SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 3

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 3
GERUM HLUT SÍBS SEM MESTAN Happdrætti SÍBS hefur nú starfað í 50 ár. Nýverið fékkst happdrættisleyfið framlengt til ársloka 2007. Um leið fékkst nafninu breytt úr Vöruhappdrætti SÍBS í Happdrætti SÍBS og er það eitt hænufet í rétta átt en breytir þó ekki því aðal- atriði að enn höfum við ekki fengið leyfi til peningahappdrættis. enjulega hef- ur framleng- ing fengist til 10 ára í senn en nú er tíminn styttri og stafar það af fyrir- hugaðri samræm- ingu happdrættis- mála í landinu. Ekkert íslenskt happdrætti er með leyfi lengur en til 2007. Dómsmála- ráðherra skipaði 1998 nefnd til að semja frumdrög að mótun framtíðarstefnu í happdrættismálum. Nefndin skilaði skýrslu í febrúar 1999 og var niðurstaðan sú að löggjöf um happdrættismálefni væri orðin gömul og að sumu leyti ófullkomin, ósamstæð og stangaðist þar ýmislegt á. Ekki kemur slík niðurstaða á óvart þeim sem við happdrættin starfa. Nefndin tekur ekki beina afstöðu, en bendir á ýmsar leiðir. eðal annars gæti komið til greina að sameina öll happdrætti í eitt ríkisrekið happdrætti, sem síðan úthlutaði fjármunum til hinna ýmsu aðila sem þá eru fyrir á markaðnum. Hugsum okkur nú þann möguleika að þetta yrði gert. Hvemig stendur SÍBS þá að vígi við úthlutun fjár? Eftir hverju yrði farið? Nærri öruggt má telja að litið yrði á hagnað hvers einstaks happdrættis nokkur ár aftur í tímann og sneið hvers og eins yrði, í það minnsta að hluta til, í samræmi við það. Hvað er þá vænlegra til árangurs fyrir SÍBS en að styrkja happdrættið eins og mögulegt er svo hagnaður þess næstu árin verði sem mestur? síðastliðnum vetri lá fyrir Alþingi sameigin- leg beiðni DAS og SÍBS um að hið löngu úrelta ákvæði í lögum um vömhappdrætti yrði afnumið og báðum þessum happdrættum yrði veitt heimild til að greiða vinninga sína út í peningum. Viðskiptavinir okkar vita manna best um þau forn- eskju vinnubrögð sem við þurfum að notast við, vörunótur ofl. mmvatpinu var vísað til allsherjamefndar og nefndin vísaði því síðan til ríkisstjórnarinnar og nú bíðum við vongóð úrskurðar hennar. ér er mikið í húfi fyrir DAS og SÍBS. Ekki em færð rök fyrir því að jafnrétti okkur til handa skaði önnur happdrætti, sem löngu eru hætt að byggja á flokkahappdrætti einu, en hafa meiri- hluta tekna sinna af öðrum fjáröflunarleiðum eins og t.d. spilakössum. Staðreyndin er sú að DAS og SÍBS hafa verið skilin eftir úti í kuldanum þegar nýjungum og nýjum happdrættum hefur verið hleypt inn á markaðinn. Þessi tvö happdrætti hafa í áratugi fjármagnað framkvæmdir í þágu aldraðra, sjúkra og fatlaðra á íslandi, framkvæmdir sem annars hefði ekki orðið neitt af eða mæta hefði þurft með auknum sköttum á landsmenn. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að happdrættin geti starfað áfram og þá á jafnréttisgrundvelli. lafur Jóhannesson, sem lengst hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra happdrættis SÍBS, hefur orðið við þeirri bón minni að gera samantekt fyrir blaðið á starfi happdrættisins á 50 ára ferli þess. Sú samantekt fer hér á eftir. En framtíð happ- drættisins er í höndunt landsmanna. Njótum við áframhaldandi stuðnings þjóðarinnar og sýni SÍBS-fólk samstöðu um að styrkja happdrættið mun vel fara og SIBS verða sterk samtök hér eftir sem hingað til. Helga Friðfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Happdrættis SIBS. Helga Friðfinnsdóttir SÍBS-fréttir • 2. tbl. 15. árg. des. 1999 • Útgefandi: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga SÍBS • Ritnefnd: Haukur Þórðarson (ábm.), Helga Frið- finnsdóttir og Sigurjón Jóhannsson. • Prentvinnsla: Steindórsprent-Gutenberg • Greinar í ritinu eru á ábyrgð höfunda • Dreift ókeypis til félaga í SIBS • Endurprentun heimil að fengnu leyfi höfunda • Aðsetur: SÍBS, Suðurgötu 10, 101 Reykjavík, sími 552 2150, fax 562 9150. SÍBS-fréttir • 3

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.