SÍBS fréttir - 01.12.1999, Page 31

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Page 31
fundi hans. Vel veit ég að sumir munu segja, að ekki sé orði trúandi um þá ástarsögu, en við skulum athuga málið. Þórgunna er frægust af frásögn Eyr- byggju; hún kemur með írsk-suðureysku kaupskipi til íslands, nánar tiltekið Hellissands á Snæfells- nesi síðsumars árið 1000; fær vist á Fróðá, hjá Þóroddi bónda og Þuríði og mun hafa ætlað að vera þar um veturinn; ekki er sagt hvað hún ætlaðist fyrir annars, en ég álykta af ýmsu að hún hafi ætlað til Grænlands næsta sumar. En hún dó þá um haustið. Það kemur fram í sögunni, að hún hafði dálæti á mjög ungum mönnum, en þó er gefið í skyn, að hún hafi verið komin yfir fimmtugt. Þetta getur staðist, og þó naumlega í ljósi þess sem næst verður rakið. En einnig má hugsa sér að bæst hafi við aldur hennar í tveggja alda frásögnum. í Eiríkssögu rauða segir frá því, að Leifur „varð sæhafa til Suðureyja", og „Leifur lagði þokka á konu þá er Þórgunna hét...En er Leifur bjóst brott, beiddist Þórgunna að fara með honum“.... Leifur neitaði, og bar einhverju við, sem vel má hafa verið gild ástæða, en henni líkaði ekki vel. Segir hún þá, að hún sé með barni. „Mun ég upp fæða sveininn og senda þér til Grænlands. En koma ætla ég mér til Grænlands áður en lýkur.“ Síðan segir Eiríkssaga: „Þessi sveinn kom til Grænlands og nefndist Þorgils. Leifur tók við honum að faðerni.“ Og er það sumra manna sögn, að þessi Þorg. hafi komið til íslands fyrir Fróðárundur um sumarið“ (árið 1000). Lesa sumir fræðimenn úr þessari skammstöfun „Þorgils" en aðrir „Þórgunna“, og tel ég það hiklaust réttara. I þessu samhengi verður hin dularfulla koma Þórgunnu til Hellissands skiljanleg og rökrétt í fyrsta sinn. Hún stefnir á Grænland með þessari ferð. Það sem eftir er að skýra í þessu sögubroti, er hið mikla miseldri þeirra Leifs og Þórgunnu. Þessi Suðureyjaferð hlýtur að hafa verið farin um 995- 999, af ástæðum sem ég rek ekki hér. Leifur er þá komungur maður, fæddur um 975-80. Við höfum þegar heyrt um dálæti Þórgunnu á ungum mönn- um, en fimmtugsaldur er fullhár, og annað eins og 50 fyrir 40 hefur oft skolast til í handritum, hafi það ekki þegar orðið í sögnum sem um þetta gengu við Breiðafjörð á 11. og 12. öld. Þorsteinn Guðjónsson Happdrættissaga SENDING FRA ÆÐRI MÁTTAR- VÖLDUM „Við bjuggum í einu litlu herbergi í lélegu húsi á þessum tíma, höfðum búið þar í 5 ár. Maðurinn minn var verkamaður og þekktur íþróttamaður, keppti m.a. fyrir íslands hönd á Olympíuleik- unum. Ég vann líka erfiðisvinnu fyrst í sjoppum hér og þar um bæinn og sem vinnukona í húsum. Svoleiðis störf áttu ekki vel við mig. Síðan komst ég í fiskvinnu og það var það besta. Af hverju það besta? Jú, fiskvinnan var klár erfiðisvinna en þegar vinnudegi lauk var maður laus og ekkert meira í kring um það. Þar voru allt svo hreinar línur og ekkert vesen. Svo var það einn daginn að maðurinn minn var staddur hjá mágkonu sinni og heyrði lesna upp vinningaskrá SÍBS í útvaipinu. Hann var svo minnugur á tölur. Ég gat aldrei munað númerin og vildi heldur ekki muna þau. Þegar hann kom heim sagði hann við mig: „Mikið held ég að þetta hafi verið númerið okkar sem kom upp.“ Svo fór hann að gá en hann þurfti þess ekki, hann vissi þetta alveg. Við höfðum fengið hæsta vinninginn í happdrætti SÍBS. Ég gleymi þessu aldrei. Vinningurinn kom eins og sending frá æðri máttarvöldum. Það var auglýst falleg íbúð til sölu vestur í bæ. Þegar við komum til að skoða hana var okkur sagt að hún væri seld, fólkið ætlaði að fara að ganga frá samningnum en ég sagði nú samt að ef ekkert yrði af kaupunum þá værum við næst. Svo hætti fólkið við, salan gekk til baka og við fengum íbúðina. Hún kostaði 210.000. Þvílík breyting að komast úr herbergiskytrunni! Vinn- ingurinn breytti lífi okkar og miðana hætti ég aldrei við svo lengi sem ég lifi.“ Pharmaco Hörgatúni 2, 210 Garðabær Pósthólf 200, 212 Garðabær Sími 565 8111, Telefax 565 6485 SÍBS-fréttir • 31

x

SÍBS fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.