SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 27

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 27
Um þjálfunarmannvirki á Reykjalundi Bráðlega mun á Reykjalundi rísa mikið hús sem á að hýsa nýja sundlaug, stóran leikfimisal og tækjasal ásamt tilheyrandi búningsaðstöðu. Með tilkomu þessa húss mun öll aðstaða til þjálfunar stórlagast og möguleikarnir aukast. Sú sundlaug sem við höfum í dag er 10 m. löng og 33-34° C heit. Hún hefur verið notuð fyrir vatnsleikfimi og sund- kennslu, en vegna þess hve stutt hún er og heit, hentar hún ekki til almennrar sundiðkunar. Þá er núverandi búnings- aðstaða algerlega óviðun- andi vegna þrengsla og loftleysis. Sund er í mörgum til- vikum mikilvirk aðferð til endurhæfingar, en þann þátt höfum við orðið að leysa gegnum árin með því að fara með fólkið í Varmárlaug, sem er mjög óhentugt vegna fjar- lægðar frá Reykjalundi. Nú, í vaxandi byggð og fjölgun íbúa í Mosfells- bæ, er þar naumast rúm fyrir okkar skjólstæðinga lengur. Notkun okkar á Varmárlaug hefur einskorðast við mjög afmark- aðan tíma að deginum og 3 daga vikunnar. En með nýrri laug opnast möguleikar allan daginn, alla daga. Vatn gefur okkur mikla möguleika til þjálfunar, hvort heldur er til að synda í eða til annars konar æfinga. Margir eiga t.d. auðveldara með að hreyfa sig í vatni en á þurru landi. Endurhæfingarstofnun án laugar sem gefur þessa möguleika er óhugsandi í dag. Fyrirhuguð laug verður tvískipt, annars vegar sundlaug og hins vegar æfingalaug með viðeig- andi hitastigi og stærð. Fyrir leikfimiaðstöðu höfum við notast við sam- komusal Reykjalundar, sem er of lítill, með ónógri Birgir Johnson Lárus Marinusson Á þessu líkani (1:300) sést vel hversu myndarleg bygging nýja íþróttahúsið verður. Fremst er aðalbyggingin á Reykjalundi, ásamt borðsal. lofthæð, loftræstingu og vöntun á föstum búnaði (t.d. rimlum o.fl.) og nánast engu geymslurými. Með tilkomu nýja salarins verður gjörbreyting á öllum ofangreindum þáttum og einnig verður hægt að bjóða upp á mun tjölbreyttari notkun. Hægt verður að skipta salnum í 2 sali ef vill. Nýr og stærri tækjasalur verður einnig til húsa í þessari byggingu og leysir af hólmi tækjasal á núverandi sjúkraþjálfunardeild. Það rými sem þar losnar verður kærkomið til annarra nota. Svo vill til að heilsuþjálfun á Reykjalundi á 20 ára afmæli um þessar mundir og hefur búið við mjög þröngan og ófullkominn húsakost allan þann tíma. Á Reykjalundi tvinnast sjúkraþjálfun og heilsuþjálfun saman og hér verður til sú innan- hússaðstaða sem nýtist báðum faggreinum. Þegar þessi nýja bygging verður að veruleika má líkja henni við byltingu í starfseminni. Birgir Johnson, sjúkraþjálfari Lóirus Marinusson, heilsuþjálfari BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki Austurstræti 5 SÍBS-fréttir • 27

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.