Berklavörn - 01.06.1946, Qupperneq 48

Berklavörn - 01.06.1946, Qupperneq 48
Skrítlur Gesturinn: Eg get ómögulega fundið hattinn minn. Hafið þér ekki séð hann? Þjónustustúlkan: Jú: hann liggur á einum stólnum, þér hafið sjálfir setið á honum i allt kvöld. • A. Auglýsingar kosta mig fleiri þúsund árlega. B. Hvernig stendur á því. Ekki ert þú verzliinarmað- ur og þarft ekki að auglýsa neitt. A. Þú skilur ekki hvað ég á við, vinum minn. Auglýs- ingarnar, sem konan mín les, kosta mig margar þús- undir. • Dómarinn: Þér játið þá, að þér brutuS stól á höfði konunnar yðar? Sakborningurinn: Já, hr. dómari. Ög ég sé mikiS éftir aS hafa gert það, því að þetta var bezti stólinn, sem við áttum. • Eirikur litli (sem situr við matarborSið með fjöl- 'skyldunni, segir við stóru systir sína). Hverju stal Hannes frá þér á tröppunum í gærkveldi — Anna. Anna: HvaS ertu að hulla krakki. Hannes stal engu. Eiríkur litli: Jú, ég heyrði sjálfur að hann sagði: Nú stal ég einum.... Af hverju roSnarðu svona Anna? Innst i sál mér sólin skin, symrur gleðistrengur, haustið kalt með hretin sin hrœðir mig ekki lengur: Heima biður brúður min og broshýr mömmuclrengur. Gleði min er himinheið, hrein sem breiður mjalla. Syng ég burtu sjúlidómsneyð, sorg og þjáning alla: hugurinn ber mig hálfa leið heim til blárra fjalla. Jón frá Ljárskógum LEIÐRÉTTING. Bls. 9, 7. línu annars erindis í kvæðinu „Vor“. Sveimandi — les: seiðandi. Pétur litli: Mamma, hérna færðu 50 aurana aftur. Móðirin: KeyptirSu ekki frímerki á bréfið? Pétur: Nei, ég leit vel í kringum mig við póstkass- ann, og þegar ég sá að enginn tók eftir mér, stakk ég hréfinu í hann. • A: Ég er alveg í öngum mínum. Konan min er úti í þessari hellirigningu og hefur enga regnhlíf. B: Það er allt í lagi. Hún skýzt vafalaust inn í ein- hverja verzlunina og bíður skúrinn af sér. A: Já, þess vegna er ég nú í öngum mínum. • Móðirin: Ég held við ættum aS lítast um eftir manns- 'efni fyrir hana Karítas. Faðirinn: ViS getum hinkrað dálítið. Hún er ekki nema 18 ára og hittir kannske þann eina rétta síSar. Konan: Hefði ég farið að híSa eftir þeim eina rétta biði ég sennilega ennþá. • Ungi maðurinn: Ég mætti föSurbróður þínum í gær og hann lézt ekki þekkja mig. Sennilega álítur hann mig ekki jafningja sinn. Unga stúlkan: Vitleysa. Þú ert sannarlega jafningi hans. Hann er bölvaður asni. • A: Hvernig fannst mönnum nýi ræðumaSurinn? HafSi ræSa hans nokkur áhrif á tilheyrendurna? B: Já, vissulega. Þegar hann hafði talað í tæpar fimm mínútur var enginn eftir í salnum. • Prófessorinn: Hugsið yður bara kæra frú. Þessi stjarna er svo langt í burtu, að fallbyssukúla væri 1000 ár á leiðinni þangaS. Frúin: Já, en góði prófessor. HaldiS þér aS nokkur væri svo harðbrjósta, aS fara aS skjóta á stjörnu. • FaSirinn: (við Kalla sem hefur verið óþekkur) í skammarkrókinn með þig Kalli. Kalli litli: Nei, ég"vil það ekki. FaSirinn: En ég vil það. Kalli: Þá geturðu farið, þangað pabbi. • Gestur: EruS þér alveg viss um, að frúin sé ekki heima? Stúlkan: Já, væri ég það ekki, yrði mér fljótlega sagt upp. * * MóSir Kalla litla hefur ákveðiS, aS fyrir hvern blett, sem á dúkinn sé settur, skuli borga 25 aura. Hún sér að Kalli, sem situr hinum megin viS borðið, er önnum kafinn viS eitthvaS í skjóli við blómsturvasa. „HvaS ertu að gera Kalli ?“ „Ég er að sameina tvo kaffibletti! “ 32 BERKLAVÖRN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Berklavörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.