SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 11

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 11
S-ÍJB-S-hJ a ð i ö Reynsluheimur fólks meö langvinna lungnasjúkdóma Helga Jónsdóttir Höfundur er dósent í námsbraut í hjúkrunarfrœði og stoðhjúkrunarfrœð- ingur á Vifilsstaöaspítala. Greinin er byggð á doktorsritgerð hennarfrá Háskólanum i Minnesota og ber heitið “Life Patterns of People with Chronic Obstructive Pulmonary Disease: Isolation and Being Closed in". Hér er stuttlega greint frá hluta niðurstaðna rannsóknar höfundar á reynsluheimi fólks með langvinna lungnasjúkdóma. Byggt er á viðtölum viö 10 einstaklinga. Hjá fólki með langvinna lungnasjúkdóma verður truflun á loftflæði í lungunum sem leiðir til súrefnisskorts og uppsöfnunar á koltvísýringi í líkamanum. I kjölfarið koma margvísleg og flókin vandamál og eru andþyngsli mest áberandi. Önnur einkenni eru mæði, hósti, uppgangur, þyngsli íyrir brjósti, þrekleysi, lystarleysi, pirringur, þreyta, truflun á svefni og hvild, kvíði, þunglyndi, einmanaleiki, erfiðleikar við heimilisstörf, erfiðleikar við að stunda áhugamál, Qárhagsvandi, áhyggjur af atvinnu, erfiðleikar i félagslegum sam- skiptum, truflun á samskiptum i Qölskyldu, truflun á kynlífi og félagsleg einangrun. Fólki með langvinnan lungnasjúkdóm hefur verið lýst þannig að það sé stöðugt í tilfinningalegri spennitreyju. Það forðast að lenda í aðstæðum sem krefjast aukinnar súrefnisnotkunar eða aukinnar uppsöfnunar koltvísýrings því við það fer hið viðkvæma jafnvægi öndunar úr skorðum. Það á erfitt með að verða verulega kvíðið, reitt eða glatt, en það krefst aukinnar notkunar á súrefni og meiri öndunarvinnu. Það getur heldur ekki látiö eftir sér sinnuleysi, þunglyndi eða djúpa slökun, þvi það leiðir til frekari uppsöfnunar á koltvísýringi og of litla öndun, sem leiðir einnig af sér súrefnisskort. Niðurstöður Eftirfarandi þemu komu fram: a) Aö sætta sig við orðinn hlut - leið til að lifa af, b) erfiðleikar við að tjá sig og tengjast öðrum, c) togstreita á milli eigin þarfa og væntinga frá umhverfinu, d) skortur á orðum til að lýsa andþyngslum, e) skert virkni, f) samspil tilfinningalegs ástands og andþyngsla og g) mikil áhersla á gildi atvinnu. a) Að scetta sig við orðinn hlut - Leið til að lifa af Þátttakendur lýstu mikilli óánægju með aðstæður sínar og sjúkdóm og vildu úrbætur. I sumum tilvikum greindu þeir leiðir til úrbóta og töluðu um þær en þegar til kom var þeim ókleift að framkvæma það sem til þurfti. Algengt var að þátttakendur töluðu um að auka líkamlegt þrek sitt og sumir hófu skipulega líkamsþjálfun á meðan á rann- sókninni stóð. Þessi þjálfun skilaði hins vegar sjaldnast þeim árangri sem búist var við. Á sama tíma og þátttakendur lýstu óánægju sinni með sjúkdóm sinn og aðstæður lögðu þeir áherslu á að framtíðin yrði þeim betri. Segja má að um ákveðna þversögn hafi verið aö ræða. Þó svo að þátttakendur hafi lagt mikla áherslu á bjartari framtíð og að nauð- synlegt væri að bæta marga hluti í þeirra lífi, þá voru þeir í raun búnir að gera sér grein fyrir því að þeir voru ekki aðeins með ólækn- andi sjúkdóm heldur einnig að sjúkdómurinn færi versnandi og að fáu yrði breytt til hins betra. Hins vegar var þessi þversögn afar mikilvæg tii þess að geta lifað við aðstæður sem stundum voru nánast óbærilegar. b) Erftðleikar við að tjá sig og tengjast öðrum Erfiðleikar við að tjá sig og tengjast öðrum voru sérstaklega áberandi í frásögu meginþorra þátttakenda. Meirihluti þeirra talaði mikið um að fólk í umhverfi þess, bæði nánir ættingjar og kunningjar, skildi ekki þá erfiðleika sem þeir bjuggu við. Þeir voru ósáttir við að njóta ekki meiri skilnings, en voru jafnframt ófærir um að láta í ljósi tilfinningar, skoðanir, óskir og þarfir. Skýrt kom fram að þátttakendur voru ekki í andstöðu við aðra. Þeir töluðu heldur ekki um að aðrir hefðu gert á hlut þeirra. Þrátt fyrir að meginþorri þátttakenda talaði á þessum nótum þá voru nokkrir sem ekki könnuðust við nein vandamál í samskiptum viö aðra. Einn lýsti einangrun sinni m.a. á eftirfarandi hátt: Það má segja að maður verður ósjálfrátt svolitið mannfœlinn. Maður kemur inní banka eða einhvers staðar, hvar sem maður kemur, þá stendur maður og byrjar að gapa eins og þorskur á þurru landi áður en maður getur byrjað að tala. Það er ekkert skemmtilegt. Svo maður fer meira einförum. 1

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.