SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 11

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 11
endumýjað miða sína gegnum kortafyrirtækin er reynslan sú að rétt tæplega helmingur miðaeigenda á landinu nýtir þann greiðslumáta, rúmlega helm- ingur viðskiptavina kýs að endurnýja milliliðalaust hjá umboðsmanni. Það hefur því feykimikið að segja fyrir þá sem eiga miða í öllum happdrætt- unum að aðalumboðin eru öll á litlum bletti í hjarta Reykjavíkur. Sá sem ekki á miða er enginn SÍBS-maður! Hér í greinarlok er vert að benda þeim á sem lesa þessi skrif að nú eru að hefjast miklar fram- kvæmdir að Reykjalundi, sérstaklega er þessu beint til félagsmanna SÍBS. Þessar framkvæmdir kosta stórfé. Eina tekjulind SÍBS er happdrættið, hver einasti félagsmaður ætti að líta á það sem skyldu sína að eiga miða í happdrættinu, sá sem ekki á miða er enginn SÍBS-maður. Frá stofnun happdrættisins til ársloka 1998 er framreiknaður hagnaður þess rúmlega tveir milljarðar króna, eða nánar tiltekið kr. 2.165.903.388.- Þetta er há tala en hún þarf að stórhækka á næstu árum. Ólafur Jóhannesson OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTl 4B • 101 REYKJAVIK Davið lnger ÓLtfiir Útfararstj. Umsjón Útfararstj. LIKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 Lítil saga um lítinn draum Allar stelpurnar í hverfinu áttu orðið ný hjól. Ömmu langaði að gefa nöfnu sinni hjól en þá þurfti auðvitað að taka tillit til allra hinna barnabarnanna og amma átti ekki peninga fyrir 6 hjólurn. „Ef ég fæ vinning kaupi ég handa þér hjól“, sagði amma si svona við nöfnu sína. Síðan dugði ekki að hugsa meira um það. Ekki eru alltaf til peningar fyrir því sem við gimumst. En á afmælisdegi langömmu, sem er löngu dáin, opn- uðu nöfnurnar Morgunblaðið. Þar er þá vinn- ingaskrá happdrættis SIBS og vinningur á miðann hennar ömmu. Nú lá alveg ljóst fyrir hvað gera átti við peningana. Hjólið var keypt samdægurs. Dórotea Huld Einarsdóttir með Itjólið en á eftir að setja upp hjálminn. HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36 • 260 NJARÐVlK SÍMI 421 5200 • TELEFAX 421 4727 MOSFELLSBÆR f = HÉÐINN = SlBS-fréttir • 11

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.