SÍBS fréttir - 01.12.1999, Page 15

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Page 15
útdrætti loknum og hefur allt undir eftirliti. Prent- smiðja þarf ekki lengur að prenta skrá til dreifingar í umboðin. Ljósritunarvél skrifstofunnar vinnur það verk. Vinningaskráin birtist síðan í dagblöð- unum, t.d. alltaf daginn eftir í Morgunblaðinu. Hægt er að fletta stórum vinningum upp í textavarpi RUV og síðast en ekki síst er hægt að fara inn á heimasíður SIBS og láta leitarvélina gá hvort vinningur hefur fallið sl. tólf mánuði. Slóðin er www.sibs.is síðan smellt á „happdrætti" og loks „á ég vinning“. Breytingin er mikil frá því sem áður var en eitt hefur ekki breyst. Alltaf er jafn gaman að tilkynna um góða vinninga og hreint ótrúlegt hvað þeir koma oft á góða staði og hitta í mark. H.F. Svik í tafli Á þeim árum, þegar þriðji hver miði fékk að meðaltali vinning ár hvert hjá happdrættinu, kom kona nokkur í eitt umboðið og kvartaði. Hún sagðist eiga þrjá miða en samt sem áður hefði hún ekki hlotið neinn vinning. Hér væru einhver svik í tafli. Maður sem staddur var í umboðinu og hlustaði á, gat ekki stillt sig um að leggja orð í belg. „Já“, sagði hann. „Ég las líka um daginn sögu um norræn hjón sem áttu tvö börn en þorðu alls ekki að eignast það þriðja þar eð þau höfðu heyrt í fréttatíma útvarps að þriðja hvert barn, sem fæddist í heiminum væri Kínverji". Nóg komið Svo var það hugsjónamaðurinn sem ákvað að styðja SÍBS með kaupum á happdrættis- miða. Eftir fortölur vinar keypti hann einn miða um áramótin. Hann var svo heppinn að vinna strax í janúar 12.000 krónur. Þegar hann kom til að vitja vinningsins tilkynnti hann um leið að nú ætlaði hann að hætta - hann væri búinn að styrkja SÍBS nóg. Hvar er vinningurinn? Happdrætti SÍBS er samkvæmt lögum, flokkahappdrætti, þ.e. happdrættisárið fylgir almanaksárinu og þegar dregið er í janúar er verið að draga í fyrsta flokki ársins og þeir sem þá kaupa sér nýja miða eru með í fyrsta skipti af mörgum mögulegum. í janúar eitt árið kom ákveðinn góðvinur Bakkusar inn í umboð happdrættisins og keypti sér miða. Dregið var í 1. flokki og ekki fékk umræddur viðskiptavinur neitt á miðann sinn (hefur nú komið fyrir fleiri). Þegar hann síðan kemur til að endurnýja í febrúar hallar hann sér yfir borðið að afgreiðslustúlkunni sem umvafðist höfgum ilmi anda hans. Hann lítur á hana alvar- legum augum og segir: „Mig er nú farið að lengja eftir vinningnum“. Dáinn Svo var það áhugasama afgreiðslustúlkan (hér nefnum við engin nöfn). Tveir há- aldraðir bræður höfðu spilað í happdrættinu í fjölda ára, trúlega frá stofnun þess. Annar bróðirinn kom alltaf til að endurnýja ntiðana fyrir þá báða. Þetta var ljúfur maður, orðinn dálítið hrumur en þó mjög virðuleg- ur. Eitt sinn sem oftar kemur hann til að endurnýja, gengur hægt að borðinu. leggur frá sér silfurbúinn staf og segir skjálfandi röddu: „Nú ætla ég bara að endurnýja annan miðann. Hann bróðir nrinn er dáinn“. Afgreiðslustúlkan áhugasama er skjót til svars og segir eins glaðlega og henni frekast er unnt: „Það er allt í lagi! Þú getur alveg haldið áfram með miðann, við setjum hann bara á þitt nafn!“ Ónafngreinda afgreiðslustúlkan á erfitt með að gleyma augum gamla mannsins þegar hann horfði á hana. Hún man þau vel nú, 34 árum síðar, hversu blá þau voru og rakri slikjunni og undruninni sem færðist yfir þau. SÍBS-fréttir • 15

x

SÍBS fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.