SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 6

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 6
2. grein Heimild þessi gildir í 10 ár frá því að lögin öðlast gildi. Öllum ágóða af happdrættinu skal varið til að greiða stofnkostnað við byggingaframkvæmdir vinnuheimilisins á Reykjalundi. 3. grein Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um starfsemi happdrættisins. 4. grein Lög þessi öðlast þegar gildi. Þórður Benediktsson fyrsti framkvæmdastjórinn Reglugerðin var gefin út 5. ágúst 1949. I fyrstu grein hennar segir: „Agóða af Vöruhappdrætti SÍBS skal varið til að greiða stofnkostnað við byggingaframkvæmdir vistheimilisins í Reykja- lundi,“ og 2. grein reglugerðarinnar hljóðar svo: „Stjórn SIBS fer með yfirstjórn happdrættisins og hefur á hendi reikningshald þess eða felur það framkvæmdastjóra. Hún skal færa ákvarðanir, er happdrættið varða, í gerðabók sína. Stjómin ræður framkvæmdastjóra happdrættisins." I reglugerðinni, sem er í 16 greinum, eru m.a. ákvæði um fjölda útgefínna miða, vinningafjölda, miðaverð og sitthvað fleira. Ráðherra skipar samkvæmt reglugerðinni þriggja manna happ- drættisráð og tvo endurskoðendur. Á fundi í stjórn SÍBS 23. ágúst 1949 var Þórður Benediktsson, erindreki sambandsins, ráðinn framkvæmdastjóri happdrættisins. Fyrsta aðsetur þess var í hluta annarrar hæðar í Austurstræti 9, þar var skrifstofa þess og aðalumboð, starfsmenn voru afar fáir. Ráðnir voru á annað hundrað umboðsmenn, margir þeirra voru fyrrverandi berklasjúklingar. Þetta fólk lagði á sig ómælda vinnu við miðasöluna. Ákveðið var að draga í happdrættinu í fyrsta sinn 5. október 1949. Dregið var tvisvar á því ári, síðari dráttur var í desember. Geysimikil vinna og áhyggjur fylgdu undir- búningnum við að koma happdrættinu á laggirnar. Á fundi sem haldinn var í stjóm tæpum tveim vikum fyrir fyrsta útdrátt var skýrt svo frá að Þórður Benediktsson væri orðinn alvarlega veikur og ólíklegt að hann yrði vinnufær um sinn. Var þá starfsmanni sambandsins, Guðmundi Löve, falið að ganga í störf Þórðar, en veikindi hans reyndust ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið og mætti hann á stjórnarfundi sem haldinn var sex dögum eftir að dregið var í fyrsta flokki. 6 • SÍBS-fréttir Þetta fyrsta staifsár happdrættisins voru gefnir út 30 þúsund miðar í hvomm flokki, og ekki er hægt að segja annað en að happdrættið hafi fengið góðan byr í seglin því að rúmlega 50 þúsund miðar seldust samtals í þessum tveim flokkum. Miðaverð var tíu krónur á mánuði, alls voru dregnir út 1000 vinningar á árinu, lægsti vinningur var eitthundrað krónur en hæsti 25 þúsund krónur. Brúttó sala nam 504.600,- krónum og hagnaður varð 140.000.- krónur. Næstu ár, 1950-1952, var dregið sex sinnum á ári, en frá og með árinu 1953 var dregið í hverjum mánuði. Miðaverð var óbreytt, tíu krónur, til ársins 1956 þegar það hækkaði í tuttugu krónur. Vinn- ingshlutfall sem í upphafi var 40% hækkaði árið 1957 í 50% og árið 1961 í 60% af heildarandvirði útgefinna miða. Vinningum fjölgar í áranna rás hefur miðaverð smám saman hækkað til samræmis við vaxandi verðbólgu og verðmæti vinninga hefur að sama skapi aukist. Eins og að ofan greinir var verð miða í upphafi tíu krónur á mánuði, en það jafngilti tæplega einnar klukku- stundar launum Dagsbrúnarmanna. Þetta verð hélst óbreytt til ársloka 1955, eða í rúmlega sex ár, en árið 1980 var það komið upp í tólfhundruð gamlar krónur, og í ársbyrjun 1981 kostaði miðinn tuttugu nýkrónur á mánuði. Vinningum hefur líka fjölgað stórlega, árið 1988 voru þeir 25000 en árið 1999 eru þeir 85151. Árið 1968 var tekin upp sú nýjung að draga út sérstaka aukavinninga aðeins úr seldum miðum, aðallega voru þetta bílar af öllum mögulegum stærðum og gerðum, alls 29 að tölu. Þá var árið 1972 ferð fyrir tvo til Kanaríeyja, 1989 tíu milljón króna afmælisvinningur, en á því ári hafði happdrættið verið rekið í fjörutíu ár, og 1995 voru aukavinningarnir 28 listaverk eftir þekkta íslenska listamenn. Á síðustu fimm árum hefur verið dreginn út mikill fjöldi listrænna vinn- inga. Erfitt að framlengja leyfíð Fyrstu árin sem happdrættið var rekið heyrði það undir fjármálaráðuneyti en síðan var það flutt til dómsmálaráðuneytis. Á tíu ára fresti þarf að sækja um framlengingu á rekstrarleyfi til Alþingis og ríkisstjórnar. Ekki hefur alltaf reynst þrautalaust að fá þessa framlengingu samþykkta því að ríkis- valdið hefur reynt að ásælast hluta af hagnaði happdrættisins. Svo var til dæmis þegar sótt var um framlengingu leyfis sem rann út 31. desember 1959, sú barátta stóð á annað ár. Þá kom fram sú

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.