SÍBS fréttir - 01.12.1999, Qupperneq 4

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Qupperneq 4
Happdrætti SÍBS fimmtíu ára Um þessar mundir eru liðin fímm- tíu ár frá stofnun happdrættis ✓ SIBS, en allan þann tíma hefur það verið aðal máttarstoðin undir s / ölluin framkvæmdum SIBS. I eftirfarandi greinarkorni verður reynt að segja í stuttu máli frá aðdraganda að stofnun happ- drættisins og nokkrum megin- dráttum í rekstri þess. Samband íslenskra berklasjúklinga - SIBS - var stofnað á Vífilsstöðum 24. október 1938. Á öllum berklahælum landsins voru stofnuð félög sem allur þorri berklasjúklinga á hælunum gekk í. Auk þess voru stofnuð sambandsfélög í flestum stærstu kaupstöðum landsins, en í þau gengu útskrifaðir berklasjúklingar og styrktarfélagar. Þegar á fyrstu árum sínum setti SIBS sér það takmark að vinna að stofnun vinnuheimilis fyrir berklasjúklinga sem voru að útskrifast af hælun- um, því að algengt var að þessir sjúklingar veiktust á ný, sérstaklega ef þeir fóru að vinna erfið störf nýkomnir af hælunum, þeir þörfnuðust endur- hæfingar. Stjórn SÍBS ákvað því snennna á ferli sínum að einbeita öllum kröftum samtakanna að byggingu vinnuheimilis. Strax var hafist handa við fjársafnanir og ljóst að slíkar stórframkvæmdir myndu kosta mikið fé. Farnar vona ýmsar fjáröfl- unarleiðir, sem hér verða ekki raktar, og lands- menn reyndust feikilega örlátir við þessa stórhuga bjartsýnismenn. Keypt var land í Mosfellssveit undir vinnuheim- ilið, árið 1944 hófust framkvæmdir og hinn 1. febrúar 1945 tók heimilið til starfa. Þær fjáraflanir sem efnt hafði verið til undanfarin ár höfðu fært SÍBS fimm milljónir króna snemma árs 1949. Þeir peningar fóru í svonefndan vinnuheimilissjóð. Mönnum varð fljótlega ljóst að samtökin yrðu að koma sér upp varanlegum tekjustofni. Hugmyndarinnar um happdrætti SIBS er fyrst getið í fundargerð stjómar 26. mars 1948, en Olafur Jóhannesson vafalaust hafa menn verið búnir að ræða málið sín á milli áður en það bar á góma á stjómarfundi. Á fundum stjórnar næstu mánuði var iðulega rætt um hugmyndina, og á fundi 1. ágúst 1948 spyr einn stjómarmanna hvort ekki myndi fást leyfi fyrir peningahappdrætti, en fær það svar að það fáist ekki meðan Happdrætti Háskóla Islands væri starfandi. Hinn 30. nóvember 1948 skýrir Þórður Benediktsson, stjórnarmaður og erindreki SIBS, svo frá að tilbúið væri lagafrumvarp um leyfi til rekstrar vömhappdrættis og sagði að Gísli Jónsson alþingismaður myndi leggja frumvarpið fyrir Alþingi. Á stjómatfundi 18. janúar 1949 er rætt um málið og starfsmaður SIBS, Guðmundur Löve, beðinn að segja frá undirbúningi. Hann skýrði svo frá að hann hefði átt samtal við Gísla Jónsson sem væri í óða önn að búa sig undir flutning frum- varpsins og bæði um ýmsar upplýsingar frá SIBS og þyrfti að fá þær fyrir 20. janúar. Á stjórnar- fundinum kom fram að Þórður Benediktsson hafði gert uppkast að frumvarpi um vömhappdrætti, en 4 • SÍBS-fréttir

x

SÍBS fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.