SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 13

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 13
Ekki verður saga flugvélinnar sögð frekar hér, en hún sökk á Þingvallavatni 9. júlí 1950, en var náð upp og skemmdist síðan í bruna í flugskýli á Reykja- víkurflugvelli 18. apríl 1951, þegar verið var að gera hana upp. Síðast var skrokkurinn not- aður sem vinnuskúr í Kópa- vogi. 20 „ólöglegar“ bifreiðar Á árinu 1947 var aftur efnt til happdrættis og þá um 20 bif- reiðar af gerðinni Renault ár- gerð 1946. Þessar bifreiðar gengu undir nafninu Haga- mýsnar. Þær höfðu verið fluttar inn í óleyfi og stóðu um tíma í porti vestur á Haga og hlutu nafnið af þeim sökum. SÍBS fékk þær keyptar og kostuðu 13.500 stykkið, eða alls 270 þúsund. Dregið var um bifreiðamar í femu lagi, fimm bifreiðar í senn, og síðast 15. maí 1948. Miðinn kostaði 10 kr. og varð hagnaður af happdrættinu um 660 þús. krónur. Það er af þessum bifreiðum að segja, að þær reyndust mjög vel og enn í dag er a.m.k.ein af þessum bifreiðum til og í mjög góðu ástandi, ekin um 43 þús. km, Bifreiðin er í Byggða- safninu að Görðum á Akranesi. Það var maður á Akranesi, Jóhannes Bachmann, sem vann bifreiðina. Hann átti leið til Reykjavíkur á sínum tíma og fór inná Hótel ísland, sem þá var í miðbæ Reykjavíkur, til að fá sér að borða. Með honum var ungur sonur hans, Olafur Bachmann nú húsasmíðameistari á Akra- nesi. í matsalnum var Bjami nokkur Brekkmann, sem um árabil safnaði peningum til byggingar Hallgrímskirkju að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, að selja happdrættismiða SIBS og gekk salan illa. Jóhannes og Bjarni þekktust vel og tóku þeir tal saman. Það varð úr að Jóhannes keypti fjóra miða af Bjarna. En þegar til átti að taka átti hann ekki peninga fyrir miðunum og varð því að fá lánað það sem uppá vantaði hjá Ólafi syni sínum. Bfllinn nú áhugaverður safngripur Jóhannes átti bifreiðina, sem hlaut skrásetningarnúmerið E- 143, alla tíð og fór mjög vel með hana. Jóhannes lést árið 1964 og fékk Ólafur sonur hans þá bfl- inn. Bifreiðin var í eigu Ólafs næstu árin, en laust eftir 1980 gaf hann Byggðasafninu að Görðum bifreiðina þar sem hún er til sýnist og stendur stífbónuð og fín við hliðina á Gamla Ford. Hagamúsin og Gamli Ford vekja jafnan mikla athygli safn- gesta og eru meðal áhugaverð- ustu gripa safnsins. Þetta er aðeins örlítið brot af happdrættissögu SIBS, sem staðið hefur í liðlega hálfa öld. Kjarkur og framsýni þeirra SIBS manna sem hófu merkið á loft á sínum tíma og voru vel- flestir fyrrum berklasjúklingar, hefur skilað þjóðinni meiru en flest önnur sambærileg félög hér á landi hafa gert. Trúir því einhver, að Reykjalundur og öll sú starfsemi sem þar er í dag, væri til staðar ef þeirra djörfu og framsýnu forystumanna SÍBS hefði ekki notið við. Þess vegna ber öllum hugsandi íslendingum að styðja og styrkja happdrætti SÍBS, sem alla tíð hefur staðið undir og tryggt þá ævintýralegu uppbyggingu sem átt hefur sér stað að Reykjalundi. Þúsundir hafa notið þar aðstoðar við að komast til heilsu á ný og hver veit nema þú lesandi góður verðir næstur? J. A. PricewaTerhouseQopers HEWLETT PACKARD S0RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs ® TOYOTA AGA ÍSAGA hf SJOVAQIOALMENNAR SÍBS-fréttir • 13

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.