SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 9

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 9
SjJELS-bJaðið Góðar Nviuriqar í meöferð mngnasjukdoma fréttir fyrir sjúklinga með langvinna lungnateppu Viðtal við Hjörleif Þórarinsson, lyfjafræðing, framkvæmdastjóra Glaxo Wellcome ehf.: Nýverið voru kynntar niðurstöður ISOLDE rannsóknarinnar, athugun á langtíma notkun flútíkasón innúðastera hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (COPD). Alls tók 751 sjúklingur þátt í rannsókninni, konur og karlar á aldrinum 40-75 ára með staðfestan sjúkdóm. Að loknum 10 vikna undirbúningstíma, fékk helmingur þátttakenda lyfið fútíkasón, 500 míkróg 2svar á Hjörleifur dag í 3 ár, en helmingur lyfeysu ’órarmsson (plaeebo). Árangur meðferðarinnar var metinn með hefðbundnum lungna- mœlingum, tíðni sjúkdómsversnana og ítarlegum spurningalistum um lífsgœði. Þetta kom fram í máli Hjörleifs Þórarinssonar er SIBS blaðið bað um fréttir af meðferð lungnasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að flútíkasón bætti raarktækt lungnastarfsemi sjúklinga meö COPD, hægði á framgangi sjúkdómsins, fækkaði versnunum og bætti lífsgæði þátttakenda. Lífsgæöi sjúklinga með langvinna lungnateppu eru mjög skert, bæði vegna minnkaðrar hreyfigetu og svefntruflana af ýmsum toga sem eru tvöfalt algengari hjá COPD sjúklingum en öðrum. ISOLDE rann- sóknin sýnir að flútíkason bætir verulega lífsgæði COPD sjúklinga því sjúklingar á virkri lyfjameðferð höfðu færri og vægari sjúkdóms- einkenni, gátu hreyft sig meira og lifðu betra lífí, samanborið við lyfleysuhópinn. Glaxo Wellcome lyfjaíýrirtækið, sem er i fararbroddi að því er varðar framfarir í rannsóknum og meðferð astma og lang- vinnrar lungnateppu, stundar einnig víðtækar rannsóknir á öðrum lungnasjúkdómum ss. lungnakrabbameini og slímseigjuvanþrifum (cystic fibrosis), að sögn Hjörleifs. Þróun öndunarfæralyfja frá Giaxo Wellcome byggir á langri hefö Salbútamól kom á markað 1968 og er enn þann dag í dag íýrsta val í meðferð astma og langvinnrar lungnateppu. Innúðasterinn beclometasón (Becotide) kom á markað 1972 og hefur þjónað hlutverki sínu vel. Á sínum tima umbylti lyfið meðferð astmasjúklinga, er fram að því höfðu þurft að taka steralyf um munn, meö öllum þeim aukaverkunum sem því fýlgdi. í kjölfarið komu á markað astmalyf frá öðrum lyfjaframleiðendum, s.s. terbútalín og búdesóníð. Becotide er ekki lengur fáanlegt hérlendis, en með tilkomu flútíkasón telja sérfræðingar Glaxo Wellcome sig hafa þróað enn betri innúðastera. Berkjuvíkkandi lyfið salmeteról var þróað af Glaxo Wellcome í upphafi þessa áratugar gegn sjúkdómum sem valda berkjuþreng- ingum, svo sem astma og berkjubólgu. Lyfið er sérhannað til að verka lengi og gefur áhrifaríka berkjuvikkun í lágmark 12 klst. Rannsóknir hafa sýnt aö astmasjúklingar sem höfðu stöðug einkenni þrátt fyrir notkun innöndunarstera náðu betri stjórn á einkennum með því að bæta salmeteróli við meðhöndlunina í stað þess að auka stera- skammtinn. Nýtt lyf gegn astma Nýverið samþykkti Evrópska lyíjamálastofn- unin nýtt öndunarfæralyf frá Glaxo Wellcome sem ber heitið Seretide. 1 lyfinu er blandað saman salmeteróli og flútíkasóni og því sameinast í einu tæki langvirkt berkjuvíkk- andi lyf og bólgueyðandi lyf. Meðferð með Seretide beinist því bæði að einkennum og undirliggjandi orsök astma. Lyfið er sett á markað í DISKUS tæki í styrkleikum 50/100, 50/250 og 50/500 mikróg. Seretide hefur nú verið samþykkt af íslenskum heilbrigðisyfir- völdum og er væntanlegt á markað innan skamms. Nú standa yfir víðtækar rannsóknir á notkun á lyfinu í langvinnri lungnateppu, m.a. í sam- starfi við íslenska lungnalækna og í góðri samvinnu við lungnasjúklinga. Niðurstaðna er að vænta innan 2ja ára. Hin síðari ár hefur Glaxo Wellcome lagt áherslu á að þróa úðalyf með vistvænum drifefnum þar eð freon efnasambönd eru skaðleg ósonlagi og notkun almennt óheimil. í lyíjum er notkun slíkra efna háð sérstakri undanþágu sem hér á landi er veitt af Lyíja- nefnd. Að skipta um drifefni í innúðalyfi er o u O i cn 03 9

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.