SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 28

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 28
SÍJELS-bJ a ö i ö „Meyöin kennir.................“ Samtök lungnasjúklinga - stofnun þeirra og starf Sagt er aö neyöin kenni naktri konu að spinna og lötum manni að vinna og má með sanni segja að tilurð stofnunar Samtaka lungnasjúklinga megi að mestu leyti rekja til þessa málsháttar. Aðdragandi og undirbúningur Aðalhvatamaður aö stofnun Samtaka lungnasjúklinga, Jóhannes Kr. Guð- mundsson, og undirrituð voru svo Brynja D. lánsöm að fá endurhæfingu á Reykjalundi um Runólfsdóttir nokkurra vikna skeið á sama tíma vorið 1995. Þar var margt skrafað og rætt og kom fljót- lega í ljós, aö lungnasjúklingar höfðu engan vettvang fyrir sín málefni og vandamál. Á lungnadeildinni á Reykjalundi kom berlega í ljós, að þaö voru fleiri en undirrituð sem höfðu ekki hugmynd um rétt sinn til bóta - og reyndar voru margir svo veikir, að þeir hreinlega höfðu ekki krafta til að leita réttar síns, og enn aðrir höfðu engan til að biðja um hjálp. Nauðsyn slíkra samtaka var færð í tal við m.a. Björn Magnússon, lungnasérfræðing, sem á þessum tíma starfaði á Reykjalundi. Samtök lungnasjúklinga standa i mikilli þakkarskuld bæði við hann og ekki síður við Hauk Þórðarson, sem þá var yfirlæknir á Reykjalundi, sem studdu okkur einarðlega og styrktu við stofnun Samtakanna. Það var svo siðla árs 1996 aö farið var að vinna að undirbúningi að stofnfundi Samtakanna og fengum við til liðs við okkur Sólveigu Ólafsdóttur, lögfræðing, sem samdi lög félagsins og kynnti þau á stofnfundinum, sem haldinn var 20. maí, 1997 á Reykjalundi. Það var ánægjuleg stund og ríkti mikil gleði og eftirvænting í stóra salnum bæði meðal sjúklinga, aðstandenda þeirra svo og starfsfólks Reykjalundar. getur haft áhrif á útbreiðslu lungna- sjúkdóma • að vinna að ráðgjöf og upplýsingamiðlun fyrir lungnasjúklinga, sérstaklega er varðar réttindi þeirra og velferð. Samtökin hafa undanfarna vetur haldið uppi öflugri fræðslu og haldið reglulega fræðslu- fundi í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavik, þar senr haldin hafa veriö fræðslu- erindi um hin ýmsu málefni, er varða sjúk- dóma og almenna velferö lugnasjúklinga og ekki síður gefið aðstandendum breiöari og vonandi nýja sýn. Þess má geta hér að næsti fundur Samtaka lungnasjúklinga verður haldinn i Safnaöar- heimili Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 23. mars n.k. og hefst kl. 20. Á þann fund kemur til okkar Gunnar Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítalanum í Fossvogi. Fyrirlestur hans mun fjalla um áhrif lyfja á bein, en eins og flestir vita þá hefur Gunnar um árabil staöið fyrir beiþéttnimælingum og ýmsum rannsóknum að þeim lútandi. Fund- urinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Stjórn Samtakanna og skrifstofa í stjórn Samtakanna sitja nú, og hafa setið frá upphafi, Jóhannes Kr. Guðmundsson, formaður, Dagbjört Theódórsdóttir, gjaldkeri, Brynja D. Runólfsdóttir, ritari og meðstjórn- endur: Björn Magnússon, Guðlaug Guðlaugs- dóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir og Magnús Karlsson. Haustið 1998 voru Samtökin tekin inn í SÍBS og var það okkur mikill fengur. í byrjun síðasta árs opnuöum við svo skrifstofu í bakhúsinu í Suðurgötu 10 og er hún nú opin einu sinni í viku á miövikudögum kl. 15-17. Síminn okkar er 552-2154, en símsvari er á skrifstofunni utan opnunartíma. Einnig er hægt að ná í formann og ritara alla daga i símum, sem gefnir eru upp á símsvaranum. Markmið og fræðsla I lögum Samtakanna stendur aö markmið þeirra sé að vinna að velferðar- og hagsmunamálum lungnasjúklinga og fleiri markmiðum hyggjast Samtökin ná með því: • að halda uppi öflugri félagsstarfsemi, • að stuðla að fræðslu og rannsóknum á lungnasjúkdómum og afleiðingum þeirra, • að efla forvarnarstarf hvers konar, sem Málefni í brennidepli Samtökin hafa verið og eru að vinna að ýmsum málefnum og má þar nefna lækkun gjalda á þjjálfunarnámskeið HL-stöðvarinnar fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, starfræksla símahrings, unnið er að stofnun Minningar- sjóðs Samtaka lungnasjúklinga, unnið er að gerð heimasíðu, verið er að skoða nýjungar í súrefniskútamálum. Einnig er í undirbúningi í samvinnu við lyfjafyrirtæki að setja “akandi

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.