SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 33

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 33
SXELS±lJ a ð i ð GOTT AÐ VITA Ef þú heldur að vandamálið sem þú átt við að stríða sé einstakt og þú sért þar af leiðandi eina manneskjan í veröldinni sem glímir við það, þá skjátlast þér hrapalega. Okkur hættir mjög til að trúa slíku og byrgjum því oft innra með okkur ýmislegt sem auðvelt er að lækna eða leysa úr ef leitað er aðstoðar. Á hvaða sviði er þitt vandamál? Heyrir það undir lækni, prest, félagsráðgjafa eða kannski góðan vin? Fyrsta skrefiö er að horfast í augu við vandann og ræða hann við aðra. Láttu slag standa og leitaðu aðstoðar, aðeins þannig er hægt að losna frá áhyggjunum. Eitt af mörgum atriðum i baráttunni við beinþynningu er að passa vel upp á að líkaminn fái nægjanlegt kalk (kalsíum). En til þess að kalkið nýtist verður D-vítamín að íýlgja með. Sjálfur Skyrgámur getur því fengið beinþynningu ef hann ekki lætur sólina skína á húð sina, tekur lýsi eða neytir fiskjar og annarrar fæðu sem inniheldur D- vítamín. Getur hann þá ekki bara tekið D- vítamín í pilluformi? Nei, helst ekki því þá getur skapast hætta á eiturmyndun í líkamanum ef tekið er of mikið. Svo er bara að muna eftir að hreyfa sig nóg og leggja allar reykingar á hilluna. Er konan þín ekki lengur falleg? Þá er gott að vita að fegurð konunnar fer eftir því hve heitt hún er elskuð. HAPPDRÆTTI Hjón á Austurlandi hlutu íýrsta vinning þegar dregið var í happdrættinu 8. febrúar sl. Vinningurinn var að verðmæti kr. 6.000.000,- og segjast hjónin ætla að nota hann til að koma sér upp þaki yfir höfuðið en það eiga þau ekki fýrir. Nokkrum dögum eftir að þeim var tilkynnt um vinninginn hringdu þau á skrifstofu happdrættisins og sögðu frá ýmsu skemmtilegu, sem gerst hafði í lífi þeirra á þessum tíma. „Þið verðið að íýrirgefa hvað við erum glöð“, sögðu þau! Starfsfólki happdrættisins fannst það ekki vera mikið að fýrirgefa og ánægjulegt væri ef allir vinningshafar í áranna rás hefðu látið í ljós gieði við móttöku slíks vinnings. Hjartanlega til hamingju! H.F. Svipmynd frá Múlalundi. MÚLALUNDUR, VINNUSTOFUR SÍBS Ákveðið hefur verið að byggja eina hæð ofan á húsnæði Múlalundar í Hátúni 10C. Vinnu- stofurnar hafa þegar sprengt utan af sér húsnæðið og er nú hráefni geymt á tveimur stöðum úti í bæ. Við stækkunina mun þetta breytast, allt færast á einn stað auk þess sem rýmkast mun í vinnslusal. Frumvinnu og teiknun er ekki lokið þannig að nokkur tími mun líða uns framkvæmdir hefjast við sjálfa bygginguna. H.F. CT3 o O STOÐDEILDIN Á lausu blaði inni í ritinu eru inntöku- beiðnir i Stoðdeild, annað fýrir fýrirtæki og stofnanir og hitt fýrir félög og hópa. Félagar í SÍBS og aðrir velunnarar eru hvattir til þátttöku í söfnun aðila í Stoðdeild SÍBS. Látum drauminn um nýbygginguna á Reykjalundi rætast! 33

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.