SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 14

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 14
vítahring sem lýst var, aðlagast lífi með skerta lungnastarfsemi og vinna gegn áframhaldandi skaða og skerðingu. Markmiðin gætu hljóðað svo: hætta að reykja, auka áreynsluþol og göngugetu, minnka mæði, auka sjálfsöryggi og bæta lífsgæði. Aðferðirnar felast í þjálfun, fræðslu, stuðningi og hvatningju. Svipaðar aðferðir hjálpa einnig lungnasjúkum með aðrar sjúkdómsgreiningar og aðrar ævisögur, fólki eftir skyndileg en erfið veikindi eða skurðaðgerðir, fólki með meðfædda sjúkdóma eða sjúkdóma í mörgun líffærum; það sem máli skiptir er að endurhæfing sé sniðin að hverjum einstaklingi og að aðferðir og þekking lungnaendurhæfingar nýtist. Þessum aöferðum verður nú í stuttu máli lýst. Þjálfun og leikfmi Það þarf líkamsþjálfun til að snúa við vítahring hreyfingarleysis og mæði. Áhrif hreyfingar eru margvisleg, þeirra gætir ekki aðeins á vöðva og blóðstreymi heldur batnar öndunartæknin og mæðin minnkar. Reglu- bundin hreyfing hefur einnig áhrif á streitu, andlega líðan og ánægju manna. Þolþjálfun bætir úthald og afkastagetu með því að vöðvarnir venjast aftur hreyfingu og þjálfast til að nýta betur súrefnið í blóðinu, um leið og líkaminn liökast og hreyfingin verður léttari. Vöðvastyrk má líka auka mikið með þjálfun, en þá verður áreynsluminna og Leikfimin hjálpar til aö liöka stiröan líkama og vinnur því meö þjálfun þols og styrks auk þess aö vera holl hreyfing og streitulosandi. öruggara að hreyfa sig og æfa. Hreyfing hjálpar þeim sem eru of feitir til að grennast og blóðfiæði til vöðvanna batnar, en margir stórreykingamenn líða íyrir tregt blóðflæði vegna æðakölkunar. Ótti við mæði og uppgjöf dvín þegar fólk kynnist betur likama sínum og álagsviðbrögðum hans, samtímis því að framfarir þess sem þjálfar eykur ánægju og sjálfstraust. Leikfimin hjálpar til að liðka stirðan likama og vinnur því með þjálfun þols og styrks auk þess að vera holl hreyfing og streitulosandi. Ýmiss önnur þjálfun en líkamsþjálfun og leikfimi er notuð viö endur- hæfingu lungnasjúkra. Öndunarþjálfun er til dæmis mikilvæg, en eins og söngvarar eða leikarar þurfa að læra að beita önduninni rétt, þurfa lungnasjúklingar einnig að læra sína öndunartækni til að geta fullnýtt lungun og brugðist við andnauð. Þjálfun líkams- beitingar og vinnuaðferða sem henta fólki með lungnasjúkdóma er einnig dæmi um þjálfunarþátt endurhæfingarinnar og kennsla í slökunartækni og streytustjórnun annað. Frœðsia Fræðsla er máttugt tæki, hún færir fólki skilning og ábyrgð sem er forsenda þess frumkvæðis og sjálfsöryggis sem stefnt er að með endurhæfingu. Góð endurhæfing er þess vegna kennsla frá upphafi til enda og í henni taka allir þátt. Fagfólkið fræðir á mismunandi formlegan eða meðvitaðan hátt um ýmsar hliðar þess að lifa með lungnasjúkdóma: orsakir, meðferð, afleiðingar, áhrif og ýmis- legt fleira, og fjölskylda og aöstandendur eru heldur ekki undanskildir fræðslu. Þá er ekki síst sú fræðsla sem felst i því að kynnast öðrum sem eru í sömu sporum og eiga svipaða sögu, þvi enginn kennari tekur þeim fram, sem miðlar af eigin reynslu. Stuðningur, umönnun og rannsóknir Ekkert er reykjandi lungnasjúklingi jafn mikilvægt til heilsubata og að hætta og því er stuðningur til reykbindindis einn af grund- vallarþáttum lungnaendurhæfingar. Ráðgjöf um notkun nikótínlyija, fræðsla og stuðn- ingur fagfólks og samherja í baráttunni hefur ótvírætt gildi, en reynslan hefur einnig sýnt að samtvinnuð reykingameðferð og alhliða endurhæfing bætir árangurinn. Allir þurfa stuðning sem ætla að breyta lífsháttum sínum, hvort sem það er til að hætta að reykja, megrast, þjálfast eða annars og slíkan stuðning reynir endurhæfingin að veita, sem og þá umönnun, hjúkrun og læknismeðferð sem nauðsynlegt er að veita fólki sem glímir við erfiða sjúkdóma. Margvíslegar rannsóknir fylgja endurhæfingu lungnasjúklinga, iyrst og fremst lifeðlisfræðilegar rannsóknir ætlaðar til að fá gleggri mynd af lungnastarfsemi, þoli og viðbrögðum við álagi. Þolpróf eru notuð til að sniða þjálfunina að þörfum hvers einstaklings og meta árangur þjálfunarinnar og ýmiss konar önnur próf á starfsemi lungna hjálpa til að meta eðli og þróun sjúkdómsins, gildi meðferðarinnar og framtíðarhorfur. í örstuttu máli fjallar lungnaendurhæfing um aðlögun að skertri lungnastarfsemi og varnir gegn frekari framgangi sjúkdómsins. Mark- miðin eru að auka færni, bæta lífsgæði og framtíðarhorfur. Aöferöirnar felast í margvís- legri þjálfun, fræðslu og stuðningi og kalla á samvinnu fagfólksins innbyrðis, en þó ekki siður samvinnu þess og sjúklinganna sjálfra, því aukin virkni og ábyrgö á eigin heilsu eru lykilatriði. Hans Jakob Beck yfirlæknir, lungnaendurhæfingu, Reykjalundi

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.