vitleysa. Þú ert sannarlega jafningi hans. Hann er bölvaður asni. • A: Hvernig fannst mönnum nýi ræðumaSurinn? HafSi ræSa hans nokkur áhrif á tilheyrendurna? B: Já, vissulega. Þegar hann hafði talað í tæpar fimm mínútur var enginn eftir í salnum. • Prófessorinn: Hugsið yður bara kæra frú. Þessi stjarna er svo langt í burtu, að fallbyssukúla væri 1000 ár á leiðinni þangaS. Frúin: Já, en góði prófessor. HaldiS þér aS nokkur væri svo harðbrjósta, aS fara aS skjóta á stjörnu. • FaSirinn: (við Kalla sem hefur verið óþekkur) í skammarkrókinn með þig Kalli. Kalli litli: Nei, ég"vil það ekki. FaSirinn: En ég vil það. Kalli: Þá geturðu farið, þangað pabbi. • Gestur: EruS þér alveg viss um, að frúin sé ekki heima? Stúlkan: Já, væri ég það ekki, yrði mér fljótlega sagt upp. * * MóSir Kalla litla hefur ákveðiS, aS fyrir hvern blett, sem á dúkinn sé settur, skuli borga 25 aura. Hún sér að Kalli, sem situr hinum megin viS borðið, er önnum kafinn viS eitthvaS í skjóli við blómsturvasa. „HvaS ertu að gera Kalli ?“ „Ég er að sameina tvo kaffibletti! “ 32 BERKLAVÖRN

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.