SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 5

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 5
Dregið í happdrœttinu í nóvemer 1999. Ungur maður snýr teningastokknum. Tveir fulltrúar ráðuneytisins eru viðstaddir. Annar þeirra skráir allar framkvœmdir í gerðarbók en hinnfylgist með innslœtti í tölvu. komið hefði fram að Gísli Jónsson vildi hafa lög um happdrætti Háskóla Islands að miklu leyti sem fyrirmynd. Fundarmönnum fannst það miklu óaðgengilegra en uppkast Þórðar. Niðurstaða fundarins var sú að kjósa þriggja manna nefnd sem ganga skyldi á fund Gísla Jónssonar 19. janúar, daginn eftir þennan fund stjórnar. I nefndina voru kjömir Þórður Benediktsson, Oddur Ólafsson og Guðmundur Löve. Ekki er vitað hvað fór milli nefndarmanna og Gísla Jónssonar. Hið merkasta nauðsynjamál Gísli Jónsson átti um þessar mundir sæti í heil- brigðis- og félagsmálanefnd efri deildar Alþingis og fékk hann nefndina til að flytja frumvarpið um Vöruhappdrætti SÍBS. Gísli hafði framsögu um málið og sagði þá meðal annars: „I stjóm em aðeins eldri og yngri berklasjúklingar, og stjóm þeirra á þessum málum svo góð að gæti ábyggi- lega verið mörgum ríkisstofnunum til fyrirmyndar. Það er ljóst að ríkissjóður hefur nú í mörg horn að líta, en með þessu frumvarpi er lfka í rauninni verið að létta því af honum að leggja þarna í byggingar- kostnað. Þetta mál er hið allra merkasta nauð- synjamál, og það er í góðum höndum. Rekstur hælisins hefur verið hagkvæmur, svo að til fyrir- myndar er, og það sem mest er um vert, skelfing sjúklinganna er með þessu móti rekin á brott og von þeirra styrkt um bjartari framtíð.“ Málið fékk greiðan gang gegnum efri deild. Þegar til neðri deildar kom heyrðust um það raddir að kanna þyrfti viðhorf forráðamanna Happdrættis Háskóla íslands til málsins. Það var gert, og að fenginni umsögn háskólaráðs og háskólarektors sem töldu ekkert í vegi fyrir framgangi málsins var frumvarpið samþykkt við allar umræður án frekari orða með samhljóða atkvæðum. Lögin „um Vöruhappdrætti Sambands íslenskra berklasjúklinga" nr.13 frá 16. mars 1949 eru í upphaflegri mynd á þessa leið: 1. grein Heimilt skal Sambandi íslenskra berklasjúklinga að stofna vöruhappdrætti með eftirfarandi skil- yrðum: a. Hlutatalan má ekki fara fram úr fimmtíu þúsund, er skiptast í sex flokka á ári hverju og skal dráttur fara fram fyrir einn flokk 5. dag annars hvers mánaðar frá febrúar til desember ár hvert. b. Hlutina má aðeins selja í heilu lagi. Iðgjald fyrir hvern hlut ákveður fjármálaráðherra að fengnum tillögum frá stjóm Sambands íslenskra berkla- sjúklinga. c. Vinningar skulu vera að verðmæti samtals að minnsta kosti 40% af iðgjöldunum samanlögðum í öllum sex flokkum. d. Drættirnir fara fram í Reykjavík. Tveir starfsmenn happdrœttisins undirbúa útdrátt. SÍBS-fréttir • 5

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.