SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 12

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 12
Renault árgerð 1946, einn af happdrœttisbílum SIBS árið 1947, á Byggðasajhinu að Görðum á Akranesi (sjá nœstu síðu „20 ólöglegar bifreiðar"). Þá voru bflar og flug- vél meðal vinninga Brot úr happdrœttissösu SIBS Samband íslenskra berklasjúklinga hefur sem kunnugt er unnið ötullega að uppbyggingu vinnuheimilisins að Reykjalundi um áratuga skeið. Sú uppbygging og starfsemi sem þar er hefur ekki einungis vakið athygli hér á landi, heldur víða um heim. Til að afla fjár til uppbyggingarinnar hafa samtökin rekið vöru- happdrætti í hálfa öld. Fyrir daga þess happdrættis var aflað fjár með ýmsum hætti. A landsfundi SÍBS árið 1945 var ákveðið að efna til happdrættis og var aðalvinningurinn tlugvél, sem til þess var keypt frá Amerrku og kostaði hingað komin 70 þús. krónur. Hún gat lent bæði á sjó og landi og tók þrjá farþega. Vinningar voru alls 12 • SÍBS-fréttir 20 og voru auk flugvélarinnar bátur, farmiðar og álitlegar pen- ingaupphæðir. Það seldust 75 þúsund miðar sem kostuðu 10 kr. og var hagnaðurinn 623 þús. krónur. Þegar dregið var í happ- drættinu í ársbyrjun 1946 kom flugvélin uppá miða, sem ekki hafði selst og var því áfram í eigu SÍBS. Flugvélin aftur sem vinningur Á þessum árum var SÍBS með merkjasölu á Berklavamardag- inn og um haustið 1946 fékkst leyfi til að númera merkin og hafa flugvélina á ný sem vinn- ing. Aðeins var dregið úr seld- um merkjum. Merkjasalan gekk vel og þegar dregið var úr merkjunum 1. febr. 1947 kom í ljós að tvö börn höfðu unnið flugvélina. 19. febrúar sama ár keypti flugfélagið Vængir flug- vélina og hlaut hún skráningar- númerið TF-VIA.

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.