SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 12

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 12
Lungnasjúkdómar 12 c) Togstreita á milli eigin þarfa og vœntinga frá umhverfmu Fram kom sterk þörf hjá þátttakendum fyrir að vera eðlilegur í augum annarra. Að verða veikur var merki um veikleika og þeir vildu ekki vera upp á aðra komnir. “Eg vil ekki að mér sé hlíft” var setning sem einn endurtók oft. Einnig kom oft fram að þátttakendur reyndu að hylja sjúkdóm sinn fyrir öðrum, sérstaklega í tengslum við notkun á öndunarúðum. Flestir þoldu sígarettureyk illa en áttu bágt með að láta í ljósi ósk um að tekið væri tillit til þess, jafnvel á eigin heimili. Bóndi einn sagði: Maður hefur nú ofl heyrt það þegar maður hefur verið að biðja menn að gera eitthvað fyrir sig að maður gœti þetta sjálfur. Að þetta vœri ekkert nema Jeti, maður nennti því ekki. ... Ef maður hafði ekki við þeim [sveitungumj i leitum og svoleiðis þá var það kölluð bara leti, nennti ekki að hreyfa sig, nennti ekki að hlaupa. d) Skortur á orðum til að lýsa andþyngslum Að jafnaði höfðu þátttakendur fá orð um andþyngsli sín og áhrif þeirra á daglegt líf. Aðspurður svaraði einn: “Þau eru ekki til þótt þau séu fyrir hendi núna. Já. Eg reikna ekki með þeim. Þau verða læknuð”. Hann dó einum mánuði síðar. Annar sagði: Maður getur svo margt gert þó maður sé kannski með slœma fœtur eða handleggi, en lungun eru svo sérstök að það er ekki hcegt að vera við hvað sem er með þau ónýt. Þau eru eins og hjartað, veigamikil. e) Skert virkni Virkniskerðing er mjög víðfeðmt fyrirbæri í lífi þátttakenda og má flokka í tvennt. Annars vegar er um að ræða skerðingu á líkamlegri virkni. Hún var mjög mismunandi, allt frá því að þátttakendur voru nánast bundnir við stól til þess að þeir gátu að jafnaði stundað venjulega atvinnu. Hins vegar var um að ræða skerðingu á andlegri virkni, en þá er átt við að meginþorri þátttakenda var innilokaður í eigin heimi og sá lítið út fyrir hann. Flestir áttu erfitt með að ræða um og velta fyrir sér ólíkum hliðum á málunum sem snertu þá persónulega. f) Samspil tilfinningalegs ástands og andþyngsla Tilfinningalegt ástand og andþyngsli voru innbyrðis tengd og þau verkuðu eins og vita- hringur hvort á annað. Þegar þátttakendur voru undir tilfinningalegu álagi eða mikið var um að vera í kringum þá varð öndunin erfiðari. Einnig urðu þátttakendur kvíðnari, þyngri í skapi og einangruðu sig frekar í kjölfar versnandi andþyngsla. Einn sagði: Það helst svolítið i hendur þetta vesen. Hvernig mér líður. Eg er verri t.d. núna [mikið álag] heldur en ég hef nokkurn tíma verið. Svo verður spennufall þegar eitthvað gengur sem að maður átti eiginlega ekki von á. Þá er það jafnvont. g) Mikil áhersla á gildi atvinnu Fyrir þá sem voru fyrirvinnur var það að stunda atvinnu sérlega mikilvægt. Það gaf lífinu mikilvægan tilgang, gaf þeim tækifæri á að umgangast annað fólk á auðveldan máta og varðveitti stöðu þeirra sem nýtir þjóðfélags- þegnar. Flestar kvennanna gátu ekki stundað venjuleg heimilisstörf lengur en það virtist ekki trufla þær. Þær fengu aðstoð við húsverk- in og gerðu engar athugasemdir við þá aðstoð. LOKAORÐ Niðurstöðurnar lýsa mikilli vanliðan þátttak- enda. Þrátt fyrir það er ekki þar með sagt aö þær megi yfirfæra á alla sem eru með lang- vinna lungnasjúkdóma. Engu að síður er hægt að draga margvíslegan lærdóm af niðurstöðunum. Má þar annars vegar nefna mikilvægi þess að fólk með langvinna lungnasjúkdóma njóti meiri skilnings annarra. Bent hefur verið á að langvinnir lungnasjúk- dómar njóti lítillar athygli, bæði heilbrigðis- starfsmanna og almennings. Umræða um þarfir lungnasjúklinga heyrist tæpast opinber- lega í íslensku samfélagi. Sjúklingarnir eiga sér ekki málsvara og sjúkdómurinn sem slíkur er ekki sjáanlegur á líkama þeirra. Slíkir einstaklingar njóta því oft lítils skilnings annarra, sérstaklega þegar viö bætist að sjúkdómur þeirra er oft talinn sjálfsskaparvíti. Hins vegar er mjög mikilvægt fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma að geta tekist á við sjúkdóm sinn á uppbyggjandi hátt, hvernig það er gert er hins vegar mjög persónubundið. Mikilvægt er að reyna að feta einstigi á milli þess annars vegar að þekkja sjúkdóminn, eigin viðbrögð viö honum og að líta á hann sem félaga sinn og hins vegar þess að láta sjúkdóminn ekki stjórna lífi sínu meira en nauðsynlegt er. Reyna þarf að breyta þvi sem aflaga er og sætta sig við þaö sem ekki verður breytt. Fram hefur komiö að ýmsum einstaklingum með langvinna sjúkdóma hefur tekist að líta á sjúkdóm sinn sem tækifæri til persónulegs þroska og eflast þannig með sjúkdómi sínum í stað þess að láta hann smátt og smátt kaffæra sig. Slíkt má teljast eftirsóknarvert markmið. Dr. Helga Jónsdóttir

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.