SÍBS fréttir - 01.12.1999, Qupperneq 30

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Qupperneq 30
Landafundir og lífíð manna Öll þekkjum við Leifsstyttuna á Skólavörðuholti og vitum að hún er þýðingarmikil. Við fínnum það á okkur án þess að hugsa mikið um það. Og þó vitum við að þetta var fornkappi sem sigldi til Ameríku, meðan mikill vandi var að gera það. Ég fékk einhverntíma far upp í Borgartjörð með tveimur náungum, sem ég þekkti lítið, en þeir sögðu mér í óspurðum fréttum, að nokkru áður hefðu þeir tekið þá ákvörðun að fara að kanna heiminn, og urðu Færeyjar fyrir valinu - enda varð þetta hin besta könn- unarferð fyrir þá fél- aga. En þarna kom fram, það sem allir sannir landkönnuðir vita, að þeir eru sjaldn- ast að kanna neitt sem er algerlega óþekkt, heldur að bæta við þekkinguna á því, sem áður var minna þekkt. Leifur heppni var ekki að sigla út eintóma óvissu. Bjarni Herjólfsson hafði séð löndin án þess að stíga á land, nokkrum árum áður. Hver veit nema ein- hverjir Irar eða Skotar hafi siglt þangað áður. Hvorugt breytir þó því, að sá sem fann Ameríku var hann sem kannaði hluta hennar, gaf ömefni, gerði til- raun til landnáms, lagði til efni í frásagnir sem varðveittust meðal afkomenda, og voru síðar skráðar af þeirri réttu sögulegu yfirsýn, sem vissulega er til staðar í Vínlandssögunum báðum og öðrum fomíslenskum ritum. Þegar Leifur sneri heim eftir landnámstilraun sína síðar, fann hann norræna skipsbrotsmenn í skeri einu og bjargaði þeim. Hældi faðir Leifs, Eiríkur rauði, honum mjög fyrir þessa dáð, og taldi hana vega upp á móti öðru sem Eiríki þótti ekki jafngott. Ég trúi þessari sögu, sem sagt hefur Snoiri Sturluson, en hún sýnir að siglingar um Norður-Atlanshaf voru ekkert fágæti orðnar um þetta leyti. Enda buðu sjóferðir til íslands og Grænlands beinlínis upp á það að hrekjast til Labrador og lengra. í sjóferðamiðstöðvunum á Hlöðum í Þrándheimi, Noregi, Hlymreki á írlandi (Limerick), Eyrum við Ölfusá á Islandi og Hvarfi á Grænlandi, voru menn farnir að tala kunnuglega um hið víða haf sem lá að þessum löndum. I vísu sem Þórhallur veiði- maður orti á Vínlandi um 1005, segist hann ætla að kanna knarr- ar skeið hin breiðu (knarrar skeið: sigl- ingaieiðir). Þórhalli var vel ljóst, hve miklar voru víðáttur og vegalengdir úthafsins. Þórhallur og menn hans sigldu sunnar en þeir vildu. Rak þá til írlands, voru þar handteknir og gerðir að þrælum það sem eftir var ævinnar. Svona gat verið áhættusamt að sigla um höfin breið í þá daga. Ekki var við höfuðskepnumar einar að fást. Það er dálítið merkilegur þáttur í sögu Leifs, sem varla er nokkurntíma minnst á, og liggur þó á hvers manns borði þess sem íslendingasögur á og les. Það eru ástamál hans og Þórgunnu hinnar suðureysku, sem hljóta að hafa gerst fyrir landa- Þorsteinn Guðjónsson ritar þessa grein vegna þess að munstur hinna sérunnu trefla sem prýða vinninga- skrá happdrœttisins árið 2000 eru sótt í Landafundi og siglingar norrœnna manna fyrir þúsund árum. 30 • SIBS-fréttir

x

SÍBS fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.