SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 8

SÍBS fréttir - 01.12.1999, Blaðsíða 8
drættisnefndar) Kjartan Guðnason, skýrði frá gangi ntálsins frá síðasta fundi nefndarinnnar til þessa dags. Tilraunir voru gerðar úr ýmsum áttum til að spilla framgangi málsins á Alþingi.“ Aðalbreytingin frá eldri lögum um happdrættið er sú að nú er það skilyrði sett inn í þau að SÍBS er skuldbundið til að reisa og reka vinnustofu fyrir öryrkja, en um leið er heimilað að verja hluta af hagnaði happdrættisins „til annarrar félagsmála- starfsemi sem ríkisstjórnin samþykkir.“ Enn krafíst skattlagningar Enn var gerð atlaga að happdrættinu árið 1975. Á fundi í stjórn SIBS hinn 13. janúar það ár er kynnt erindi sem borist hafði frá Alþingi. I fundargerð segir: „Kynnt var nýtt frumvarp sem komið er fram á Alþingi um breytingu á lögum Vöruhappdrættis SÍBS þar sem lagt er til að 20% af hagnaði happdrættisins verði varið til elli- og hjúkrunar- heimila utan Reykjavíkur. Erindi hafði borist frá Fjárhags- og viðskiptanefnd, og urðu miklar umræður um hversu best mætti svara þessari mála- leitan og hrinda þessari árás á aðaltekjustofn sambandsins.“ Ekki varð neitt úr þessari skattlagn- ingu á happdrættið. Erindrekstur í sjálfboðaliða- starfí Allar götur síðan happdrættið tók til starfa hefur mikil áhersla verið lögð á erindrekstur sem fólst í því að heimsækja sem flesta umboðsmenn þess á sumri hverju, leiðbeina þeim og hvetja til dáða. Auk framkvæmdastjóra tóku á fyrstu árum happ- drættisins ýmsir stjórnarmenn SIBS að sér erind- rekstur, aðallega í sumarleyfum sínum. Þetta var ævinlega unnið sem sjálfboðaliðastarf án launa. Einnig tóku starfsmenn happdrættisins þátt í erind- rekstri. Þessu starfi hefur verið haldið áfram allt til þessa dags. Ólafur tekur við af Þórði Eins og fyrr er frá sagt var Þórður Benediktsson ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri happdrættisins. Hann var afburða snjall og hugmyndaríkur og mikill áróðursmaður. Flestar tillögur um breyting- ar og nýjungar í happdrættisrekstrinum voru frá honum komnar. Ekki sést í fundargerðum að tillögur hans um happdrættið hafi nokkru sinni verið felldar. Til marks um traust stjórnarmanna á tillögum hans skal hér vitnað í bókun stjórnar haustið 1954 þegar verið var að ræða um vinn- ingaskrá næsta árs: „Taldi hann þetta heppilegustu 8 • SÍBS-fréttir skiptinguna en hafði þó á takteinum tvær aðrar tillögur um það hvemig þessu skyldi hagað... Nokkrar umræður urðu uni þetta og virtust flestir eiga erfitt með að mynda sér ákveðnar skoðanir um hvað heppilegast væri, en töldu eðlilegast að fara að vilja framkvæmdastjórans.“ Var það gert og tillögur hans samþykktar. Síðustu árin sem Þórður gegndi starfi fram- kvæmdastjóra var hann orðinn heilsuveill og ósk- aði að láta af störfum. Á fundi í stjóm SIBS 29. desember 1967 er þetta fært í gerðabók: „Þórður lagði fram þá ósk að hann yrði leystur frá störfum með forstöðu happdrættisins og bar fram þá tillögu að við forstöðu tæki Olafur Jóhannesson, skrif- stofustjóri sambandsins.“ Oddur Ólafsson þakkaði Þórði fyrir frumkvæði við stofnun happdrættisins og rekstur þess. Var síðan ósk Þórðar samþykkt með samhljóða atkvæðum. Á þessum fundi var endurreist nefnd sú sem sett var á laggimar árið 1956 til aðstoðar framkvæmdastjóra, en samþykkt að „leggja niður að sinni árið 1961.“ I þessa nýju happdrættisnefnd voru nú kjömir Árni Einarsson, Þórður Benediktsson og Kjartan Guðnason. For- maður nefndarinnar var síðan kjörinn Árni Einars- son og ritari hennar Ólafur Jóhannesson, en hann lét af ritarastarfí þegar hann hætti störfum hjá happdrættinu. Nefndin gekk svo endanlega frá ráðningu hans sem framkvæmdastjóra. Tölvuútdráttur fyrst 1976 Frá upphafi og allt til ársins 1976 vom vinningar í flokkahappdrættunum dregnir út handvirkt en sú aðferð var bæði mannfrek og tímafrek, gat tekið heilan dag þegar mörg vinningsnúmer voru dregin út. Árið 1975 var sett á laggimar nefnd allra íslensku flokkahappdrættanna til að undirbúa tölvuútdrátt. Nefndina skipuðu Kjartan Guðnason og Ólafur Jóhannesson fyrir happdrætti SÍBS, Baldvin Jónsson og Pétur Sigurðsson fyrir Happ- drætti DAS og fyrir Happdrætti Háskólans Páll H. Pálsson og Guðlaugur Þorvaldsson. Tæknilegur ráðgjafí og samstarfsmaður nefndarinnar var dr. Þorkell Helgason. Nefndin hélt allmarga fundi um málið og dr. Þorkell fór utan við annan mann til að kynna sér sem best þær aðferðir sem notaðar vom við tölvuútdrátt. Samþykkt var að nota þá aðferð sem viðhöfð var hjá sænska ríkishappdrætt- inu. Happdrætti Háskólans varð fyrst til að nota þessa aðferð við útdrátt vinninga, fyrsti tölvu- útdráttur fór fram hjá því happdrætti í október 1976 en 5. nóvember sama ár hjá happdrætti SÍBS. Utdráttur með þessum hætti tók aðeins brot af

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.