SÍBS fréttir - 01.12.1999, Side 14

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Side 14
Happdrœtti SIBS 50 ára Meðfylgjandi myndir eru frá fyrstu árum happ- drættisins og virðast vera teknar þegar SIBS var til húsa í Austurstræti 9. Þá var ekkert flýtismál að draga í happdrættinu, tók raunar heilan dag. Á myndunum sjáum við tvö happdrættishjól. I stærra hjólinu voru miðanúmerin upprúlluð og lítill hólkur utan um hvem vafning. Miðar með upp- hæðum eða heiti vinninga sem draga átti út voru síðan í minna hjólinu. Tvö börn drógu miðana, einn miða úr hvorri tromlu, samtímis. Konan sem við sjáun hnakkasvipinn á heldur á nál og þræði. Upp á þennan þráð dró hún miðana um leið og fulltrúi ráðuneytisins hafði lesið upp miðanúmerið og vinning þann sem upp kom. Tveir skrifarar skráðu númerin hvor í sínu lagi, annar í bók ráðuneytisins hinn í bók happdrættisins og þriðji skrifarinn á skjal sem síðan var notað við gerð vinningaskrár. Þegar allir vinningar vom þannig útdregnir var bókun skrifaranna lesin saman við númerin á þræðinum svo ekki væru neinar villur. Allt var þetta gert undir eftirliti fulltrúa dómsmála- ráðuneytis. Vefja þurfti síðan upp númerin sem hlotið höfðu vinning. Það var gert með sérstökum koparprjón- um og var nákvæmnisvinna og krafðist fingrafimi. Settur var utan um hólkur og númerunum komið aftur fyrir í happdrættishjólinu svo þau væm með á nýjan leik við næsta útdrátt. Ekki mátti sjást á vafningnum að hann hefði verið handfjatlaður og ekki mátti nokkur vafningur skera sig úr. Hrært var í miðasúpunni og hjólinu snúið vandlega svo allt blandaðist og síðan innsiglað bæði happdrættishjól og önnur gögn sem máli skiptu. Vinningaskráin var send í prentsmiðju og enn þurfti að lesa allt saman, því á þeim tíma varð að handsetja hvert númer í prentsmiðjunni og ekki máttu slæðast inn villur. Þessi samlestur var mikil nákvæmnisvinna og var unninn af tveimur aðskild- um vinnuhópum, sem loks bám saman bækur sínar. Allt umstangið og starfsmannafjöldinn sem nauðsynlegur var, gerði dráttardagana sérstaka og hátíðlega. Nú er öldin önnur- allar upplýsingar eru í tölvu. Við útdrátt er notað sérstakt forrit sem varðveitt er innsiglað af ráðuneytinu milli útdrátta. Þegar forritið er komið í tölvuna er hún mötuð á tölu sem er fundin á eftirfarandi hátt: Notaður er stokkur sem skipt er í 8 hólf og í hverju hólfi hans er reglu- legur tvítugflötungur (teningur) og á hvern flöt hans er skráð ein tala frá 0-9 þannig að hver tala er á tveimur flötum. Stokknum er snúið, hann látinn stöðvast af sjálfu sér og talan lesin sem þar snýr upp. Það em fulltrúar dómsmálaráðuneytis sem lesa tölurnar. Stokknum er snúið alls 6 sinnum. Sú tala sem þannig myndast (sex tölur og allar átta stafa) er síðan sett inn í tölvuna sem gmnntala þeirra númera sem dragast út sem vinningsnúmer. Það er sama hending sem ræður nú og áður fyrr. Snúið er tromlu, ekki fullri af miðum eins og í gamla daga, heldur er innihaldið teningar. Eftir að grunntalan er komin inn í tölvuna líður aðeins drykklöng stund þar til vinningaskráin prentast út, uppröðuð og tilbúin. Happdrættisráð, sem skipað er af dómsmálaráðuneytinu skráir allt ferlið hjá sér eins og áður fyrr, innsiglar forritið að Happdr ættishj ólið 14 • SÍBS-fréttir

x

SÍBS fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.